Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - Grindavík 91-92 | Olasawere tryggði Grindavík sigur af vítalínunni Ísak Hallmundarson skrifar 1. nóvember 2019 21:15 vísir/bára Fjölnir tók á móti Grindavík í æsispennandi körfuboltaleik í Grafarvogi í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 9.-11.sæti með einn sigurleik hvort. Það fór að lokum svo að Grindvíkingar unnu dramatískan sigur 92-91 eftir að hafa verið sex stigum undir þegar um 90 sekúndur voru eftir af leiknum. Heimamenn í Fjölni byrjuðu leikinn betur og komust fimm stigum yfir, 13-8, um miðjan fyrsta leikhluta. Þá tóku Grindvíkingar við sér með Valdas Vasylius í fararbroddi en hann setti niður 14 stig af 25 stigum Grindvíkinga í fyrsta leikhluta og gestirnir leiddu 25-20 að honum loknum. Grindvíkingar juku jafnt og þétt við forskot sitt í öðrum leikhluta og komust mest 13 stigum yfir. Heimamenn gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að skora síðustu sex stigin í leikhlutanum og minnka muninn í 48-54 fyrir hálfleik. Jamal Olsawere kom sterkur inn í annan leikhluta og var með 17 stig að honum loknum. Jere Vucica var stigahæstur heimamanna í hálfleik með 15 stig. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og náðu að jafna stöðuna í 56-56 og komust síðan yfir í 61-60. Þar var Viktor Moses fremstur í flokki en hann setti niður tvö þriggja stiga skot og varði tvisvar sinnum meistaralega frá Jamal Olsawere. Grindvíkingar náðu hinsvegar aðeins meiri takti í sinn leik undir lok leikhlutans og leiddu að honum loknum 70-67. Fjölnismenn settu niður tvö þriggja stiga skot snemma í fjórða leikhluta og náðu forystunni aftur í 73-72. Liðin skiptust á að skora og var staðan jöfn í 81-81 en þá tóku heimamenn yfir leikinn og virtust ætla að klára hann, var staðan 91-85 fyrir Fjölni þegar ein mínúta og 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Daníel þjálfari Grindavíkur tók leikhlé. Ingvi Þór setti niður mikilvægt þriggja stiga skot fyrir gestina og munurinn orðinn þrjú stig. Grindvíkingar náðu svo að verjast næstu sókn og Jamal Olsawere setti síðan niður erfitt skot úr þröngu færi fyrir Grindvíkinga og staðan orðin 91-90 þegar um 30 sekúndur voru eftir. Grindvíkingar fóru í sókn þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum og gátu tryggt sér sigur. Jamal Olsawere fékk boltann inn í teig, hitti ekki í körfuna en náði frákastinu og uppskar síðan tvö vítaskot þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Jamal setti þau bæði niður og 92-91 sigur Grindvíkinga staðreynd. Virkilega mikilvægur sigur hjá Grindavík en gríðarlega svekkjandi tap hjá Fjölni í þessum háspennuleik.vísir/báraAf hverju vann Grindavík? Þetta var kaflaskiptur leikur og hefði auðvitað getað dottið báðum megin. Ef Jamal hefði ekki sett niður þessi vítaskot á síðustu andartökum leiksins væri ég að skrifa um það af hverju Fjölnir vann. Grindvíkingar unnu hins vegar sterkan endurkomusigur og ætli það hafi ekki verið vegna gæða og reynslu þegar uppi var staðið. Fjölnismenn eru nýliðar í deildinni og virðast hafa skort reynsluna til að klára svona jafna leiki.Bestu menn leiksins Jamal Olasawere sýndi frábæra frammistöðu þrátt fyrir erfiða byrjun í leiknum. Hann var með 28 stig og 16 fráköst og skoraði síðustu 4 stig leiksins til að tryggja Grindavík sigur. Ingvi Þór Guðmundsson átti góða innkomu af bekknum, var með 11 stig og 4 stoðsendingar. Þá átti Valdas Vasylius frábæran fyrri hálfleik með 18 stig en fjaraði aðeins undan honum í þeim síðari og endaði hann með 25 stig og 12 fráköst. Viktor Moses var besti leikmaður heimamanna í þessum leik. Hann var með 20 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og var auk þess með tvær frábærar vörslur og stal boltanum fjórum sinnum. Róbert Sigurðsson stýrði sóknarleik heimamanna vel og setti niður nokkrar góðar körfur. Hann endaði leikinn með 19 stig og 13 stoðsendingar.Hvað gerist næst? Grindavík fer upp í 8.sætið með sigrinum og skilur Fjölni eftir í fallsæti. Næst taka Grindvíkingar á móti Stjörnunni á meðan Fjölnir fær Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn til sín og verða einfaldlega að vinna þann leik ef þeir ætla ekki að dragast of langt aftur úr í fallbaráttunni. vísir/báraFalur: Þurfum að klára svona leiki Falur Jóhann Harðarson þjálfari Fjölnis var pirraður að lið hans skyldi ekki hafa náð að klára leikinn: „Það er pirrandi að við skyldum ekki klára leikinn. Við vorum ekki nógu klárir eða skynsamir í síðustu sóknunum okkar. Þeir voru að elta okkur og við eigum að stýra hraðanum en við bara vorum ekki að því, því miður.“ Hann var ekki sáttur með fyrri hálfleik sinna manna: „Eins og ég sagði í hálfleik fannst mér við vera að spila á 70% hraða. Það gengur ekkert að vera að spila á hálfum hraða eða 70%, þú átt að spila á fullum hraða alltaf þegar þú ert inná.“ Fjölnir var í góðri stöðu þegar lítið var eftir af leiknum en Grindavík náði að stela sigrinum á síðustu sekúndu með tveimur vítaskotum. „Það sem við þurfum að læra af þessum leik er að þegar við erum í forystu þurfum við að klára svona leiki. Þeir eru að elta okkur og við leyfum þeim að ná okkur og komast yfir á síðustu sekúndu. Það munaði rosalega litlu og mér þætti gaman að endurskoða hvort þetta hafi verið villa þarna í lokin,“ hafði Falur að segja að lokum. vísir/báraDaníel: Ánægður að fá tvö stig í hús Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn: „Ég er bara ánægður að fá tvö stig í hús, það er virkilega erfitt að koma hérna og Fjölnismenn eru harðir í horn að taka hérna. Við hleyptum þeim inn í leikinn undir lok annars leikhluta og svo byrjuðu þeir þriðja leikhluta af krafti og voru bara með yfirhöndina allan seinni hálfleikinn. Blessunarlega eru gæði í mínum hóp.“ Hann var ekki sáttur hvernig liðið missti niður forystu um miðjan leik: „Menn voru mjög tilbúnir inni í klefa þegar þeir komu í þriðja leikhluta en þeir tóku yfirhöndina og það var súrt að sjá frá okkur. Við þurfum að vera meðvitaðir um þetta og vera klárir í slaginn sem fyrst og tækla það sem miður fer.“ Hann segir það mikilvægt fyrir liðið að ná fram sigri í svona leikjum: „Það er gríðarlega ánægjulegt og ég er mjög sáttur að við sýnum okkar samheldni og karakter í endann þegar það skiptir mestu, en við þurfum að byrja miklu fyrr í því og vera klárir í slaginn. Þótt að Ólafur fari útaf meiddur erum við með reynslumikla gæja í okkar liði sem eiga að taka af skarið svona andlega og það þarf bara að vera meiri kraftur í þeim. Þótt við skorum yfir 90 stig fáum við 90 á okkur.“ Dominos-deild karla
Fjölnir tók á móti Grindavík í æsispennandi körfuboltaleik í Grafarvogi í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 9.-11.sæti með einn sigurleik hvort. Það fór að lokum svo að Grindvíkingar unnu dramatískan sigur 92-91 eftir að hafa verið sex stigum undir þegar um 90 sekúndur voru eftir af leiknum. Heimamenn í Fjölni byrjuðu leikinn betur og komust fimm stigum yfir, 13-8, um miðjan fyrsta leikhluta. Þá tóku Grindvíkingar við sér með Valdas Vasylius í fararbroddi en hann setti niður 14 stig af 25 stigum Grindvíkinga í fyrsta leikhluta og gestirnir leiddu 25-20 að honum loknum. Grindvíkingar juku jafnt og þétt við forskot sitt í öðrum leikhluta og komust mest 13 stigum yfir. Heimamenn gáfust hinsvegar ekki upp og náðu að skora síðustu sex stigin í leikhlutanum og minnka muninn í 48-54 fyrir hálfleik. Jamal Olsawere kom sterkur inn í annan leikhluta og var með 17 stig að honum loknum. Jere Vucica var stigahæstur heimamanna í hálfleik með 15 stig. Heimamenn byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og náðu að jafna stöðuna í 56-56 og komust síðan yfir í 61-60. Þar var Viktor Moses fremstur í flokki en hann setti niður tvö þriggja stiga skot og varði tvisvar sinnum meistaralega frá Jamal Olsawere. Grindvíkingar náðu hinsvegar aðeins meiri takti í sinn leik undir lok leikhlutans og leiddu að honum loknum 70-67. Fjölnismenn settu niður tvö þriggja stiga skot snemma í fjórða leikhluta og náðu forystunni aftur í 73-72. Liðin skiptust á að skora og var staðan jöfn í 81-81 en þá tóku heimamenn yfir leikinn og virtust ætla að klára hann, var staðan 91-85 fyrir Fjölni þegar ein mínúta og 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Daníel þjálfari Grindavíkur tók leikhlé. Ingvi Þór setti niður mikilvægt þriggja stiga skot fyrir gestina og munurinn orðinn þrjú stig. Grindvíkingar náðu svo að verjast næstu sókn og Jamal Olsawere setti síðan niður erfitt skot úr þröngu færi fyrir Grindvíkinga og staðan orðin 91-90 þegar um 30 sekúndur voru eftir. Grindvíkingar fóru í sókn þegar 14 sekúndur voru eftir af leiknum og gátu tryggt sér sigur. Jamal Olsawere fékk boltann inn í teig, hitti ekki í körfuna en náði frákastinu og uppskar síðan tvö vítaskot þegar 0,9 sekúndur voru eftir af leiknum. Jamal setti þau bæði niður og 92-91 sigur Grindvíkinga staðreynd. Virkilega mikilvægur sigur hjá Grindavík en gríðarlega svekkjandi tap hjá Fjölni í þessum háspennuleik.vísir/báraAf hverju vann Grindavík? Þetta var kaflaskiptur leikur og hefði auðvitað getað dottið báðum megin. Ef Jamal hefði ekki sett niður þessi vítaskot á síðustu andartökum leiksins væri ég að skrifa um það af hverju Fjölnir vann. Grindvíkingar unnu hins vegar sterkan endurkomusigur og ætli það hafi ekki verið vegna gæða og reynslu þegar uppi var staðið. Fjölnismenn eru nýliðar í deildinni og virðast hafa skort reynsluna til að klára svona jafna leiki.Bestu menn leiksins Jamal Olasawere sýndi frábæra frammistöðu þrátt fyrir erfiða byrjun í leiknum. Hann var með 28 stig og 16 fráköst og skoraði síðustu 4 stig leiksins til að tryggja Grindavík sigur. Ingvi Þór Guðmundsson átti góða innkomu af bekknum, var með 11 stig og 4 stoðsendingar. Þá átti Valdas Vasylius frábæran fyrri hálfleik með 18 stig en fjaraði aðeins undan honum í þeim síðari og endaði hann með 25 stig og 12 fráköst. Viktor Moses var besti leikmaður heimamanna í þessum leik. Hann var með 20 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar og var auk þess með tvær frábærar vörslur og stal boltanum fjórum sinnum. Róbert Sigurðsson stýrði sóknarleik heimamanna vel og setti niður nokkrar góðar körfur. Hann endaði leikinn með 19 stig og 13 stoðsendingar.Hvað gerist næst? Grindavík fer upp í 8.sætið með sigrinum og skilur Fjölni eftir í fallsæti. Næst taka Grindvíkingar á móti Stjörnunni á meðan Fjölnir fær Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn til sín og verða einfaldlega að vinna þann leik ef þeir ætla ekki að dragast of langt aftur úr í fallbaráttunni. vísir/báraFalur: Þurfum að klára svona leiki Falur Jóhann Harðarson þjálfari Fjölnis var pirraður að lið hans skyldi ekki hafa náð að klára leikinn: „Það er pirrandi að við skyldum ekki klára leikinn. Við vorum ekki nógu klárir eða skynsamir í síðustu sóknunum okkar. Þeir voru að elta okkur og við eigum að stýra hraðanum en við bara vorum ekki að því, því miður.“ Hann var ekki sáttur með fyrri hálfleik sinna manna: „Eins og ég sagði í hálfleik fannst mér við vera að spila á 70% hraða. Það gengur ekkert að vera að spila á hálfum hraða eða 70%, þú átt að spila á fullum hraða alltaf þegar þú ert inná.“ Fjölnir var í góðri stöðu þegar lítið var eftir af leiknum en Grindavík náði að stela sigrinum á síðustu sekúndu með tveimur vítaskotum. „Það sem við þurfum að læra af þessum leik er að þegar við erum í forystu þurfum við að klára svona leiki. Þeir eru að elta okkur og við leyfum þeim að ná okkur og komast yfir á síðustu sekúndu. Það munaði rosalega litlu og mér þætti gaman að endurskoða hvort þetta hafi verið villa þarna í lokin,“ hafði Falur að segja að lokum. vísir/báraDaníel: Ánægður að fá tvö stig í hús Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn: „Ég er bara ánægður að fá tvö stig í hús, það er virkilega erfitt að koma hérna og Fjölnismenn eru harðir í horn að taka hérna. Við hleyptum þeim inn í leikinn undir lok annars leikhluta og svo byrjuðu þeir þriðja leikhluta af krafti og voru bara með yfirhöndina allan seinni hálfleikinn. Blessunarlega eru gæði í mínum hóp.“ Hann var ekki sáttur hvernig liðið missti niður forystu um miðjan leik: „Menn voru mjög tilbúnir inni í klefa þegar þeir komu í þriðja leikhluta en þeir tóku yfirhöndina og það var súrt að sjá frá okkur. Við þurfum að vera meðvitaðir um þetta og vera klárir í slaginn sem fyrst og tækla það sem miður fer.“ Hann segir það mikilvægt fyrir liðið að ná fram sigri í svona leikjum: „Það er gríðarlega ánægjulegt og ég er mjög sáttur að við sýnum okkar samheldni og karakter í endann þegar það skiptir mestu, en við þurfum að byrja miklu fyrr í því og vera klárir í slaginn. Þótt að Ólafur fari útaf meiddur erum við með reynslumikla gæja í okkar liði sem eiga að taka af skarið svona andlega og það þarf bara að vera meiri kraftur í þeim. Þótt við skorum yfir 90 stig fáum við 90 á okkur.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti