Átta börn lifðu mannskæða árás af í Mexíkó Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2019 22:15 Ættingi sýnir blaðamanni AP myndir af fórnarlömbum árásarinnar. AP/Rick Bowmer Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó. Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Átta börn flúðu úr þremur bílum og földu sig í runnum og öðrum gróðri á meðan sex önnur börn og þrjár konur, mæður barnanna, voru skotin til bana af vígamönnum glæpasamtaka í Mexíkó. Fórnarlömb árásarinnar voru í LeBaron fjölskyldunni svokölluðu, klofningshópi úr samfélagi mormóna, sem fluttist til Mexíkó fyrir nokkrum áratugum. Meðal hinna látnu voru átta mánaða tvíburar en minnst fimm þeirra sem lifðu af særðust í árásinni. Eitt þeirra var með skotsár á andliti, annað á fæti og ein var með skotsár á bæði baki og fæti. Einn drengur er sagður hafa falið börnin og gengið eftir hjálp. Þá gekk stúlka sem særðist í árásinni í aðra átt eftir hjálp. Konurnar þrjár voru að keyra þremur bílum eftir malarvegi þegar skothríðin hófst. Einhverjir hinna látnu eru sagðir hafa verið skotnir niður á hlaupum frá bílunum. AP fréttaveitan hefur eftir saksóknunum og fjölskyldumeðlimum að ein konan hafi stokkið út úr bíl sínum og veifað höndunum til að sýna að engin ógn stæði af þeim. Hún var þó skotin til bana.Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, segir að talið sé að umsátrið hafi verið ætlað meðlimum annarra glæpasamtaka en tvö samtök eiga í átökum á svæðinu.Mikil skothríð Rannsakendur fundu minnst tvö hundruð skothylki á vettvangi árásarinnar, sem spannar nokkra kílómetra á veginum. Ættingjar segja hópinn hafa verið á leið til Bandaríkjanna frá smábænum Bavispe í Sonora þegar árásin var gerð. Fregnum ber þó ekki saman um hvert ferð þeirra var heitið. Svo virðist sem að kviknað hafi í einum bílnum eftir að skot hæfðu eldsneytistank hans. Ein kona og fjögur börn hennar dóu í bílnum. Öll hin fórnarlömbin voru skotin til bana. Eins og sagt var frá fyrr í dag bauð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, yfirvöldum Mexíkó aðstoð við að há stríð gegn glæpasamtökunum og „þurrka þau út“. Trump sagði Andrés Manuel López Obrador, núverandi forseta Mexíkó, hafa reynt að berjast gegn glæpasamtökum þar í landi en þau væru orðin svo stór og kröftug að nauðsynlegt væri að beita her gegn þeim.Vill berjast á eigin forsendum Obrador hafnaði þó tilboðinu og sagði forvera sína hafa reynt að berjast með slíkum hætti gegn glæpasamtökum og það hafi ekki borið árangur. Obrador hefur jafnvel verið gagnrýndur fyrir linkind gegn glæpasamtökum Meðlimir fjölskyldunnar sögðu LA Times að á svæðinu þar sem fjölskyldan býr séu lögregluþjónar eða hermenn sjaldan sjáanlegir. Glæpamenn setji jafnvel upp vegatálma og stöðvi umferð.Sjá einnig: Forseti Mexíkó ver þá ákvörðun að sleppa GuzmanBandarískir embættismenn eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt stefnu Obrador og sakað ríkisstjórn hans um að vera ráðalausa gegn glæpasamtökum Mexíkó. Hann hefur þó ekki tekið þeirri gagnrýni fagnandi og hefur sagt að um innanríkismál sé að ræða sem komi öðrum þjóðum ekki við. Hann ítrekaði það á blaðamannafundi í dag og sagði að ríkisstjórn hans myndi bregðast við í samræmi við lög og fullveldi Mexíkó.
Mexíkó Tengdar fréttir Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Sjá meira
Sex börn bandarískra mormóna í hópi látinna í árás í Mexíkó Að minnsta kosti níu bandarískir ríkisborgarar, þar af sex börn, eru í hópi látinna eftir árás vígamanna mexíkósks eiturlyfjahrings í norðurhluta landsins. 5. nóvember 2019 14:49