Skattaleg áhrif af samningi við starfsmann Seðlabankans óviss Ari Brynjólfsson skrifar 1. nóvember 2019 07:15 Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Vísir/Hanna Líklegt er að Seðlabanki Íslands hafi dregið frá staðgreiðslu skatts á átta milljóna króna greiðslum til Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Fréttablaðið fékk samninginn afhentan í síðustu viku og sendi í kjölfarið fyrirspurn um skattaleg áhrif samningsins. Hvort bankinn hafi haldið eftir staðgreiðslu á skatti eða ekki. Ekkert svar hefur borist frá bankanum. Seðlabankinn neitaði að afhenda blaðamanni samninginn þegar eftir því var óskað fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda hann. Í kjölfarið stefndi bankinn blaðamanninum til að fella úrskurð þess efnis úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi. Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sérfræðingur í skattarétti, segir að almennt sé ekki venja að gera grein fyrir skattalegum áhrifum viðskipta í samningi af þessari gerð, ekki frekar en í uppgjöri vegna slyss eða tjóns. „Annars er þetta tiltölulega einfaldur samningur. Í honum er þannig aðeins fjallað um laun og styrk. Gera verður ráð fyrir að styrkþegi hafi haldið skattalegri heimilisfesti sinni hér á landi meðan á námsdvölinni stóð þannig að greiðslurnar hafa sætt íslenskum skatti,“ segir Ásmundur. „Af laununum hefur því sennilega verið greiddur venjulegur tekjuskattur að teknu tilliti til iðgjalda í lífeyrissjóð. Frá styrknum er hins vegar unnt að draga skólagjald og annan námskostnað,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson enn fremur. Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira
Líklegt er að Seðlabanki Íslands hafi dregið frá staðgreiðslu skatts á átta milljóna króna greiðslum til Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Fréttablaðið fékk samninginn afhentan í síðustu viku og sendi í kjölfarið fyrirspurn um skattaleg áhrif samningsins. Hvort bankinn hafi haldið eftir staðgreiðslu á skatti eða ekki. Ekkert svar hefur borist frá bankanum. Seðlabankinn neitaði að afhenda blaðamanni samninginn þegar eftir því var óskað fyrir rúmu ári. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál komst að þeirri niðurstöðu að bankanum bæri að afhenda hann. Í kjölfarið stefndi bankinn blaðamanninum til að fella úrskurð þess efnis úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrir héraðsdómi. Í samningnum sem afhentur var í síðustu viku segir að Ingibjörg hafi haldið 60 prósentum af launagreiðslum í tólf mánuði og fengið tvær fjögurra milljón króna greiðslur frá bankanum í tengslum við nám í Bandaríkjunum. Ásmundur G. Vilhjálmsson, sérfræðingur í skattarétti, segir að almennt sé ekki venja að gera grein fyrir skattalegum áhrifum viðskipta í samningi af þessari gerð, ekki frekar en í uppgjöri vegna slyss eða tjóns. „Annars er þetta tiltölulega einfaldur samningur. Í honum er þannig aðeins fjallað um laun og styrk. Gera verður ráð fyrir að styrkþegi hafi haldið skattalegri heimilisfesti sinni hér á landi meðan á námsdvölinni stóð þannig að greiðslurnar hafa sætt íslenskum skatti,“ segir Ásmundur. „Af laununum hefur því sennilega verið greiddur venjulegur tekjuskattur að teknu tilliti til iðgjalda í lífeyrissjóð. Frá styrknum er hins vegar unnt að draga skólagjald og annan námskostnað,“ segir Ásmundur G. Vilhjálmsson enn fremur.
Birtist í Fréttablaðinu Seðlabankinn Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Fleiri fréttir Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Sjá meira