Móðir sem missti dóttur sína segir sorgina lýðheilsumál Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 20:00 Helena segir algengt að foreldrar upplifi tímabil þar sem þeir sjái ekki tilgang með lífinu lengur vísir/sigurjón Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena. Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Það er lýðheilsumál að tekið sé utan um foreldra sem missa barn, segir móðir sem missti dóttur sína fyrir fimm árum. Það komi henni ekki á óvart að mæður sem misst hafi barn séu mun líklegri til að deyja fyrir aldur fram enda komi sú tilfinning upp að vilja ekki lifa lengur. Í frétt Stöðvar 2 í gær var sagt frá því að mæður sem missa börn sín séu 30-60% til líklegri til að deyja fyrir fimmtugt en aðrar konur. Helena Rós Sigmarsdóttir missti dóttur sína fyrir fimm árum og þessar niðurstöður koma henni ekki á óvart. „Þegar þetta áfall dynur yfir þá verður maður óstarfhæfur. Ég hef heyrt í gegnum tíðina að ekki eigi að sjúkdómavæða sorgina. Upplifun mín er sú að þeir sem lenda í þessu verða hreinlega veikir, þurfa umönnun og það þarf að passa þá eins og þá sem verða fyrir lest.“ Helena er formaður Birtu sem eru samtök foreldra sem misst hafa börn sín skyndilega. Síðustu ár hefur fjölgað í hópnum vegna foreldra sem misst hafa barn sitt úr fíknisjúkdóm og leita í samtökin fyrir jafningjastuðning. „Þetta er ört stækkandi hópur og þetta eru virkilega brotnir einstaklingar sem eru að leita sér að súrefni, líflínu til að komast af og það er í rauninni lítið til staðar fyrir þennan hóp.“ Helena segir sorgina lýðheilsumál, að líta þurfi til Norðurlandanna þar sem sérhæf teymi séu til staðar og endurhæfing skipulögð. „Þegar maður verður foreldri, þegar maður verður móðir, þá verður ábyrgðin og tilgangurinn þar. En þegar maður hefur ekki lengur þennan skýrt tilgreinda tilgang þá fer svo margt í gegnum höfuðið á manni og mann langar kannski ekki til að lifa lengur. Það geta komið svoleiðis timabil og það þarf að vera vakandi fyrir því - og til teymi sem grípur fólk.“ Jafnvel þótt samtökin Birta veiti andlegan stuðning og það sé huggun fyrir foreldra að leita þangað bendir Helena á að ýmis praktísk mál þurfi að ramma betur inn, til dæmis veikindarétt, og stuðningurinn þurfi einnig að vera faglegur. „Það þyrfti að bæta lagaumhverfið. Það er lagarammi fyrir foreldra sem eignast börn, fæðingarorlof og annað, en það er ekkert sem tekur við þegar foreldrar missa barn,“ segir Helena.
Fjölskyldumál Heilbrigðismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira