Stríðsmenn auglýsa eftir leikmönnum á ruslatunnum í Skotlandi Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 14:39 Knattspyrnufélagið segist hafa auglýst eftir leikmönnum með þessum hætti í sjö löndum. Mynd/Stríðsmenn Auglýsingar frá íslenska knattspyrnufélaginu Stríðsmönnum sem hafa sést á víð og dreif í skosku borgunum Edinborg og Glasgow hafa vakið þó nokkra athygli þar í landi. Á auglýsingaplöggunum óskar félagið eftir leikmönnum til að spila með liðinu í Reykjavík og fullyrðir að minnst tvö þúsund bresk pund, eða sem nemur 320 þúsund íslenskum króna, standi mönnum til boða fyrir að vinna og spila með félaginu á Íslandi sem leikur í fjórðu deild hér á landi. Fjallað hefur verið um auglýsingarnar í skoskum vefmiðlum og myndir birtar af auglýsingunum á ruslatunnum víða um borg. Þar er fullyrt að auglýsingarnar hafi jafnframt sést í fleiri breskum borgum.4th Tier Icelandic team recruiting players on bins in Glasgow pic.twitter.com/FCVl1iHIxN— Daniel (@Dj_mcneil99) October 23, 2019 Auglýsingarnar vísa á heimasíðu félagsins þar sem áhugasömum er gert ljóst að félagið sjálft borgi ekki laun fyrir spilamennskuna en að það muni tryggja leikmönnum launuð störf. Á vefsíðu félagsins er leikmannahópur þess sagður vera fjölþjóðlegur og að hann samanstandi úr leikmönnum af þrettán mismunandi þjóðernum. Vonast félagið til þess að komast upp í þriðju deild undir lok sumars á næsta ári. Þar kemur jafnframt fram að félagið hafi dreift auglýsingum í Bretlandi, Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu, Króatíu, Belgíu og Frakklandi. Viðbrögðin við þeim eru sögð vera framar vonum og hefur félagið boðað prufur eftir áramót. Bretland Fótbolti Skotland Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira
Auglýsingar frá íslenska knattspyrnufélaginu Stríðsmönnum sem hafa sést á víð og dreif í skosku borgunum Edinborg og Glasgow hafa vakið þó nokkra athygli þar í landi. Á auglýsingaplöggunum óskar félagið eftir leikmönnum til að spila með liðinu í Reykjavík og fullyrðir að minnst tvö þúsund bresk pund, eða sem nemur 320 þúsund íslenskum króna, standi mönnum til boða fyrir að vinna og spila með félaginu á Íslandi sem leikur í fjórðu deild hér á landi. Fjallað hefur verið um auglýsingarnar í skoskum vefmiðlum og myndir birtar af auglýsingunum á ruslatunnum víða um borg. Þar er fullyrt að auglýsingarnar hafi jafnframt sést í fleiri breskum borgum.4th Tier Icelandic team recruiting players on bins in Glasgow pic.twitter.com/FCVl1iHIxN— Daniel (@Dj_mcneil99) October 23, 2019 Auglýsingarnar vísa á heimasíðu félagsins þar sem áhugasömum er gert ljóst að félagið sjálft borgi ekki laun fyrir spilamennskuna en að það muni tryggja leikmönnum launuð störf. Á vefsíðu félagsins er leikmannahópur þess sagður vera fjölþjóðlegur og að hann samanstandi úr leikmönnum af þrettán mismunandi þjóðernum. Vonast félagið til þess að komast upp í þriðju deild undir lok sumars á næsta ári. Þar kemur jafnframt fram að félagið hafi dreift auglýsingum í Bretlandi, Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu, Króatíu, Belgíu og Frakklandi. Viðbrögðin við þeim eru sögð vera framar vonum og hefur félagið boðað prufur eftir áramót.
Bretland Fótbolti Skotland Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Sjá meira