Óttast fjölda dauðsfalla í mótmælunum í Íran Samúel Karl Ólason skrifar 19. nóvember 2019 16:18 Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. AP/Mostafa Shanechi Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjölmargir séu dánir eftir umfangsmikil mótmæli þar í landi. Yfirvöld Íran lokuðu á aðgang borgara að internetinu vegna mótmælanna og Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að sambandið verði opnað á ný. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. Erfitt er að komast að hinu sanna vegna lokunar internetsins. Mótmælin brutust út víða um Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi hækkaði verð eldsneytis og sagði að það yrði skammtað. Strax á föstudag hækkaði verðið um helming (50 prósent) eftir að ríkið dró úr niðurgreiðslum.Það var gert vegna slæms ástands efnahags Íran sem að einhverju leyti hefur verið rekinn til viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Dregið hefur verulega úr útflutningi Íran á olíu vegna þvingananna og virði gjaldmiðils landsins hefur þar að auki lækkað mikið. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur.Samkvæmt frétt BBC segja yfirvöld í Íran að einungis nokkrir hafi látið lífið og hefur mótmælendum verið lýst sem óeirðarseggjum.Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í dag að fregnir hefðu borist af því að verulega hart væri tekið á mótmælendum og jafnvel væri skotið á þá. Erfitt væri að staðfesta fregnir af svæðinu en fréttir héraðsmiðla gæfu í skyn að tugir hefðu látið lífið í minnst átta héruðum Íran. Íran Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar óttast að fjölmargir séu dánir eftir umfangsmikil mótmæli þar í landi. Yfirvöld Íran lokuðu á aðgang borgara að internetinu vegna mótmælanna og Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir því að sambandið verði opnað á ný. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja minnst 106 vera dána en aðrir hafa sagt tölu látinna mun hærri. Erfitt er að komast að hinu sanna vegna lokunar internetsins. Mótmælin brutust út víða um Íran eftir að ríkisstjórnin þar í landi hækkaði verð eldsneytis og sagði að það yrði skammtað. Strax á föstudag hækkaði verðið um helming (50 prósent) eftir að ríkið dró úr niðurgreiðslum.Það var gert vegna slæms ástands efnahags Íran sem að einhverju leyti hefur verið rekinn til viðskiptaþvingana Bandaríkjanna. Dregið hefur verulega úr útflutningi Íran á olíu vegna þvingananna og virði gjaldmiðils landsins hefur þar að auki lækkað mikið. Samkvæmt nýju kaupreglunum hefur hver ökumaður leyfi til að kaupa 60 lítra af eldsneyti á mánuði og kostar hver lítri 15,92 íslenskar krónur. Hver lítri umfram það kostar 31,84 krónur. Áður fengu ökumenn að kaupa allt að 250 lítra á mánuði og kostaði lítrinn þá 10,6 krónur.Samkvæmt frétt BBC segja yfirvöld í Íran að einungis nokkrir hafi látið lífið og hefur mótmælendum verið lýst sem óeirðarseggjum.Starfsmenn Sameinuðu þjóðanna sögðu í dag að fregnir hefðu borist af því að verulega hart væri tekið á mótmælendum og jafnvel væri skotið á þá. Erfitt væri að staðfesta fregnir af svæðinu en fréttir héraðsmiðla gæfu í skyn að tugir hefðu látið lífið í minnst átta héruðum Íran.
Íran Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira