Hækkað heitavatnsverð geti orðið banabiti Lambhaga Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 10:02 Hafberg Þórisson, garðyrkjumaður og eigandi Lambhaga. Fréttablaðið/GVA Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag. Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega. „Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið. Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn. Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins. Landbúnaður Reykjavík Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35 Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40 Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Hafberg Þórisson garðyrkjubóndi, sem rekur gróðrarstöðina Lambhaga í Úlfarsárdal í Reykjavík, segist íhuga að loka stöðinni vegna mikilla verðhækkana á heitu vatni. Þessu greinir Hafberg frá í viðtali við Bændablaðið í dag. Hafberg segir í samtali við Bændablaðið að frá 1. janúar 2020 muni hann þurfa að greiða 97 prósent meira fyrir heitt vatn en hann gerir nú. Verðið eftir hækkun verði um 120 krónur fyrir rúmmetrann á vatni. Þannig fari 600-800 þúsund króna verðmiðinn á vatninu á mánuði upp í 1,4 milljónir mánaðarlega. „Ef þessi hækkun á heitavatnsverði gengur eftir er aðeins tvennt í stöðunni. Annaðhvort að starfsemin hér leggist af og flytjist annað eða að sett verði upp kyndistöð við Lambhaga sem brenni þá plasti, timburkurli og kolum við háan hita líkt og gert er í Noregi og Danmörku. Mér finnst sorglegt að borgin sé að reyna að ýta okkur í burtu með þessum hætti,“ segir Hafberg í samtali við Bændablaðið. Lambhagi er staðsettur í Úlfarsárdal ofan við Vesturlandsveg en starfsemin á fjörutíu ára afmæli á þessu ári. Samkvæmt frétt Bændablaðsins telja gróðurhúsin um fimmtán þúsund fermetra og þar vinna að jafnaði um 25 starfsmenn. Fréttastofa hefur sett sig í samband við Orkuveitu Reykjavíkur vegna málsins.
Landbúnaður Reykjavík Tengdar fréttir Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35 Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40 Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00 Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Garðyrkjubóndi fagnar hugmyndum viðskiptaráðherra Eigandi Lambhaga, einnar stærstu matjurtaframleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, segist fagna hugmyndum viðskiptaráðherra um lækkun raforkuverðs til garðyrkjubænda til jafns við orkuverð til stóriðju. Hann segir raforkuverðið stærsta kostnaðarliðinn í garðyrkjurækt og áhyggjuefni hversu lítil nýliðun sé í greininni vegna þessa. 22. júlí 2007 19:35
Lambhaga veitt viðurkenning frá hverfisráði Á fundi hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þann 15. júní var samþykkt að veita Gróðrarstöðinni Lambhaga viðurkenningu fyrir snyrtilegt nærumhverfi og góða þjónustu. Fimmtudaginn 16. júlí sótti formaður hverfisráðs, Óttarr Guðlaugsson húsbændur í Lambhaga heim en gróðrarstöðin er staðsett vestast í Úlfarsárdalnum. 16. júlí 2009 15:40
Íslenskt spínat reyndist hreint ekki vera spínat Niðurstaða þýskrar efnagreiningar sýnir að Lambhagaspínat er í raun kál af annarri grænmetisfjölskyldu. Matjurtin er mun járnminni. 5. apríl 2016 07:00