Airbnb bannar „samkvæmishús“ eftir fjöldamorð í hrekkjavökuveislu Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 23:15 Frá vettvangi í borginni Orinda í Kaliforníu. Vísir/EPA Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur skorið upp herör gegn svokölluðum „samkvæmishúsum“ eftir að fimm manns voru skotnir til bana í hrekkjavökuveislu í íbúðarhúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem leigt hafði verið í gegnum vefsíðu Airbnb. Brian Chesky forstjóri Airbnb greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum í kvöld og boðaði aðgerðir. Þannig myndi Airbnb berjast gegn samkvæmum sem haldin eru í leiguhúsnæði á vegum Airbnb í óleyfi og einnig yrði óæskileg hegðun bæði gestgjafa og gesta í þessu samhengi vöktuð. Þessar breytingar á m.a. að knýja fram með því að koma á fót sérstöku „samkvæmishúsateymi“, sem á að reyna að framfylgja hinu nýja banni. Þá sagði Chesky að staðan sem nú er komin upp væri óásættanleg og fyrirtækið yrði að gera betur.Starting today, we are banning “party houses” and we are redoubling our efforts to combat unauthorized parties and get rid of abusive host and guest conduct, including conduct that leads to the terrible events we saw in Orinda. Here is what we are doing:— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 We must do better, and we will. This is unacceptable.— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 Skotárásin var gerð síðasta þriðjudag í íbúðarhúsi í borginni Orinda sem staðsett er í nágrenni San Fransisco. Húsið var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn, undir því yfirskyni að þar myndi aðeins koma saman fámennur hópur. Gleðskapurinn var þó auglýstur á Instagram og hann sóttu að endingu yfir hundrað manns. Eigandi íbúðarinnar, sem auglýsti hana til leigu á Airbnb, gaf ekki leyfi fyrir samkvæminu. Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi á þriðjudagskvöld og tveir til viðbótar létust síðar af sárum sínum, sá fimmti í gærkvöldi. Allir sem létust voru á þrítugsaldri. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, sagði í ávarpi vegna árásarinnar að Bandaríkjaþing yrði að herða byssulöggjöfina. Þá vottaði hann aðstandendum fórnarlambanna dýpstu samúð sína. Airbnb Bandaríkin Hrekkjavaka Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Heimagistingaþjónustan Airbnb hefur skorið upp herör gegn svokölluðum „samkvæmishúsum“ eftir að fimm manns voru skotnir til bana í hrekkjavökuveislu í íbúðarhúsi í Kaliforníu í Bandaríkjunum, sem leigt hafði verið í gegnum vefsíðu Airbnb. Brian Chesky forstjóri Airbnb greindi frá fyrirætlunum fyrirtækisins á Twitter-reikningi sínum í kvöld og boðaði aðgerðir. Þannig myndi Airbnb berjast gegn samkvæmum sem haldin eru í leiguhúsnæði á vegum Airbnb í óleyfi og einnig yrði óæskileg hegðun bæði gestgjafa og gesta í þessu samhengi vöktuð. Þessar breytingar á m.a. að knýja fram með því að koma á fót sérstöku „samkvæmishúsateymi“, sem á að reyna að framfylgja hinu nýja banni. Þá sagði Chesky að staðan sem nú er komin upp væri óásættanleg og fyrirtækið yrði að gera betur.Starting today, we are banning “party houses” and we are redoubling our efforts to combat unauthorized parties and get rid of abusive host and guest conduct, including conduct that leads to the terrible events we saw in Orinda. Here is what we are doing:— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 We must do better, and we will. This is unacceptable.— Brian Chesky (@bchesky) November 2, 2019 Skotárásin var gerð síðasta þriðjudag í íbúðarhúsi í borginni Orinda sem staðsett er í nágrenni San Fransisco. Húsið var leigt sérstaklega út fyrir mannfögnuðinn, undir því yfirskyni að þar myndi aðeins koma saman fámennur hópur. Gleðskapurinn var þó auglýstur á Instagram og hann sóttu að endingu yfir hundrað manns. Eigandi íbúðarinnar, sem auglýsti hana til leigu á Airbnb, gaf ekki leyfi fyrir samkvæminu. Þrír voru úrskurðaðir látnir á vettvangi á þriðjudagskvöld og tveir til viðbótar létust síðar af sárum sínum, sá fimmti í gærkvöldi. Allir sem létust voru á þrítugsaldri. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við árásina. Tvö skotvopn fundust á vettvangi. Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníuríkis, sagði í ávarpi vegna árásarinnar að Bandaríkjaþing yrði að herða byssulöggjöfina. Þá vottaði hann aðstandendum fórnarlambanna dýpstu samúð sína.
Airbnb Bandaríkin Hrekkjavaka Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Sjá meira
Fimm nú látnir eftir skotárás í óleyfilegri hrekkjavökuveislu Enginn hefur enn verið handtekinn vegna skotárásarinnar. 2. nóvember 2019 10:30