Rekstrarkostnaður Zuism þrefaldaðist og tug milljóna eignir birtust Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2019 10:00 Bræðurnir Ágúst Arnar (t.v.) og Einar (t.h.) Ágústssynir eru einu skráðu stjórnarmenn Zuism eftir að Sóley Rut Magnúsdóttir, kona Einars, sagði sig úr stjórn í vor. Einar hlaut 3 ára og 9 mánaða fangelsisdóm vegna fjársvika í fyrra. Vísir Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. Rekstrarkostnaður félagsins þrefaldaðist, það greiddi laun í fyrsta skipti og það bætti skyndilega við sig tug milljóna króna eignum sem það hafði ekki gefið upp áður í fyrra. Þetta má lesa úr ársskýrslum sem Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, hefur skilað sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, fyrir undanfarin tvö ár. Vafi hefur leikið á því hvort raunveruleg starfsemi fari fram á vegum Zuism sem hefur engu að síður þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda undanfarin ár. Óvissa um starfsemi félagsins varð þó til þess að sýslumannsembættið lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í byrjun árs. Vísað var til vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga um trúfélög. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns er greiðslunum enn haldið eftir þar sem fullnægjandi skýringar hafi enn ekki fengist á starfsemi Zuism. Félagið höfðaði mál gegn ríkinu vegna þess að gjöldunum var haldið eftir og fer aðalmeðferð í því fram í desember samkvæmt upplýsingum ríkislögmanns. Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum fer fram á skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Siglufirði.Fréttablaðið/Pjetur Eignirnar árið 2017 meira en 82% af greiddum sóknargjöldum Leynd hefur ríkt yfir fjárreiðum Zuism en forstöðumaður þess lofar félögum endurgreiðslu á sóknargjöldum. Hann hefur þó aldrei viljað upplýsa um umfang þessara endurgreiðslna eða hvað verði um fjármuni félagsins í ljósi þess að engin starfsemi virðist fara fram á vegum þess. Ef marka má ársskýrslu sem Ágúst Arnar skilaði sýslumannsembættinu fyrir árið 2018 sankar Zuism að sér eignum. Árið 2017 segist félagið hafa átt 52,2 milljónir krónur í „aðrar eignir sem máli skipta“. Jukust eignirnar um 5,6 milljónir króna frá árinu áður þegar aðrar eignir Zuism voru sagðar nema 46,6 milljónum. Ekki liggur fyrir í hverju þær eignir felast. Athygli vekur að í árskýrslu Zuism fyrir árið 2017 voru eignir félagsins þessi tvö sömu ár sagðar engar. Zuism fékk greidd út sóknargjöld sem námu rúmum 53 milljónum króna sem haldið var eftir á meðan deilt var um hver færi með forráð í félaginu í byrjun október árið 2017. Skýrslan var send sýslumanni 28. mars í fyrra, að minnsta kosti tveimur mánuðum eftir lokagreiðslu Fjársýslu ríkisins vegna ársins 2017. Ekki liggur fyrir hvers vegna eignir félagsins voru ekki gefnar upp í ársskýrslunni fyrir árið 2017. Samkvæmt uppgjöri Fjársýslu ríkisins á sóknargjöldum fyrir árin 2016 og 2017 fékk Zuism rúmar 63,5 milljónir króna fyrir þau ár. Eignirnar sem félagið gaf upp fyrir árið 2017 nema um 82,3% þeirri upphæð. Samtals hefur Zuism þegið um 84,7 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, fyrst og fremst árin 2016, 2017 og 2018. Í ársskýrslunni fyrir árið 2017 kom fram að Zuism hefði haft tæpar 35,7 milljónir króna í „óvenjuleg“ gjöld. Þá varð um átta milljóna króna tap á rekstri trúfélagsins. Engin slík gjöld er að finna í skýrslunni fyrir árið 2018. Tekjur félagsins af sóknargjöldum drógust töluvert saman á milli ára í samræmi við fækkun félagsmanna sem átti sér meðal annars stað eftir að hópurinn sem lofaði fyrst endurgreiðslum sóknargjalda hvatti fólk til að segja sig úr félaginu. Sóknargjöldin sem Zuism innheimti frá ríkinu lækkuðu þannig úr tæpum 31,5 milljónum árið 2017 í 22,1 milljón í fyrra, um 30% samdráttur. Trúfélagið Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b en umsjónamaður skrifstofugarða þar sagði Vísi í fyrra að trúfélagið hafi aldrei haft starfsemi þar.Vísir/Vilhelm „Samkomum“ fjölgaði um 36% en kostnaður tæplega fjórfaldaðist Þá stórjókst rekstrarkostnaður Zuism frá 2017 til 2018. Í skýrslunni fyrir árið 2017 gaf Ágúst Arnar upp rúmlega 4,3 milljóna króna rekstrarkostnað. Sá kostnaður var kominn upp í 12,4 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársskýrslu fyrir það ár. Í fyrra gaf Ágúst Arnar einnig í fyrsta skipti upp launakostnað fyrir hönd Zuism. Sagðist félagið hafa greitt fjórar milljónir króna í laun. Ekki kemur fram í skýrslunni vegna hvaða eða hversu margra starfsmanna sá kostnaður var. Þegar launakostnaðurinn er talinn með var heildarrekstrarkostnaður Zuism tæplega ferfalt meiri í fyrra en árið áður. Engar skýringar koma í skýrslunni hvers vegna rekstrarkostnaðurinn jókst svo mikið. Ágúst Arnar skráir í skýrsluna að Zuism hafi haldið 49 „reglulegar samkomur“ í fyrra, borið saman við 36 árið áður. Það er um 36% fjölgun. Engar upplýsingar um þær samkomur er þó að finna, hvorki á vefsíðu Zuism né Facebook-síðu þess. Zuism er enn sem fyrr skráð til lögheimilis að Nethyl 2b í Reykjavík í ársskýrslunni fyrir síðasta ár. Vísir fékk staðfest í fyrra að félagið hefði aldrei haft neina starfsemi þar þrátt fyrir að Ágúst Arnar hafi leigt þar skrifstofuaðstöðu um tíma. Zuism var fyrst skráð til heimilis að Nethyl mánuði eftir að Ágúst Arnar hætti að leigja þar. Aðalfundur sem auglýstur var á vefsíðu Zuism í fyrra var sagður hafa farið fram í Borgartúni 22 í Reykjavík. Ágúst Arnar hefur haldið því fram að ný stjórn hafi verið kjörin á þeim fundi en engar tilkynningar um það hafa verið birtar á vegum Zuism. Engin virkni hefur verið á Facebook-síðu Zuism frá því í mars. Facebook-síða stýrir lokuðum hóp sem nefnist „Virkir Zúistar“ sem var stofnaður 27. ágúst. Þar eru aðeins tveir félagar, að því er virðist. Ítrekaðri fyrirspurn Vísis um fjármál og starfsemi Zuism sem send var á póstfang félagsins var ekki svarað. Þá svaraði Ágúst Arnar hvorki símtölum blaðamanns né skilaboðum. Lokaði Facebook-hópurinn Virkir Zúistar virðist hafa verið stofnaður undir lok ágúst. Aðeins tveir félagar eru í honum og engin virkni hefur verið þar undanfarinn mánuð að minnsta kosti.Skjáskot Tveir núverandi og fyrrverandi stjórnendur hlutu þunga dóma vegna svika Zuism hlaut skráningu sem trúfélag árið 2013 en vakti fyrst athygli eftir að hópur fólks, ótengdur upphaflegum stofnendum, tók félagið yfir með það fyrir augum að mótmæla lagaumhverfi trúfélaga á Íslandi og lofaði félagsmönnum endurgreiðslum á sóknargjöldum árið 2015. Við það fjölgaði gríðarlega í félaginu sem varð á skömmum tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með rúmlega þrjú þúsund félagsmenn þegar mest lét. Deilur komu þá upp um hver færi raunverulega með yfirráð í félaginu og var á endanum Ágúst Arnar, einn þriggja upphaflegra stofnenda félagsins, viðurkenndur forstöðumaður þess í september árið 2017. Í kjölfarið greiddi ríkið félaginu út á sjötta tug milljóna króna sem það hafði haldið eftir í sóknargjöld á meðan greitt var úr óviss um forræði þess. Ágúst Arnar gerði loforðið um endurgreiðslur að sínu en hann hefur aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna. Engin starfsemi virðist fara fram á vegum félagsins og þá virðist það heimilislaust. Einu opinberu forsvarsmenn Zuism eru Ágúst Arnar og bróðir hans Einar sem hlaut þungan dóm fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum í fyrra. Saman hafa bræðurnir verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Ein slík söfnun var stöðvuð í tengslum við löggæslurannsókn á sínum tíma. Fyrsti forstöðumaður Zuism var skráður Ólafur Helgi Þorgrímsson en hann gegndi þeirri stöðu aðeins til febrúar árið 2014. Hann var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota vegna reksturs ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna í júní. Hann hefur sagst ótengdur Zuism. Zuism og Ágúst Arnar hafa aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis varðandi starfsemi og fjárreiður félagsins undanfarið ár. Rétt áður en Vísir sagði frá upplýsingum um fjármál félagsins eins og þær komu fram í ársskýrslu Zuism fyrir árið 2017 tilkynnti Ágúst Arnar skyndilega að hann ætlaði að láta af formennsku í félaginu í febrúar. Það dró hann til baka eftir að ljóst varð að sýslumaður hefði látið stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism. Samkvæmt upplýsingum Fjársýslu ríkisins ætti Zuism að fá um 17,6 milljónir króna í sóknargjöld miðað við félagafjölda 1. desember í fyrra. Þá voru 925 manns skráðir í félagið. Auk dómsmálsins vegna sóknargjaldanna sem Zuism hefur ekki fengið greidd frá því í febrúar rekur félagið mál til að fá ríkið til að greiða því dráttarvexti og bætur fyrir þann tíma sem sóknargjöldunum var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver færi réttileg með forráð yfir félaginu frá 2016 til 2017. Enginn forsvarsmaður Zuism var viðstaddur aðalmeðferð síðarnefnda dómsmálsins sem fór fram 22. október. Í tilkynningu sem var send ríkisskattstjóra í maí var Sóley Rut Magnúsdóttir, maki Einars, skráð úr stjórn Zuism. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Verulegar og óútskýrðar breytingar urðu á fjárhag trúfélagsins Zuism á milli áranna 2017 og 2018 ef marka má skýrslur þeirra til eftirlitsstofnunar. Rekstrarkostnaður félagsins þrefaldaðist, það greiddi laun í fyrsta skipti og það bætti skyndilega við sig tug milljóna króna eignum sem það hafði ekki gefið upp áður í fyrra. Þetta má lesa úr ársskýrslum sem Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism, hefur skilað sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, fyrir undanfarin tvö ár. Vafi hefur leikið á því hvort raunveruleg starfsemi fari fram á vegum Zuism sem hefur engu að síður þegið tugi milljóna króna úr ríkissjóði í formi sóknargjalda undanfarin ár. Óvissa um starfsemi félagsins varð þó til þess að sýslumannsembættið lét stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism í byrjun árs. Vísað var til vafa um að félagið uppfyllti skilyrði laga um trúfélög. Samkvæmt upplýsingum sýslumanns er greiðslunum enn haldið eftir þar sem fullnægjandi skýringar hafi enn ekki fengist á starfsemi Zuism. Félagið höfðaði mál gegn ríkinu vegna þess að gjöldunum var haldið eftir og fer aðalmeðferð í því fram í desember samkvæmt upplýsingum ríkislögmanns. Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum fer fram á skrifstofu sýslumannsins á Norðurlandi eystra á Siglufirði.Fréttablaðið/Pjetur Eignirnar árið 2017 meira en 82% af greiddum sóknargjöldum Leynd hefur ríkt yfir fjárreiðum Zuism en forstöðumaður þess lofar félögum endurgreiðslu á sóknargjöldum. Hann hefur þó aldrei viljað upplýsa um umfang þessara endurgreiðslna eða hvað verði um fjármuni félagsins í ljósi þess að engin starfsemi virðist fara fram á vegum þess. Ef marka má ársskýrslu sem Ágúst Arnar skilaði sýslumannsembættinu fyrir árið 2018 sankar Zuism að sér eignum. Árið 2017 segist félagið hafa átt 52,2 milljónir krónur í „aðrar eignir sem máli skipta“. Jukust eignirnar um 5,6 milljónir króna frá árinu áður þegar aðrar eignir Zuism voru sagðar nema 46,6 milljónum. Ekki liggur fyrir í hverju þær eignir felast. Athygli vekur að í árskýrslu Zuism fyrir árið 2017 voru eignir félagsins þessi tvö sömu ár sagðar engar. Zuism fékk greidd út sóknargjöld sem námu rúmum 53 milljónum króna sem haldið var eftir á meðan deilt var um hver færi með forráð í félaginu í byrjun október árið 2017. Skýrslan var send sýslumanni 28. mars í fyrra, að minnsta kosti tveimur mánuðum eftir lokagreiðslu Fjársýslu ríkisins vegna ársins 2017. Ekki liggur fyrir hvers vegna eignir félagsins voru ekki gefnar upp í ársskýrslunni fyrir árið 2017. Samkvæmt uppgjöri Fjársýslu ríkisins á sóknargjöldum fyrir árin 2016 og 2017 fékk Zuism rúmar 63,5 milljónir króna fyrir þau ár. Eignirnar sem félagið gaf upp fyrir árið 2017 nema um 82,3% þeirri upphæð. Samtals hefur Zuism þegið um 84,7 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda, fyrst og fremst árin 2016, 2017 og 2018. Í ársskýrslunni fyrir árið 2017 kom fram að Zuism hefði haft tæpar 35,7 milljónir króna í „óvenjuleg“ gjöld. Þá varð um átta milljóna króna tap á rekstri trúfélagsins. Engin slík gjöld er að finna í skýrslunni fyrir árið 2018. Tekjur félagsins af sóknargjöldum drógust töluvert saman á milli ára í samræmi við fækkun félagsmanna sem átti sér meðal annars stað eftir að hópurinn sem lofaði fyrst endurgreiðslum sóknargjalda hvatti fólk til að segja sig úr félaginu. Sóknargjöldin sem Zuism innheimti frá ríkinu lækkuðu þannig úr tæpum 31,5 milljónum árið 2017 í 22,1 milljón í fyrra, um 30% samdráttur. Trúfélagið Zuism er skráð með lögheimili að Nethyl 2b en umsjónamaður skrifstofugarða þar sagði Vísi í fyrra að trúfélagið hafi aldrei haft starfsemi þar.Vísir/Vilhelm „Samkomum“ fjölgaði um 36% en kostnaður tæplega fjórfaldaðist Þá stórjókst rekstrarkostnaður Zuism frá 2017 til 2018. Í skýrslunni fyrir árið 2017 gaf Ágúst Arnar upp rúmlega 4,3 milljóna króna rekstrarkostnað. Sá kostnaður var kominn upp í 12,4 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársskýrslu fyrir það ár. Í fyrra gaf Ágúst Arnar einnig í fyrsta skipti upp launakostnað fyrir hönd Zuism. Sagðist félagið hafa greitt fjórar milljónir króna í laun. Ekki kemur fram í skýrslunni vegna hvaða eða hversu margra starfsmanna sá kostnaður var. Þegar launakostnaðurinn er talinn með var heildarrekstrarkostnaður Zuism tæplega ferfalt meiri í fyrra en árið áður. Engar skýringar koma í skýrslunni hvers vegna rekstrarkostnaðurinn jókst svo mikið. Ágúst Arnar skráir í skýrsluna að Zuism hafi haldið 49 „reglulegar samkomur“ í fyrra, borið saman við 36 árið áður. Það er um 36% fjölgun. Engar upplýsingar um þær samkomur er þó að finna, hvorki á vefsíðu Zuism né Facebook-síðu þess. Zuism er enn sem fyrr skráð til lögheimilis að Nethyl 2b í Reykjavík í ársskýrslunni fyrir síðasta ár. Vísir fékk staðfest í fyrra að félagið hefði aldrei haft neina starfsemi þar þrátt fyrir að Ágúst Arnar hafi leigt þar skrifstofuaðstöðu um tíma. Zuism var fyrst skráð til heimilis að Nethyl mánuði eftir að Ágúst Arnar hætti að leigja þar. Aðalfundur sem auglýstur var á vefsíðu Zuism í fyrra var sagður hafa farið fram í Borgartúni 22 í Reykjavík. Ágúst Arnar hefur haldið því fram að ný stjórn hafi verið kjörin á þeim fundi en engar tilkynningar um það hafa verið birtar á vegum Zuism. Engin virkni hefur verið á Facebook-síðu Zuism frá því í mars. Facebook-síða stýrir lokuðum hóp sem nefnist „Virkir Zúistar“ sem var stofnaður 27. ágúst. Þar eru aðeins tveir félagar, að því er virðist. Ítrekaðri fyrirspurn Vísis um fjármál og starfsemi Zuism sem send var á póstfang félagsins var ekki svarað. Þá svaraði Ágúst Arnar hvorki símtölum blaðamanns né skilaboðum. Lokaði Facebook-hópurinn Virkir Zúistar virðist hafa verið stofnaður undir lok ágúst. Aðeins tveir félagar eru í honum og engin virkni hefur verið þar undanfarinn mánuð að minnsta kosti.Skjáskot Tveir núverandi og fyrrverandi stjórnendur hlutu þunga dóma vegna svika Zuism hlaut skráningu sem trúfélag árið 2013 en vakti fyrst athygli eftir að hópur fólks, ótengdur upphaflegum stofnendum, tók félagið yfir með það fyrir augum að mótmæla lagaumhverfi trúfélaga á Íslandi og lofaði félagsmönnum endurgreiðslum á sóknargjöldum árið 2015. Við það fjölgaði gríðarlega í félaginu sem varð á skömmum tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með rúmlega þrjú þúsund félagsmenn þegar mest lét. Deilur komu þá upp um hver færi raunverulega með yfirráð í félaginu og var á endanum Ágúst Arnar, einn þriggja upphaflegra stofnenda félagsins, viðurkenndur forstöðumaður þess í september árið 2017. Í kjölfarið greiddi ríkið félaginu út á sjötta tug milljóna króna sem það hafði haldið eftir í sóknargjöld á meðan greitt var úr óviss um forræði þess. Ágúst Arnar gerði loforðið um endurgreiðslur að sínu en hann hefur aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna. Engin starfsemi virðist fara fram á vegum félagsins og þá virðist það heimilislaust. Einu opinberu forsvarsmenn Zuism eru Ágúst Arnar og bróðir hans Einar sem hlaut þungan dóm fyrir að svíkja tugi milljóna króna út úr fjórum einstaklingum í fyrra. Saman hafa bræðurnir verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna safnana þeirra á fjáröflunarsíðunni Kickstarter. Ein slík söfnun var stöðvuð í tengslum við löggæslurannsókn á sínum tíma. Fyrsti forstöðumaður Zuism var skráður Ólafur Helgi Þorgrímsson en hann gegndi þeirri stöðu aðeins til febrúar árið 2014. Hann var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota vegna reksturs ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna í júní. Hann hefur sagst ótengdur Zuism. Zuism og Ágúst Arnar hafa aldrei svarað ítrekuðum fyrirspurnum Vísis varðandi starfsemi og fjárreiður félagsins undanfarið ár. Rétt áður en Vísir sagði frá upplýsingum um fjármál félagsins eins og þær komu fram í ársskýrslu Zuism fyrir árið 2017 tilkynnti Ágúst Arnar skyndilega að hann ætlaði að láta af formennsku í félaginu í febrúar. Það dró hann til baka eftir að ljóst varð að sýslumaður hefði látið stöðva greiðslur sóknargjalda til Zuism. Samkvæmt upplýsingum Fjársýslu ríkisins ætti Zuism að fá um 17,6 milljónir króna í sóknargjöld miðað við félagafjölda 1. desember í fyrra. Þá voru 925 manns skráðir í félagið. Auk dómsmálsins vegna sóknargjaldanna sem Zuism hefur ekki fengið greidd frá því í febrúar rekur félagið mál til að fá ríkið til að greiða því dráttarvexti og bætur fyrir þann tíma sem sóknargjöldunum var haldið eftir á meðan skorið var úr um hver færi réttileg með forráð yfir félaginu frá 2016 til 2017. Enginn forsvarsmaður Zuism var viðstaddur aðalmeðferð síðarnefnda dómsmálsins sem fór fram 22. október. Í tilkynningu sem var send ríkisskattstjóra í maí var Sóley Rut Magnúsdóttir, maki Einars, skráð úr stjórn Zuism.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40 Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00 Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Sjá meira
Einn stofnenda Zuism dæmdur til að greiða 143 milljónir vegna skattsvika Ólafur Helgi Þorgrímsson var dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að vanframtelja hundruð milljóna króna í rekstri ferðaskrifstofu hans. Hann þarf einnig að greiða 143 milljóna króna sekt eða sæta tæplega árs fangelsi ella. 26. júní 2019 08:40
Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47
Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Eftirlitsaðili með starfsemi trúfélaga telur vafa leika því að Zuism uppfylli skilyrði laga. Félagið hefur stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda. 16. apríl 2019 21:00
Zúistar telja ósannað að loforð um endurgreiðslur hafi fjölgað félögum Krafa trúfélagsins dularfulla Zuism gegn ríkinu var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ríkið heldur enn eftir sóknargjöldum félagsins vegna óvissu um að það uppfylli skilyrði laga. 22. október 2019 15:30
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15