Vilja þjálfa ungmenni til að gæta þjóðaröryggis Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:00 Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“ Netöryggi Tækni Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Forkeppni netöryggiskeppni íslenskra ungmenna hófst í gær. Ungmenni á aldrinum 14 til 25 ára geta tekið þátt og hafa hundrað nú þegar skráð sig til leiks. Dómarar munu síðan bjóða hópi þátttakenda að taka þátt í landskeppninni sem fer fram á UT Messunni í Hörpu í febrúar næstkomandi. Þar verður tíu manna hópur valinn sem verður fulltrúi Íslands í evrópsku netöryggiskeppninni sem verður haldin í Vínarborg í október á næsta ári. Keppnin er haldin að frumkvæði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins en tölvuöryggisfyrirtækið Syndis sér um framkvæmdina. „Það verður keppt í að hakka. Hvernig þú getur brotist inn í hugbúnaðarkerfi, tölvukerfi, allan pakkann. Við erum ekki að stuðla að glæpamennsku hérna, heldur erum við að stuðla að því að þau fái krefjandi verkefni til að leysa og læra þannig að skilja aðferðir hakkara. Það er markmiðið með þannig keppni og það sárvantar á Íslandi,“ segir Theodór Ragnar Gíslason, tæknistjóri Syndis. Theodór segir mikilvægt að þjálfa upp netöryggissérfræðinga hér á landi til að gæta þjóðaröryggis. „Við verðum að gera það ef við ætlum að vera samkeppnishæf í alþjóðlegu umhverfi . Við viljum ekki vera óöruggasta land í heimi. Við viljum væntanlega vera eins öruggt land og við getum og þetta er partur af því.“ Þrátt fyrir að Íslendingar séu tæknivædd þjóð þá segir Theodór netöryggi afar slæmt á Íslandi. Íslendingar séu of ginnkeyptir fyrir allskyns netsvindlum svo dæmi séu tekin. „Við erum þriðja heims ríki þegar kemur að netöryggi. Maður sér það líka í þessum alþjóðlegu keppnum að þá vinna löndin sem við teljum jafnan til þriðja heims ríkja.“ Theodór segir ekki standa til að fara í Evrópukeppnina bara til að vera með. Markið sé sett hátt. „Við erum að fara til að standa okkur vel. Við höfum alla burði til að þjálfa upp fært fólk á þessu sviði.“
Netöryggi Tækni Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira