Bíó og sjónvarp

Hvítur, hvítur dagur vann aðal­verð­laun í Þýska­landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum.
Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. Nordische Filmtage Lübeck/Olaf Mal tooth
Íslenska kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur í leikstjórn Hlyns Pálmasonar hlaut í gærkvöldi aðalverðlaun Norrænna kvikmyndadaga í Lübeck í Þýskalandi.

Mikill fjöldi norrænna kvikmynda kepptu um verðlaunin á hátíðinni sem er sú eina sem einblínir sérstaklega á norrænar kvikmyndir ásamt myndum frá Eystrasaltslöndunum og norðurhluta Þýskalands.

Meðal þeirra mynda sem kepptu um hylli dómnefndar á hátíðinni voru íslensku kvikmyndirnar Héraðið og Bergmál, ásamt dönsku myndinni Queen of Hearts sem hlaut í síðustu viku Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs.

Aðalverðlaunum hátíðarinnar fylgdu 12.500 evrur eða um 1,7 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar.

Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni sem nefnast The Interfilm Church Prize.

Hvítur, hvítur dagur er ekki fyrsta íslenska kvikmyndin til að hljóta umrædd verðlaun. Kvikmyndirnar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson, Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, Vonarstræti eftir Baldvin Z og Hin Helgu Vé eftir Hrafn Gunnlaugsson hafa áður hlotið sama heiður.


Tengdar fréttir

Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.