Segir O‘Rourke hafa „hætt eins og hundur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 09:19 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. getty/Olivier Douliery Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, sagði í gær að fyrrverandi forsetaframbjóðandinn, Beto O‘Rourke hafi „hætt eins og hundur,“ aðeins nokkrum klukkustundum eftir O‘Rourke tilkynnti að hann hygðist hætta við framboð til forseta. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. O‘Rourke, sem er fyrrverandi þingmaður Texasfylkis, hefur gagnrýnt Trump harðlega og var hann sérstaklega gagnrýninn eftir skotárás sem varð í heimabæ hans, El Paso, í ágúst. Hann sagði árásina beina afleiðingu neikvæðrar orðræðu Trump um innflytjendur. O‘Rourke tilkynnti á föstudag að hann myndi hætta við forsetaframboð þar sem hann hefði ekki nægilegt fjármagn til að halda kosningabaráttu sinni áfram.Beto O'Rourke, fyrrverandi forsetaframbjóðandi.getty/Chip SomodevillaForsetinn hefur áður uppnefnt O‘Rourke en hann sagði O‘Rourke „fátækan, sorglegan mann,“ þegar hann ávarpaði gesti á fjöldafundi í Tupelo í Mississippi. Þá eru aðeins nokkrir dagar síðan forsetinn sagði að Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtogi ISIS, hafi „dáið eins og hundur,“ í hernaðaraðgerðum Bandaríkjahers í norðvestur Sýrlandi. Trump skrifaði á Twitter á föstudag að hann teldi O‘Rourke ekki ætlað að verða forseti. Þá sagði hann Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaframbjóðanda, ekki heilan á geði.Oh no, Beto just dropped out of race for President despite him saying he was “born for this.” I don’t think so! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 1, 2019 O‘Rourke tilkynnti í gær að hann myndi draga framboð sitt til baka og skrifaði hann á Twitter að kosningabaráttan hafi einkennst af því að skýrri sýn og heiðarleika. Þá myndi hann ekki beita kröftum sínum fyrir þjóðina sem frambjóðandi. Þá sagði Joe Biden að O‘Rourke hefði blásið mörgum í brjóst.In the wake of tragedy in his hometown, @BetoORourke responded with compassion and leadership, looking into the eyes of people who just lost loved ones and pledging his total resolve. His passion for solving our gun crisis has been inspiring to anyone who has seen him. — Joe Biden (@JoeBiden) November 1, 2019 Þá hrósaði Elizabeth Warren, forsetaframbjóðandi, O‘Rourke fyrir einurð hans á að binda endi á byssuglæpi og Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi, þakkaði honum fyrir að hafa sameinað milljónir manns.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19 Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
O'Rourke dregur framboð sitt til baka Fyrrverandi fulltrúadeildarþingmanninum frá Texas tókst aldrei að fanga sömu stemmingu og myndaðist í kringum framboð hans til öldungadeildarsætis Texas í fyrra. 1. nóvember 2019 22:19