En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Þjóðskrá, að skrásetja skyldi alla Íslendinga Siggeir F. Ævarsson skrifar 19. nóvember 2019 08:30 Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skattar og tollar Trúmál Mest lesið Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir Skoðun
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun