Þjóðernissamtökin Norðurvígi dreifa áróðri í Háskóla Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 11:01 Samtökin hafa farið víða á svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Vísir/Vilhelm Hatursfullum og rasískum skilaboðum hefur verið dreift í svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann forsvarsmenn Háskóla Íslands muni ekki láta það líðast. Hefur hann beðið umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands um að vera á varðbergi og henda öllum kynþáttaáróðri rakleitt þangað sem hann á heima, í ruslið. „Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Þess vegna hryggir það mig að sjá að samtök þjóðernissinna hafa undanfarna daga dreift um háskólasvæðið hatursfullum og rasískum skilaboðum,“ skrifar Jón Atli og bætir við: „Í Háskóla Íslands eiga allir að upplifa sig örugga og við eigum öll að hjálpast að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins.“ Þjóðernissamtökin sem standa fyrir þessari dreifingu nefnast Norðurvígi sem hafa áður dreift áróðri á háskólasvæðinu. Er um að ræða límmiða sem hafa verið límdir á fasteignir en bæði starfsfólk og nemendur skólans hafa fjarlægt þá jafn harðan. Þá hafa samtökin einnig sett dreifimiða í pósthólf á stúdentagörðum. Hér má sjá dreifimiða Norðurvígis.AðsendNorðurvígi er hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, sem starfar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hafa þessi samtök verið kölluð nýnasistahreyfing en embætti ríkislögreglustjóra fjallaði um þessi samtök í greiningu sinni á hættu á hryðjuverkum hér á landi. Á vef Norðurvígis kemur fram að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu. Vilja samtökin stöðva stór innflutning á fólki til landsins og vilja vinna með öllum ráðum að því að taka völdin af alþjóðlegum Síonistum sem „valdi eða fjármunum stjórna stórum hluta þessa heims.“ Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Hatursfullum og rasískum skilaboðum hefur verið dreift í svæði Háskóla Íslands undanfarna daga. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Þar segir hann forsvarsmenn Háskóla Íslands muni ekki láta það líðast. Hefur hann beðið umsjónarmenn fasteigna Háskóla Íslands um að vera á varðbergi og henda öllum kynþáttaáróðri rakleitt þangað sem hann á heima, í ruslið. „Jafnrétti er leiðarljós í starfi Háskóla Íslands og grundvöllur fjölbreytni og virðingar í háskólasamfélaginu. Þess vegna hryggir það mig að sjá að samtök þjóðernissinna hafa undanfarna daga dreift um háskólasvæðið hatursfullum og rasískum skilaboðum,“ skrifar Jón Atli og bætir við: „Í Háskóla Íslands eiga allir að upplifa sig örugga og við eigum öll að hjálpast að við að tryggja að virðing sé borin fyrir fjölbreytileika mannlífsins.“ Þjóðernissamtökin sem standa fyrir þessari dreifingu nefnast Norðurvígi sem hafa áður dreift áróðri á háskólasvæðinu. Er um að ræða límmiða sem hafa verið límdir á fasteignir en bæði starfsfólk og nemendur skólans hafa fjarlægt þá jafn harðan. Þá hafa samtökin einnig sett dreifimiða í pósthólf á stúdentagörðum. Hér má sjá dreifimiða Norðurvígis.AðsendNorðurvígi er hluti af Norrænu mótstöðuhreyfingunni, sem starfar í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Hafa þessi samtök verið kölluð nýnasistahreyfing en embætti ríkislögreglustjóra fjallaði um þessi samtök í greiningu sinni á hættu á hryðjuverkum hér á landi. Á vef Norðurvígis kemur fram að um sé að ræða borgaralega og löglega stjórnarandstöðuhreyfingu. Vilja samtökin stöðva stór innflutning á fólki til landsins og vilja vinna með öllum ráðum að því að taka völdin af alþjóðlegum Síonistum sem „valdi eða fjármunum stjórna stórum hluta þessa heims.“
Skóla - og menntamál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Egill Þór er látinn Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira