
U-beygja í vinnurétti
Aðdragandi málsins var sá að starfsmanni félags á almennum vinnumarkaði var sagt upp störfum með löglegum uppsagnarfresti. Við uppsögnina var starfsmanninum tjáð að ástæða þess að verið væri að segja honum upp væri sú að þrjár samstarfskonur hans hefðu kvartað undan áreitni af hans hálfu. Þær vildu ekki koma fram undir nafni. Þegar starfsmanninum var gert kleift að koma sjónarmiðum sínum á framfæri kannaðist hann hins vegar ekki við meinta kynferðislega áreitni. Hann taldi að nafnleyndin væri væri þess valdandi að hann gæti ekki varið sig.
Starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða og tilfinningalegu tjóni vegna aðgerða félagsins og höfðaði mál á hendur atvinnurekanda og framkvæmdastjóra félagsins persónulega. Héraðsdómur dæmdi honum 4 milljónir króna í skaðabætur að álitum, til viðbótar við þriggja mánaða laun á uppsagnarfresti sem honum höfðu þegar verið greiddar án vinnuframlags. Að auki voru starfsmanninum dæmdar miskabætur upp á 1,5 milljón króna. Framkvæmdastjóri félagsins var dæmdur persónulega til að greiða starfsmanninum bætur svo og málskostnað sameiginlega með fyrirtækinu.
Dómurinn byggir niðurstöðu sína á því að ekki hafi verið fylgt reglugerð Vinnueftirlits ríkisins nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum og víkur þannig til hliðar þeim samningum sem lágu að baki ráðningarsambandi aðila. Reglugerðin, sem sett var til að vernda stöðu þolenda eineltis á vinnustað, verður þarna til þess að tryggja rétt meints geranda.
Dómurinn fann einnig að því að starfsmanninum hefði ekki verið gefinn kostur á að breyta hegðun sinni. Dómurinn lítur hins vegar algerlega fram hjá þeirri staðreynd að umræddur starfsmaður var ekki opinber starfsmaður. Þar sem hann er ekki opinber starfsmaður eiga ákvæði stjórnsýslulaga ekki við um ráðninguna, hvað þá lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þannig eiga ekki við reglur um áminningu. Hvorki í ráðningarsamningi né í kjarasamningi mannsins eru honum tryggð þau réttindi. Það sem þó er enn athyglisverðara er sú staðreynd að stefnandi málsins byggði mál sitt ekki á þessum atriðum.
Nú er það svo að atvinnurekandi á almennum vinnumarkaði hefur fulla heimild til að segja upp starfsfólki sínu, svo framarlega sem hann gerir það með samningsbundnum uppsagnarfresti. Víða í kjarasamningum er þó að finna ákvæði um að starfsmenn eigi rétt á að vita ástæður uppsagnar. Ástæður uppsagnarinnar hafa hingað til ekki skipt máli eða stofnað atvinnurekendum bótaskyldu svo framarlega sem ráðningarsamningur hafi ekki verið brotinn. Í þeim kjarasamningi sem gildir í þessu máli er ekki að finna nokkurt ákvæði um skyldur atvinnurekanda til að greina frá ástæðum uppsagnar. Því var heldur ekki haldið fram í málinu að eitthvað hefði verið aðfinnsluvert við framkvæmd uppsagnarinnar.
Hins vegar er að finna eftirfarandi ákvæði í 27. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008: Atvinnurekendum er óheimilt að segja starfsmanni upp störfum sökum þess að hann hafi krafist leiðréttingar á grundvelli laga þessara.Atvinnurekandi skal jafnframt gæta þess að starfsmaður verði ekki beittur óréttlæti í starfi, svo sem með tilliti til starfsöryggis, starfskjara eða mats á árangri, á grundvelli þess að hafa kært eða veitt upplýsingar um kynbundna eða kynferðislega áreitni eða kynjamismunun. Persónuvernd hafði ennfremur fjallað um málið og komist að þeirri niðurstöðu að starfsmaðurinn hefði fengið allar upplýsingar sem hann hafði rétt á að fá. Það eru þessar aðstæður sem framkvæmdastjórinn stóð frammi fyrir.
Dómur héraðsdóms ber merki um að þar hafi verið tekin U-beygja í vinnurétti. Í málinu er sjónarmiðum úr opinberum vinnurétti beitt um ráðningarsamband á almennum vinnumarkaði. Þetta er gert með því að vísa til reglugerðar sem á að sporna gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Þá vekur athygli að starfsmanni hafi verið dæmdar skaðabætur þar sem hann naut fullra launa á uppsagnarfresti og ekki sýnt fram á að hann hafi orðið af tekjum í kjölfar uppsagnarinnar. Það hljóta að vera gleðitíðindi fyrir stéttarfélög á almennum vinnumarkaði að starfsmenn geti átt rétt til skaðabóta þótt þeir hafi notið fullra launa á uppsagnarfresti. Að sama skapi hljóta samtök atvinnurekenda að vera hugsi yfir þessum dómi.
Á meðan niðurstöðu Landsréttar er beðið getur fólk velt fyrir sér hvort hér hafi U-beygja verið tekin í vinnurétti.
Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Skoðun
Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið
Árni Stefán Árnason skrifar

Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð
Ólafur Sigurðsson skrifar

Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga
Marta Wieczorek skrifar

Raunveruleg úrræði óskast takk!
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

(Ó)merkilegir íbúar
Örn Smárason skrifar

Vangaveltur um ábyrgð og laun
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Til hvers að læra iðnnám?
Jakob Þór Möller skrifar

Komir þú á Grænlands grund
Gunnar Pálsson skrifar

Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg
Ósk Sigurðardóttir skrifar

Hlustum á náttúruna
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Skattheimta sem markmið í sjálfu sér
Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar

Tæknin hjálpar lesblindum
Guðmundur S. Johnsen skrifar

Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni
Sigurjón Þórðarson skrifar

Opið bréf til Friðriks Þórs
Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar

Skjólveggur af körlum og ungum mönnum
Ólafur Elínarson skrifar

Menntamál eru ekki afgangsstærð
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

‘Vók’ er djók
Alexandra Briem skrifar

Er friður tálsýn eða verkefni?
Inga Daníelsdóttir skrifar

Kattahald
Jökull Jörgensen skrifar

Framtíðin er rafmögnuð
Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar

Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum
Erna Bjarnadóttir skrifar

Þjóðarmorðið í blokkinni
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu
Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar

Ég hataði rafíþróttir!
Þorvaldur Daníelsson skrifar

Því miður hefur lítið breyst
Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar

Versta sem Ísland gæti gert
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar