Grunuðum morðingjum tókst að flýja úr fangelsi í Kaliforníu Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2019 09:03 Jonathan Salazar og Santos Samuel Fonseca. Lögregla í Monterey Lögregla í Kaliforníu hefur birt myndir af tveimur grunuðum morðingjum sem tókst að flýja úr fangelsi í ríkinu á dögunum. Þeir Santos Samuel Fonseca, 21 ára, og hinn tvítugi Jonathan Salazar skriðu í gegnum gat, 55 sentimetrar í þvermál, sem þeir höfðu gert í lofti baðherbergis í fangelsinu í Salinas, suður af San Francisco.Fangarnir skriðu í gegnum gat í lofti baðherbergis.Lögregla í MontereyLögreglustjóri segir að mönnunum hafi tekist að nýta sér „glufu“ og fundið stað þar sem eftirliti var ábótavant. Þeir hafa verið ákærðir í tveimur aðskildum morðmálum bíða réttarhalda. Þeir Fonseca og Salazar flúðu úr fangelsinu á sunnudaginn og lýsa talsmenn yfirvalda mönnunum sem vopnuðum og hættulegum. Lögregla hefur boðið fimm þúsund dali, um 600 þúsund krónur, fyrir upplysingar sem leiða til að mennirnir verði handsamaðir. Mennirnir virðast hafa skriðið í gegnum gatið og í gegnum lagnarými milli veggja þar til að þeir komu að hlera sem þeir fóru út um. Hlerinn var á bakhlið fangelsisins þar sem ekki er að finna neinar öryggisgirðingar. Fonseca er sakaður um að hafa myrt þá Lorenzo Gomez Acosta, 37 ára, og Ernesto Garcia Cruz, 27 ára, með fjögurra daga millibili í júní 2018. Salazar er hins vegar ákærður fyrir að hafa skotið hinn tvítuga Jaime Martinez til bana í október 2017. Þeir hafa báðir neitað sök.Lagnarýmið sem þeir skriðu í gegnum.Lögregla í MontereyEscape from Monterey County Jail. Inmates Santos Fonseca (left) and Jonathan Salazar (right) escaped from jail this morning. Both were in custody for murder and other violent charges. Please call MCSO at 755-3722 with any information of their whereabouts pic.twitter.com/uxIACTb2OT — Monterey Co Sheriff (@MCoSheriff) November 3, 2019 Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Lögregla í Kaliforníu hefur birt myndir af tveimur grunuðum morðingjum sem tókst að flýja úr fangelsi í ríkinu á dögunum. Þeir Santos Samuel Fonseca, 21 ára, og hinn tvítugi Jonathan Salazar skriðu í gegnum gat, 55 sentimetrar í þvermál, sem þeir höfðu gert í lofti baðherbergis í fangelsinu í Salinas, suður af San Francisco.Fangarnir skriðu í gegnum gat í lofti baðherbergis.Lögregla í MontereyLögreglustjóri segir að mönnunum hafi tekist að nýta sér „glufu“ og fundið stað þar sem eftirliti var ábótavant. Þeir hafa verið ákærðir í tveimur aðskildum morðmálum bíða réttarhalda. Þeir Fonseca og Salazar flúðu úr fangelsinu á sunnudaginn og lýsa talsmenn yfirvalda mönnunum sem vopnuðum og hættulegum. Lögregla hefur boðið fimm þúsund dali, um 600 þúsund krónur, fyrir upplysingar sem leiða til að mennirnir verði handsamaðir. Mennirnir virðast hafa skriðið í gegnum gatið og í gegnum lagnarými milli veggja þar til að þeir komu að hlera sem þeir fóru út um. Hlerinn var á bakhlið fangelsisins þar sem ekki er að finna neinar öryggisgirðingar. Fonseca er sakaður um að hafa myrt þá Lorenzo Gomez Acosta, 37 ára, og Ernesto Garcia Cruz, 27 ára, með fjögurra daga millibili í júní 2018. Salazar er hins vegar ákærður fyrir að hafa skotið hinn tvítuga Jaime Martinez til bana í október 2017. Þeir hafa báðir neitað sök.Lagnarýmið sem þeir skriðu í gegnum.Lögregla í MontereyEscape from Monterey County Jail. Inmates Santos Fonseca (left) and Jonathan Salazar (right) escaped from jail this morning. Both were in custody for murder and other violent charges. Please call MCSO at 755-3722 with any information of their whereabouts pic.twitter.com/uxIACTb2OT — Monterey Co Sheriff (@MCoSheriff) November 3, 2019
Bandaríkin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira