Vonar að geitin fái að vera þrátt fyrir þúsundir sem vilja hana feiga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2019 13:02 Mynd frá árinu 2015. Þá tókst geitinni að tortíma sér án hjálpar frá brennuvörgum. Leitt hafði út frá jólaseríu með þeim afleiðingum að geitin fuðraði upp. MYND/BYLGJA GUÐJÓNSDÓTTIR Kostnaðurinn getur hlaupið á nokkrum milljónum ef lokatakmarki íslenskra brennuvarga verður náð, það er að bera eld að hinni landsfrægu jólageit IKEA. Þetta segir Guðný Camilla Aradóttir, upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi, í samtali við Vísi. Nýlega var stofnaður Facebook-viðburður undir yfirskriftinni „Kveikjum í geitinni, þau geta ekki stöðvað okkur öll,“ og hafa á fimmta þúsund Fésbokarnotenda lýst yfir komu sinni eða í það minnsta áhuga á fyrirhugaðri geitabrennu. Í viðburðarlýsingunni er viðburðarík saga geitarinnar rakin auk þess sem sá ónafngreindi aðili sem skrifar virðist hafa ímugust á því hve snemma IKEA setur geitin upp og boðar þannig að koma jólanna sé á næsta leiti. Guðný Camilla segir að geitin sé afar vel vöktuð, líkt og síðustu ár. Þrátt fyrir að um augljóst grín sé að ræða þurfi ekki nema nokkra til þess að taka grínið of langt. Af litlum neista verður oft mikið bál, eins og skáldið sagði. „Við munum vakta þetta vel. Við erum með öfluga öryggisdeild,“ segir Guðný og bendir á að síðustu ár hafi geitin fengið að standa óáreitt. Síðast var borinn eldur að geitinni árið 2016. „Þetta er búið að vera frekar stillt. Við viljum nú helst að brennuvargarnir leiti sér hjálpar, því þetta er ekkert sniðugt,“ segir Guðný og bendir á að árið 2017 hafi tilvonandi brennuvargar næstum slasað sig í árangurslausri tilraun til þess að koma geitinni fyrir kattarnef.Geitin hefur ýmist staðið af sér árásir, fuðrað upp eða fallið í veðurofsa á síðustu árum.Vísir/TinniGuðný segir að kostnaðurinn við geitabrennuna hafi síðast hlaupið á nokkrum milljónum, teljandi á fingrum annarrar handar. „Þá voru þeir sem þetta gerðu kærðir og allur kostnaður tekinn saman. Ef ég man rétt þá voru þetta um fjórar milljónir.“ Guðný gefur ekki mikið fyrir gagnrýni þeirra sem vilja geitina feiga, um að IKEA fagni jólunum of snemma. „Það er eitthvað sem við heyrum á hverju ári. Þetta hefur ekki breyst í mörg ár. Svona er hátturinn á þessu eins og hjá mörgum,“ segir Guðný og bætir við að hún telji það vera háværan minnihluta sem setur sig svo harðlega á móti snemmbúinni jólastemningu. Því til stuðnings bendir hún á að einhverjar þeirra jólavara sem IKEA býður nú upp á séu að seljast upp. Guðný segir fyrst og fremst leiðinlegt að fólk geti ekki séð eigur annarra í friði og vilji þannig kála geitinni. „Ég vil höfða til heilbrigðrar skynsemi brennuvarganna, því þetta er bara stórhættulegt fyrir þá og aðra. Skemmdarfýsn er voðalega leiðinleg. Það er ekki okkar ætlun að fólk sjái þetta sem ögrun eða áskorun um að ná að kveikja í geitinni.“ Að mati Guðnýjar virðist vera komin fram „ný kynslóð grínara“ sem vill senda geitina yfir móðuna miklu. Umræðan um slíkt hafi verið í lægð fram að því að Facebook-viðburðurinn var stofnaður. „Þegar það eru komnir nokkur þúsund manns sem finnst þetta sniðugt þá sperrir maður upp augu og eyru og fylgist vel með.“ Garðabær IKEA Jólaskraut Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 „Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09 IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26 „Fyrirboði góðra jóla þegar IKEA geitin brennur til kaldra kola“ IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan eitt í nótt. 14. nóvember 2016 10:30 Geitin kveikti líka í Twitter: „Gerði það sem okkur langar öll til að gera í anddyri IKEA“ Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. 26. október 2015 15:30 IKEA-geitin lifði jólin af: Verður geymd á leynilegum stað næsta árið Geitin sem síðustu vikur hefur staðið fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ var flutt á brott í morgun. 29. desember 2017 11:52 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Kostnaðurinn getur hlaupið á nokkrum milljónum ef lokatakmarki íslenskra brennuvarga verður náð, það er að bera eld að hinni landsfrægu jólageit IKEA. Þetta segir Guðný Camilla Aradóttir, upplýsingafulltrúi IKEA á Íslandi, í samtali við Vísi. Nýlega var stofnaður Facebook-viðburður undir yfirskriftinni „Kveikjum í geitinni, þau geta ekki stöðvað okkur öll,“ og hafa á fimmta þúsund Fésbokarnotenda lýst yfir komu sinni eða í það minnsta áhuga á fyrirhugaðri geitabrennu. Í viðburðarlýsingunni er viðburðarík saga geitarinnar rakin auk þess sem sá ónafngreindi aðili sem skrifar virðist hafa ímugust á því hve snemma IKEA setur geitin upp og boðar þannig að koma jólanna sé á næsta leiti. Guðný Camilla segir að geitin sé afar vel vöktuð, líkt og síðustu ár. Þrátt fyrir að um augljóst grín sé að ræða þurfi ekki nema nokkra til þess að taka grínið of langt. Af litlum neista verður oft mikið bál, eins og skáldið sagði. „Við munum vakta þetta vel. Við erum með öfluga öryggisdeild,“ segir Guðný og bendir á að síðustu ár hafi geitin fengið að standa óáreitt. Síðast var borinn eldur að geitinni árið 2016. „Þetta er búið að vera frekar stillt. Við viljum nú helst að brennuvargarnir leiti sér hjálpar, því þetta er ekkert sniðugt,“ segir Guðný og bendir á að árið 2017 hafi tilvonandi brennuvargar næstum slasað sig í árangurslausri tilraun til þess að koma geitinni fyrir kattarnef.Geitin hefur ýmist staðið af sér árásir, fuðrað upp eða fallið í veðurofsa á síðustu árum.Vísir/TinniGuðný segir að kostnaðurinn við geitabrennuna hafi síðast hlaupið á nokkrum milljónum, teljandi á fingrum annarrar handar. „Þá voru þeir sem þetta gerðu kærðir og allur kostnaður tekinn saman. Ef ég man rétt þá voru þetta um fjórar milljónir.“ Guðný gefur ekki mikið fyrir gagnrýni þeirra sem vilja geitina feiga, um að IKEA fagni jólunum of snemma. „Það er eitthvað sem við heyrum á hverju ári. Þetta hefur ekki breyst í mörg ár. Svona er hátturinn á þessu eins og hjá mörgum,“ segir Guðný og bætir við að hún telji það vera háværan minnihluta sem setur sig svo harðlega á móti snemmbúinni jólastemningu. Því til stuðnings bendir hún á að einhverjar þeirra jólavara sem IKEA býður nú upp á séu að seljast upp. Guðný segir fyrst og fremst leiðinlegt að fólk geti ekki séð eigur annarra í friði og vilji þannig kála geitinni. „Ég vil höfða til heilbrigðrar skynsemi brennuvarganna, því þetta er bara stórhættulegt fyrir þá og aðra. Skemmdarfýsn er voðalega leiðinleg. Það er ekki okkar ætlun að fólk sjái þetta sem ögrun eða áskorun um að ná að kveikja í geitinni.“ Að mati Guðnýjar virðist vera komin fram „ný kynslóð grínara“ sem vill senda geitina yfir móðuna miklu. Umræðan um slíkt hafi verið í lægð fram að því að Facebook-viðburðurinn var stofnaður. „Þegar það eru komnir nokkur þúsund manns sem finnst þetta sniðugt þá sperrir maður upp augu og eyru og fylgist vel með.“
Garðabær IKEA Jólaskraut Tengdar fréttir Sjáðu IKEA-geitina loga Brennuvargarnir verða kærðir og krafðir bóta. 14. nóvember 2016 09:21 „Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09 IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26 „Fyrirboði góðra jóla þegar IKEA geitin brennur til kaldra kola“ IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan eitt í nótt. 14. nóvember 2016 10:30 Geitin kveikti líka í Twitter: „Gerði það sem okkur langar öll til að gera í anddyri IKEA“ Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. 26. október 2015 15:30 IKEA-geitin lifði jólin af: Verður geymd á leynilegum stað næsta árið Geitin sem síðustu vikur hefur staðið fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ var flutt á brott í morgun. 29. desember 2017 11:52 IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
„Hvernig ætli IKEA-geitin hafi það?“ Það er víst lægð yfir landinu og það fer ekki framhjá notendum Twitter. 30. nóvember 2014 23:09
IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26
„Fyrirboði góðra jóla þegar IKEA geitin brennur til kaldra kola“ IKEA-geitin brann til ösku í nótt. Þrír menn voru handteknir eftir að tilkynning um eldinn barst um klukkan eitt í nótt. 14. nóvember 2016 10:30
Geitin kveikti líka í Twitter: „Gerði það sem okkur langar öll til að gera í anddyri IKEA“ Þrátt fyrir stranga öryggisgæslu, myndavélakerfi og rafmagnsgirðingu er IKEA-geitin öll árið 2015. 26. október 2015 15:30
IKEA-geitin lifði jólin af: Verður geymd á leynilegum stað næsta árið Geitin sem síðustu vikur hefur staðið fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ var flutt á brott í morgun. 29. desember 2017 11:52
IKEA-geitin tortímdi sjálfri sér "Ég er bara miður mín yfir þessu,“ segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri IKEA. 26. október 2015 13:26