Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína lækkar hagvöxt á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 6. nóvember 2019 19:00 Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi. Spá Seðlabankans sem birt var í dag gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í markmið hans fyrir áramót. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því vor og standa nú í 3 prósentum. Flestar aðrar kennitölur í peningamálum bankans horfa hins vegar til verri vegar. Þannig er áfram spáð 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á þessu ári og að hann vaxi minna á næsta ári en spár gerðu ráð fyrir, eða um 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samdrátt megi rekja til minni útflutnings vegna falls WOW, minni útflutnings áls, sjávarvarafurða vegna loðnubrests og viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína. „Þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka,“ segir Ásgeir. En eins og sjá má á rauðu línunni hefur hagvöxtur lækkað úr 7 prósentum árið 2017 í 0,2 prósent á þessu ári. „Þannig að þetta skiptir töluvert miklu máli fyrir okkur. Við að einhverju leyti óttumst að þessar spár sem við gefum út núna séu of bjartsýnar ef horfur úti versna,“ segir seðlabankastjóri. Viss sárabót felst hins vegar í lækkun vaxta. Vextir í heiminum eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í dag hafa stýrivextir og raunvextir á Íslandi aldrei verið lægri. Ásgeir segir lækkanir stýrivaxta hafa skilað sér með lægri vöxtum upp á um 0,6 prósentur til heimila og fyrirtækja. En merki séu um samdrátt í útlánum, sem þurfi að auka til nýrra atvinnugreina. „Við vonumst til þess að þessi vaxtalækkun muni koma fram á næsta ári í aukinni fjárfestingu. Við sjáum störf skapast í tengslum við lægri fjármagnskostnað og spár bankans gera ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15 Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04 Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína hefur dregið úr hagvexti um allan heim, mest í ríkjunum tveimur, en einnig á Íslandi. Spá Seðlabankans sem birt var í dag gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í markmið hans fyrir áramót. Stýrivextir hafa verið lækkaðir um 1,5 prósentur frá því vor og standa nú í 3 prósentum. Flestar aðrar kennitölur í peningamálum bankans horfa hins vegar til verri vegar. Þannig er áfram spáð 0,2 prósenta samdrætti í hagvexti á þessu ári og að hann vaxi minna á næsta ári en spár gerðu ráð fyrir, eða um 1,6 prósent í stað 1,9 prósenta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að samdrátt megi rekja til minni útflutnings vegna falls WOW, minni útflutnings áls, sjávarvarafurða vegna loðnubrests og viðskiptadeilna Bandaríkjanna og Kína. „Þær virðast vera að draga niður hagvöxt í öllum heiminum nokkuð jafnt. Þá hefur það líka áhrif á okkur. Við erum lítið opið hagkerfi sem er náttúrlega háð því að flytja út vörur og þetta er að hafa neikvæð áhrif á okkur líka,“ segir Ásgeir. En eins og sjá má á rauðu línunni hefur hagvöxtur lækkað úr 7 prósentum árið 2017 í 0,2 prósent á þessu ári. „Þannig að þetta skiptir töluvert miklu máli fyrir okkur. Við að einhverju leyti óttumst að þessar spár sem við gefum út núna séu of bjartsýnar ef horfur úti versna,“ segir seðlabankastjóri. Viss sárabót felst hins vegar í lækkun vaxta. Vextir í heiminum eru í sögulegu lágmarki um þessar mundir. Eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti um 0,25 prósentur í dag hafa stýrivextir og raunvextir á Íslandi aldrei verið lægri. Ásgeir segir lækkanir stýrivaxta hafa skilað sér með lægri vöxtum upp á um 0,6 prósentur til heimila og fyrirtækja. En merki séu um samdrátt í útlánum, sem þurfi að auka til nýrra atvinnugreina. „Við vonumst til þess að þessi vaxtalækkun muni koma fram á næsta ári í aukinni fjárfestingu. Við sjáum störf skapast í tengslum við lægri fjármagnskostnað og spár bankans gera ráð fyrir því,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15 Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04 Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Markaðurinn krefst fleiri fjárfesta Stórir einkafjárfestar segja að fleiri fjárfesta vanti inn á markaðinn og meira fjármagn þurfi að vera í virkri stýringu. Fari Kauphöllin í vísitölu MSCI mun það hafa jákvæð áhrif á virkni markaðarins. 6. nóvember 2019 07:15
Vextir á Íslandi hafa aldrei verið lægri Stýrivexti og raunvextir hafa aldrei verið eins lágir á Íslandi og nú eftir að Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti niður í þrjú prósent í morgun. Bankinn reiknar með að verðbólga verði komin niður í markmið hans fyrir áramót. 6. nóvember 2019 12:04
Stýrivextir halda áfram að lækka Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 3%. 6. nóvember 2019 08:56