Trommuleikari og köttur með stórleik Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Júlía, Úlfur Alexander, Ingvi Rafn, Kári og Rúnar neðst í hægra horninu, sem leikur á móti Míu. Katerina Blahutová Hljómsveitin Oyama hefur legið í örlitlum dvala en snýr nú aftur af fullum krafti og gaf út á dögunum myndband við lagið Spare Room, sem verður á væntanlegri stuttskífu sveitarinnar. Hljómsveitin hefur starfað í þeirri mynd sem hún er í núna síðan í byrjun árs 2012 en þá gengur Júlía Hermannsdóttir til liðs við okkur,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, gítarleikari og annar söngvari sveitarinnar. Bergur, fyrrverandi bassaleikari Oyama, komst svo að orði að þau spiluðu svokallað sveimrokk, sem væri íslensk þýðing á orðinu „shoegaze“. Það er rólegt, melódískt og draumkennt rokk og vísar nafnið á tónlistarstefnunni til þess að tónlistarfólkið horfði oft á skóna sína frekar en áhorfendur meðan á tónleikum stóð.Gestrisnir Japanir „Við höfum spilað í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Noregi og víðar. Síðan þegar stóra platan okkar kom út , 2014, þá kom hún líka út í Japan í gegnum Imperial Records. Þá tókum við smá túr þar, sem var mjög skemmtilegt. En við höfum spilað oftast í Bretlandi,“ segir Úlfur. „En aðdáendur okkar eru frekar dreifðir og þjappast ekkert endilega allir saman á einn stað, heldur er þetta bara fólk úti um allan heim sem hefur áhuga á þessari tónlistarstefnu. Það var samt mjög skemmtilegt í Japan eins og Úlfur sagði,“ segir Júlía.Júlía teiknaði myndina sem fylgir laginu Spare Room.„Þar er einhver hefð fyrir því að sé maður að koma langt að, þá koma aðdáendur með fullt af gjöfum fyrir okkur.“ „Já, einmitt. Þá leið okkur eins og við værum ótrúlega fræg því við fengum gjafir og það voru allir að biðja okkur um eiginhandaráritun. Það voru meira að segja einhverjir tveir unglingsstrákar sem voru búnir að bíða allan daginn eftir að sjá okkur,“ segir hún hlæjandi en bætir svo við: „Þetta tengist líka því að í Japan er ákveðinn hópur fólks sem hittist og hefur áhuga á íslenskri tónlist og var því búinn að hlusta á tónlistina okkar.“ Þegar þau voru að byrja að túra fyrst var kannski lúxusinn ekki í miklum forgangi, heldur löngunin til að spila höfð fyrst og fremst að leiðarljósi. „Fyrst vorum við oft að gista hjá kunningjafólki eða umboðsmaðurinn okkar reddaði gólfplássi hjá félaga sínum,“ segir Úlfur. „Það var svo kannski oftast þannig að allir meðlimir bandsins voru að gista í rúmi fyrir tvo,“ segir Júlía og þau hlæja bæði.Kötturinn með smá dívustæla Í febrúar er von á stuttskífu frá sveitinni en á henni eru lög sem þau hafa legið á í nokkur ár. Á henni verður meðal annars lagið Spare Room, en tónlistarmyndband við það kom út í síðustu viku. Í því eru trommuleikari sveitarinnar og Mía, köttur móður Úlfs, með stórleik. „Baldvin Vernharðsson og Pétur Már Pétursson voru með okkur í að gera myndbandið. Það samstarf hófst fyrir tveimur árum,“ segir Úlfur.Var kötturinn svona erfiður að það tók tvö ár að gera myndbandið? „Nei, alls ekki. Við tókum sko köttinn ekki upp, hann var „fótósjoppaður“ inn á eftir. Rúnar, trommuleikarinn okkar, lék bara á móti svona grænum bolta, svo var þetta allt eftirvinnsla,“ segir Úlfur.Í alvöru? „Nei,“ svarar Úlfur hlæjandi. „En það væri rosalega fyndið, því kötturinn er mjög mikið í myndbandinu. Rúnar var mjög góður. Mía var aðeins erfiðari því hún vildi bara vera undir rúmi, sem var flókið fyrir Rúnar. Svo höfðum við önnur skot í huga, en þetta var leyst að lokum með mútum á borð við fisk og kisunammi.“ Þau segja íslenskan veruleika einfaldlega vera þannig að hlutir gerist stundum hægt. Myndbandið hafi í raun verið klárað í vor en þeim fannst myndbandið og lagið vera frekar haustlegt, svo þau biðu með útgáfuna. Myndbandið var frumsýnt á heimasíðunni Uproxx, en þau eru mjög þakklát metnaðarfullum umboðsmanni sínum. „Hann heyrði tónlistina okkar í Tólf tónum fyrir fjórum árum og var svo heillaður að hann spurði hvað hann væri að hlusta á og keypti diskinn. Svo keyrði hann í kringum landið og hlustaði ekki á neitt annað en diskinn okkar. Síðan hafði hann samband við okkur og vildi endilega verða umboðsmaðurinn okkar,“ segir Júlía. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Hljómsveitin Oyama hefur legið í örlitlum dvala en snýr nú aftur af fullum krafti og gaf út á dögunum myndband við lagið Spare Room, sem verður á væntanlegri stuttskífu sveitarinnar. Hljómsveitin hefur starfað í þeirri mynd sem hún er í núna síðan í byrjun árs 2012 en þá gengur Júlía Hermannsdóttir til liðs við okkur,“ segir Úlfur Alexander Einarsson, gítarleikari og annar söngvari sveitarinnar. Bergur, fyrrverandi bassaleikari Oyama, komst svo að orði að þau spiluðu svokallað sveimrokk, sem væri íslensk þýðing á orðinu „shoegaze“. Það er rólegt, melódískt og draumkennt rokk og vísar nafnið á tónlistarstefnunni til þess að tónlistarfólkið horfði oft á skóna sína frekar en áhorfendur meðan á tónleikum stóð.Gestrisnir Japanir „Við höfum spilað í Bretlandi, Hollandi, Frakklandi, Noregi og víðar. Síðan þegar stóra platan okkar kom út , 2014, þá kom hún líka út í Japan í gegnum Imperial Records. Þá tókum við smá túr þar, sem var mjög skemmtilegt. En við höfum spilað oftast í Bretlandi,“ segir Úlfur. „En aðdáendur okkar eru frekar dreifðir og þjappast ekkert endilega allir saman á einn stað, heldur er þetta bara fólk úti um allan heim sem hefur áhuga á þessari tónlistarstefnu. Það var samt mjög skemmtilegt í Japan eins og Úlfur sagði,“ segir Júlía.Júlía teiknaði myndina sem fylgir laginu Spare Room.„Þar er einhver hefð fyrir því að sé maður að koma langt að, þá koma aðdáendur með fullt af gjöfum fyrir okkur.“ „Já, einmitt. Þá leið okkur eins og við værum ótrúlega fræg því við fengum gjafir og það voru allir að biðja okkur um eiginhandaráritun. Það voru meira að segja einhverjir tveir unglingsstrákar sem voru búnir að bíða allan daginn eftir að sjá okkur,“ segir hún hlæjandi en bætir svo við: „Þetta tengist líka því að í Japan er ákveðinn hópur fólks sem hittist og hefur áhuga á íslenskri tónlist og var því búinn að hlusta á tónlistina okkar.“ Þegar þau voru að byrja að túra fyrst var kannski lúxusinn ekki í miklum forgangi, heldur löngunin til að spila höfð fyrst og fremst að leiðarljósi. „Fyrst vorum við oft að gista hjá kunningjafólki eða umboðsmaðurinn okkar reddaði gólfplássi hjá félaga sínum,“ segir Úlfur. „Það var svo kannski oftast þannig að allir meðlimir bandsins voru að gista í rúmi fyrir tvo,“ segir Júlía og þau hlæja bæði.Kötturinn með smá dívustæla Í febrúar er von á stuttskífu frá sveitinni en á henni eru lög sem þau hafa legið á í nokkur ár. Á henni verður meðal annars lagið Spare Room, en tónlistarmyndband við það kom út í síðustu viku. Í því eru trommuleikari sveitarinnar og Mía, köttur móður Úlfs, með stórleik. „Baldvin Vernharðsson og Pétur Már Pétursson voru með okkur í að gera myndbandið. Það samstarf hófst fyrir tveimur árum,“ segir Úlfur.Var kötturinn svona erfiður að það tók tvö ár að gera myndbandið? „Nei, alls ekki. Við tókum sko köttinn ekki upp, hann var „fótósjoppaður“ inn á eftir. Rúnar, trommuleikarinn okkar, lék bara á móti svona grænum bolta, svo var þetta allt eftirvinnsla,“ segir Úlfur.Í alvöru? „Nei,“ svarar Úlfur hlæjandi. „En það væri rosalega fyndið, því kötturinn er mjög mikið í myndbandinu. Rúnar var mjög góður. Mía var aðeins erfiðari því hún vildi bara vera undir rúmi, sem var flókið fyrir Rúnar. Svo höfðum við önnur skot í huga, en þetta var leyst að lokum með mútum á borð við fisk og kisunammi.“ Þau segja íslenskan veruleika einfaldlega vera þannig að hlutir gerist stundum hægt. Myndbandið hafi í raun verið klárað í vor en þeim fannst myndbandið og lagið vera frekar haustlegt, svo þau biðu með útgáfuna. Myndbandið var frumsýnt á heimasíðunni Uproxx, en þau eru mjög þakklát metnaðarfullum umboðsmanni sínum. „Hann heyrði tónlistina okkar í Tólf tónum fyrir fjórum árum og var svo heillaður að hann spurði hvað hann væri að hlusta á og keypti diskinn. Svo keyrði hann í kringum landið og hlustaði ekki á neitt annað en diskinn okkar. Síðan hafði hann samband við okkur og vildi endilega verða umboðsmaðurinn okkar,“ segir Júlía.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira