Skoraði tvö mörk í Meistaradeildinni í gær en baðst afsökunar bæði í leiknum og eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2019 08:00 Son Heung-min þakkar fyrir allan stuðninginn með því að senda hjarta til stuðningsmanna Tottenham. Getty/Justin Setterfield Son Heung-min skoraði tvívegis í sigri Tottenham á Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í gær en Suður-Kóreumaðurinn var enn að hugsa um Portúgalann Andre Gomes eftir leikinn í gær. Son Heung-min bað Andre Gomes afsökunar í viðtölum við blaðamenn í Belgrad í gær. Það hefur ekkert farið milli mála að Son hefur liðið skelfilega eftir atvikið en bæði stjóri og liðsfélagar hans hafa sagt frá þjáningum Suður-Kóreumannsins. Son Heung-min fékk samt ekki síður samúð en Andre Gomes eftir ökklabrotið hryllilega í leiknum á Goodison Park.Spurs comfortably beat Red Star Belgrade and picked up their first away win in nine games. Read all about it: https://t.co/0zCLzydlLmpic.twitter.com/TNrjdP2fhO — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Brot Son hafði þær afleiðingar að Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi. Son brotnaði algjörlega niður eftir atvikið en hann fékk að líta rautt spjald og spilaði ekki meira í leiknum ekki frekar en Andre Gomes. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hversu heppinn ég er að fá allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum og liðsfélögunum,“ sagði Son Heung-min eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær. Þetta var algjört slys enda var Son Heung-min bara að fara í tæklingu og ætlaði aldrei að meiða Portúgalann. Rauða spjaldið hans var seinna dregið til baka eftir áfrýjun frá Tottenham.Son scores a super goal and goes to the camera and says sorry down the lens, presumably aimed at Andre Gomes. Nice touch. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 6, 2019 „Ég verð að segja að mér þykir þetta virkilega leitt en ég varð samt sem áður að ná upp einbeitingu fyrir mitt lið. Ég varð að halda áfram því það voru réttu viðbrögðin eftir að hafa fengið allan þennan góða stuðning,“ sagði Son Heung-min. Bæði mörk Son Heung-min komu á fjögurra mínútna kafla en Tottenham vann leikinn 4-0. Athygli vakti líka að Son Heung-min fagnaði ekki fyrra markinu heldur horfði í myndavélina og virtist biðja Andre Gomes afsökunar í gegnum sjónvarpið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Son baðst afsökunar eftir markið sitt Andre Gomes sjálfur er kominn heim eftir aðgerðina og það lítur allt vel út upp á endurkomu að gera. Andre Gomes þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira
Son Heung-min skoraði tvívegis í sigri Tottenham á Rauðu Stjörnunni í Meistaradeildinni í gær en Suður-Kóreumaðurinn var enn að hugsa um Portúgalann Andre Gomes eftir leikinn í gær. Son Heung-min bað Andre Gomes afsökunar í viðtölum við blaðamenn í Belgrad í gær. Það hefur ekkert farið milli mála að Son hefur liðið skelfilega eftir atvikið en bæði stjóri og liðsfélagar hans hafa sagt frá þjáningum Suður-Kóreumannsins. Son Heung-min fékk samt ekki síður samúð en Andre Gomes eftir ökklabrotið hryllilega í leiknum á Goodison Park.Spurs comfortably beat Red Star Belgrade and picked up their first away win in nine games. Read all about it: https://t.co/0zCLzydlLmpic.twitter.com/TNrjdP2fhO — BBC Sport (@BBCSport) November 6, 2019 Brot Son hafði þær afleiðingar að Andre Gomes ökklabrotnaði illa í leik Everton og Tottenham um síðustu helgi. Son brotnaði algjörlega niður eftir atvikið en hann fékk að líta rautt spjald og spilaði ekki meira í leiknum ekki frekar en Andre Gomes. „Þetta hafa verið erfiðir dagar. Ég geri mér alveg grein fyrir því hversu heppinn ég er að fá allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum og liðsfélögunum,“ sagði Son Heung-min eftir leikinn í Meistaradeildinni í gær. Þetta var algjört slys enda var Son Heung-min bara að fara í tæklingu og ætlaði aldrei að meiða Portúgalann. Rauða spjaldið hans var seinna dregið til baka eftir áfrýjun frá Tottenham.Son scores a super goal and goes to the camera and says sorry down the lens, presumably aimed at Andre Gomes. Nice touch. — Gary Lineker (@GaryLineker) November 6, 2019 „Ég verð að segja að mér þykir þetta virkilega leitt en ég varð samt sem áður að ná upp einbeitingu fyrir mitt lið. Ég varð að halda áfram því það voru réttu viðbrögðin eftir að hafa fengið allan þennan góða stuðning,“ sagði Son Heung-min. Bæði mörk Son Heung-min komu á fjögurra mínútna kafla en Tottenham vann leikinn 4-0. Athygli vakti líka að Son Heung-min fagnaði ekki fyrra markinu heldur horfði í myndavélina og virtist biðja Andre Gomes afsökunar í gegnum sjónvarpið. Það má sjá það hér fyrir neðan.Klippa: Son baðst afsökunar eftir markið sitt Andre Gomes sjálfur er kominn heim eftir aðgerðina og það lítur allt vel út upp á endurkomu að gera. Andre Gomes þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Sjá meira