Dómur í barnaníðsmáli mildaður vegna óútskýrðra tafa Kjartan Kjartansson skrifar 1. nóvember 2019 18:33 Frumburður konunnar og fjölskyldu hennar var talinn trúverðugari en mannsins. Vísir/Vilhelm Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Landsréttur mildaði fangelsisdóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir að misnota unga konu þegar hún var barn úr fimm árum í fjögur vegna óútskýrðar dráttar á meðferð málsins eftir að rannsókn þess lauk. Brotin áttu sér stað á fjögurra ára tímabili frá 1999 til 2003 en konan greindi fyrst frá þeim árið 2015. Maðurinn var dæmdur fyrir hafa ítrekað við konuna önnur kynferðismök en samræði og nýtt sér yfirburði sína yfir henni, traust hennar og trúnað til hans, þegar hún var sjö til ellefu ára gömul. Konan sem hann braut gegn er dóttur þáverandi sambýliskonu mannsins. Var hann dæmdur til að greiða ungu konunni 2,5 milljónir króna í miskabætur. Rannsókn málsins hófst hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eftir að konan greindi í fyrsta skipti frá brotum mannsins geng sér í júní árið 2015. Í dómnum kemur fram að rannsókninni hafi að mestu verið lokið í lok þess árs. Ákæra var þó ekki gefin út fyrr en 30. október árið 2017 eftir að rannsókn lögreglu lauk. Ákæruvaldið hafi ekki gefið skýringar á hvers vegna svo langur tími hafi liðið frá því að rannsókn virtist að mestu lokið þar til ákæra var gefin út. Landsréttur taldi óhjákvæmilegt að taka tillit til þessa óútskýrða dráttar vegna ákvörðunar refsingar. Fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum frá því í júní í fyrra var því styttur um eitt ár.Sögðu manninn kynlífs- og klámfíkil Maðurinn var ákærður fyrir margs konar kynferðisbrot gegn stúlkunni, þar á meðal að hafa nuddað kynfæri stúlkunnar innanklæða, sleikt kynfæri hennar, þvingað hana til að veita sér munnmök og látið súkkulaði á kynfæri hennar og látið hund sleikja það af henni. Hann neitaði allri sök. Auk konunnar bar móðir hennar, systir og bróðir vitni í málinu. Móðir konunnar fullyrti meðal annars að maðurinn hefði verið kynlífs- og klámfíkill og bróðir hennar sagði manninn átt mikið klámsafn og alls kyns „óeðlileg kynlífsleikföng“ í svefnherbergi sínu. Maðurinn hafi jafnframt haft uppi kynferðislegt tal við hann og kærustu hans þegar hann var um tólf ára gamall. Þá mundi fjölskyldan einnig eftir því að maðurinn hefði gefið konunni g-strengs nærbuxur þegar hún var á áttunda ári. Fyrir dómi gerði maðurinn lítið úr hlutverki sínu á heimilinum og tengslum við börnin þegar hann var í sambandi við móður konunnar sem hann braut á. Stangaðist sú lýsing á við vitnisburð konunnar og fjölskyldu hennar. Landsréttur leit meðal annars til þess að mikið samræmi væri í framburði móðurinnar og systkina konunnar. Þótti dómnum framburður móðurinn og systkinanna styrkja „mjög afdráttarlaust trúverðugleika og þar með sönnunargildi“ framburðar konunnar og draga á hinn bóginn verulega úr trúverðugleika framburðar mannsins. Staðfesti Landsréttur því sakfellingu Héraðsdóms Reykjaness yfir manninum en mildaði refsinguna vegna tafanna á rannsókn málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira