Ráðgjafa vikið fyrir meintan dónaskap Björn Þorfinnsson skrifar 4. nóvember 2019 06:15 Vinnueftirlitið fylgist með umhverfi vinnandi fólks. Fréttablaðið/Stefán Mikil ólga hefur ríkt meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins undanfarin misseri. Starfsandi er lélegur og mikill samskiptavandi milli stjórnenda og almennra starfsmanna. Starfsmannavelta hefur verið mikil á árinu og eins og greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins leiddi nýleg könnun meðal starfsmanna í ljós að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, sem tók við forstjórastöðu stofnunarinnar fyrir tæpu ári, sagði að niðurstöður könnunarinnar væru litnar mjög alvarlegum augum og að fyrirtækið hefði gripið til ýmissa aðgerða til þess að laga ástandið. Meðal annars var útbúin ný viðbragðsáætlun þegar starfsmenn tilkynntu um möguleg eineltistilvik og gerður var samningur við sálfræðistofu sem starfsmenn geta leitað til. Þá var skipulögð sérstök samskiptastofa til þess að bæta samskipti innan stofnunarinnar og nýrri mannauðsáætlun ýtt úr vör. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Einn eigenda Attentus sinnti verkefninu í byrjun árs en var gert að hverfa frá störfum fyrir meintan dónaskap í garð starfsmanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nefndi trúnaðarmaður við nefndan fulltrúa Attentus að margir starfsmenn vinnuvéladeildar stofnunarinnar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsanda innan eftirlitsins. Á hann að hafa svarað þessum áhyggjum trúnaðarmanns á þá leið að hann hefði engar áhyggjur af að missa starfsmennina því að þeir myndu aldrei fá vinnu annars staðar. Þegar ummælin spurðust út féllu þau í grýttan jarðveg meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í kjölfarið skrifuðu fulltrúar starfsmanna hjá tveimur stéttarfélögum, Sameyki og BHM, undir bréf þar sem þeir kröfðust þess að viðkomandi viki frá störfum vegna samskiptanna. Bréfið var sent á Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra en að auki var það sent á Hönnu Sigríði forstjóra, Attentus og stéttarfélögin. Heimildir Fréttablaðsins herma að starfsmönnunum sem skrifuðu bréfið hafi verið skipað að draga það til baka og hótað málsókn ef ekki yrði orðið við því. Starfsmennirnir hafi þó staðið á sínu. Afleiðingarnar urðu þær að eigandinn fyrrnefndi sagði sig frá verkefninu og nýr ráðgjafi frá Attentus tók við verkefninu. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira
Mikil ólga hefur ríkt meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins undanfarin misseri. Starfsandi er lélegur og mikill samskiptavandi milli stjórnenda og almennra starfsmanna. Starfsmannavelta hefur verið mikil á árinu og eins og greint var frá í helgarblaði Fréttablaðsins leiddi nýleg könnun meðal starfsmanna í ljós að fjórði hver starfsmaður taldi sig hafa orðið fyrir einelti á vinnustaðnum. Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, sem tók við forstjórastöðu stofnunarinnar fyrir tæpu ári, sagði að niðurstöður könnunarinnar væru litnar mjög alvarlegum augum og að fyrirtækið hefði gripið til ýmissa aðgerða til þess að laga ástandið. Meðal annars var útbúin ný viðbragðsáætlun þegar starfsmenn tilkynntu um möguleg eineltistilvik og gerður var samningur við sálfræðistofu sem starfsmenn geta leitað til. Þá var skipulögð sérstök samskiptastofa til þess að bæta samskipti innan stofnunarinnar og nýrri mannauðsáætlun ýtt úr vör. Vinnueftirlitið hefur keypt þjónustu frá ráðgjafarfyrirtækinu Attentus varðandi mannauðsmál stofnunarinnar. Einn eigenda Attentus sinnti verkefninu í byrjun árs en var gert að hverfa frá störfum fyrir meintan dónaskap í garð starfsmanna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins nefndi trúnaðarmaður við nefndan fulltrúa Attentus að margir starfsmenn vinnuvéladeildar stofnunarinnar íhuguðu að hætta störfum vegna óánægju með laun og ekki síður starfsanda innan eftirlitsins. Á hann að hafa svarað þessum áhyggjum trúnaðarmanns á þá leið að hann hefði engar áhyggjur af að missa starfsmennina því að þeir myndu aldrei fá vinnu annars staðar. Þegar ummælin spurðust út féllu þau í grýttan jarðveg meðal starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í kjölfarið skrifuðu fulltrúar starfsmanna hjá tveimur stéttarfélögum, Sameyki og BHM, undir bréf þar sem þeir kröfðust þess að viðkomandi viki frá störfum vegna samskiptanna. Bréfið var sent á Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra en að auki var það sent á Hönnu Sigríði forstjóra, Attentus og stéttarfélögin. Heimildir Fréttablaðsins herma að starfsmönnunum sem skrifuðu bréfið hafi verið skipað að draga það til baka og hótað málsókn ef ekki yrði orðið við því. Starfsmennirnir hafi þó staðið á sínu. Afleiðingarnar urðu þær að eigandinn fyrrnefndi sagði sig frá verkefninu og nýr ráðgjafi frá Attentus tók við verkefninu.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Appelsínugular viðvaranir: Gæti minnt á óveðrið 2015 Veður Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Erlent Björgólfur Guðmundsson er látinn Innlent Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Erlent Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Innlent Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Innlent Kastljósið beinist að Guðrúnu Innlent Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl Innlent Svona var stemmningin við setningu Alþingis Innlent Skotárás í sænskum skóla Erlent Fleiri fréttir Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Mörg hundruð manns vilji klæmast við börn Aflýsa óvissustigi á Austfjörðum Björgólfur Guðmundsson er látinn Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Sjá meira