Nasisti ætlaði að sprengja bænahús í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 20:56 Einn útsendari FBI hafði upprunalega samband við Holzer í gegnum Facebook. Sá þóttist vera ung kona sem styddi málstað nýnasista. Vísir/Getty Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku á föstudaginn mann sem ætlaði sér að sprengja bænahús gyðinga í loft upp. Hinn 27 ára Richard Holzer vildi jafna húsið, sem er í Pueblo í Colorado, við jörðu og sagði að árásin yrði liður í heilögu stríði kynþátta. Hann sagði útsendurum sem þóttust vera hliðhollir honum að hann vildi sömuleiðis eitra fyrir gyðingum í borginni. Einn útsendari FBI hafði upprunalega samband við Holzer í gegnum Facebook. Sá þóttist vera ung kona sem styddi málstað nýnasista. Í samskiptum þeirra sagðist Holzer vera nýnasisti og fyrrverandi meðlimir Ku Klux Klan. Holzer sagðist upprunalega vilja beita bensínsprengjum gegn bænahúsinu en sagðist svo vilja beita einhverju öflugra. Útsendarar FBI sem voru í samskiptum við hann sögðust geta útvegað rörasprengjur og dínamít. Þann 1. nóvember hitti Holzer þrjá útsendara FBI og mætti hann skreyttur nasistatáknum á fund þeirra. Hann var svo handtekinn þegar hann tók á móti gervi-sprengjum frá útsendurunum og sagði þeim að hann ætlaði að nota sprengjurnar seinna á föstudeginum.Samkvæmt ákæru var hann spurður hvað hann myndi gera ef einhver yrði í bænahúsinu. Þá sagði hann að honum væri alveg sama. Það yrðu ekkert nema gyðingar þar inni. Hann játaði að hafa ætlað að fremja árásina. Verði hann fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að tuttugu ár. Bandaríkin Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku á föstudaginn mann sem ætlaði sér að sprengja bænahús gyðinga í loft upp. Hinn 27 ára Richard Holzer vildi jafna húsið, sem er í Pueblo í Colorado, við jörðu og sagði að árásin yrði liður í heilögu stríði kynþátta. Hann sagði útsendurum sem þóttust vera hliðhollir honum að hann vildi sömuleiðis eitra fyrir gyðingum í borginni. Einn útsendari FBI hafði upprunalega samband við Holzer í gegnum Facebook. Sá þóttist vera ung kona sem styddi málstað nýnasista. Í samskiptum þeirra sagðist Holzer vera nýnasisti og fyrrverandi meðlimir Ku Klux Klan. Holzer sagðist upprunalega vilja beita bensínsprengjum gegn bænahúsinu en sagðist svo vilja beita einhverju öflugra. Útsendarar FBI sem voru í samskiptum við hann sögðust geta útvegað rörasprengjur og dínamít. Þann 1. nóvember hitti Holzer þrjá útsendara FBI og mætti hann skreyttur nasistatáknum á fund þeirra. Hann var svo handtekinn þegar hann tók á móti gervi-sprengjum frá útsendurunum og sagði þeim að hann ætlaði að nota sprengjurnar seinna á föstudeginum.Samkvæmt ákæru var hann spurður hvað hann myndi gera ef einhver yrði í bænahúsinu. Þá sagði hann að honum væri alveg sama. Það yrðu ekkert nema gyðingar þar inni. Hann játaði að hafa ætlað að fremja árásina. Verði hann fundinn sekur gæti hann setið í fangelsi í allt að tuttugu ár.
Bandaríkin Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira