„Leikstíll þýska landsliðsins er meira í anda Liverpool“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2019 14:30 Joachim Löw tekur í spaðann á Timo Werner. vísir/getty Árið 2018 var skelfilegt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta. Þjóðverjar, sem voru þá heimsmeistarar, lentu í neðsta sæti síns riðils á HM í Rússlandi og komust þ.a.l. ekki í útsláttarkeppnina. Ekki tók betra við í A-deild Þjóðadeildarinnar þar sem Þýskaland endaði í neðsta sæti síns riðils og féll niður í B-deildina. Í ár hefur hins vegar gengið öllu betur og Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM 2020 með 4-0 sigri á Hvít-Rússum í Mönchengladbach á laugardaginn. Raphael Honigstein, þýskum blaðamanni og höfundi ævisögu Jürgens Klopp, segir að Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, hafi tekið að snúa gengi Þjóðverja við á þessu ári. „Þeir lærðu af þessu. Leikstíllinn hefur breyst. Þjóðverjar eru aðeins beinskeyttari, treysta meira á skyndisóknir og leikstíllinn er meira í anda Liverpool,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. Hann segir að áður en Leroy Sané meiddist hafi Löw spilað með þrjá snögga framherja. „Þeir voru með þrjá topp framherja þegar Sané var heill. Með honum voru [Timo] Werner og [Serge] Gnabry og þeir skiptu ört um stöður,“ sagði Honigstein. Hann segir að Þjóðverjar séu í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna. „Við erum ekki með marga miðverði. Sá besti, Nicklas Süle, er meiddur og líka sá næstbesti, Antonio Rüdiger. Svo er sá þriðji besti, Mats Hummels, ekki valinn. Við erum í smá vandræðum í miðri vörninni,“ sagði Honigstein sem hefur trú á því að Þjóðverjar geti gert góða hluti á EM næsta sumar. „Löw lærði sína lexíu á HM og við verðum sterkir á EM.“ Þýskaland tekur á móti Norður-Írlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Klippa: Raphael Honigstein um þýska landsliðið EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30 Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00 „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Árið 2018 var skelfilegt fyrir þýska karlalandsliðið í fótbolta. Þjóðverjar, sem voru þá heimsmeistarar, lentu í neðsta sæti síns riðils á HM í Rússlandi og komust þ.a.l. ekki í útsláttarkeppnina. Ekki tók betra við í A-deild Þjóðadeildarinnar þar sem Þýskaland endaði í neðsta sæti síns riðils og féll niður í B-deildina. Í ár hefur hins vegar gengið öllu betur og Þjóðverjar tryggðu sér sæti á EM 2020 með 4-0 sigri á Hvít-Rússum í Mönchengladbach á laugardaginn. Raphael Honigstein, þýskum blaðamanni og höfundi ævisögu Jürgens Klopp, segir að Joachim Löw, landsliðsþjálfara Þýskalands, hafi tekið að snúa gengi Þjóðverja við á þessu ári. „Þeir lærðu af þessu. Leikstíllinn hefur breyst. Þjóðverjar eru aðeins beinskeyttari, treysta meira á skyndisóknir og leikstíllinn er meira í anda Liverpool,“ sagði Honigstein í samtali við Vísi. Hann segir að áður en Leroy Sané meiddist hafi Löw spilað með þrjá snögga framherja. „Þeir voru með þrjá topp framherja þegar Sané var heill. Með honum voru [Timo] Werner og [Serge] Gnabry og þeir skiptu ört um stöður,“ sagði Honigstein. Hann segir að Þjóðverjar séu í vandræðum vegna meiðsla varnarmanna. „Við erum ekki með marga miðverði. Sá besti, Nicklas Süle, er meiddur og líka sá næstbesti, Antonio Rüdiger. Svo er sá þriðji besti, Mats Hummels, ekki valinn. Við erum í smá vandræðum í miðri vörninni,“ sagði Honigstein sem hefur trú á því að Þjóðverjar geti gert góða hluti á EM næsta sumar. „Löw lærði sína lexíu á HM og við verðum sterkir á EM.“ Þýskaland tekur á móti Norður-Írlandi í lokaleik sínum í undankeppni EM 2020 í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.Klippa: Raphael Honigstein um þýska landsliðið
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30 Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00 „Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Holland aftur á stórmót Holland, Þýskaland, Króatía og Austurríki tryggðu sér sæti á EM 2020 í kvöld. 16. nóvember 2019 21:30
Í beinni í dag: Þýskaland og úrslitaleikur í Wales Tveir leikir í beinni á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld. 19. nóvember 2019 06:00
„Liverpool er enn á uppleið og á eftir að ná toppnum undir stjórn Klopps“ Höfundur ævisögu Jürgens Klopp segir Liverpool enn á uppleið undir stjórn Þjóðverjans. 14. nóvember 2019 13:58