Tréspíramálið: Leyndarmálið sem enginn vildi ræða í Vestmannaeyjum Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2019 10:54 Ragnar Jónsson, lögmaður og læknir, hefur kynnt sér málið á síðustu árum. Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum. Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Þó að allir hafi vitað um málið á sínum tíma hefur það hins vegar lítið verið rætt í Vestmannaeyjum. Ragnar Jónsson, lögfræðingur og bæklunarlæknir, hefur kynnt sér málið og skrifaði um það grein í Læknablaðið fyrr á árinu. Hann mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi málið við umsjónarmenn þáttarins. „Það voru tuttugu lagðir inn á sjúkrahúsið og þetta var það kvalarfullt að málarateymi, sem var að mála sjúkrahúsið… Ópin voru svo mikil að þeir voru sendir heim, málararnir, á mánudeginum eftir Þjóðhátíð. Þetta heyrðist niður í bæ,“ segir Ragnar. Fundu tunnu á reki Í viðtalinu segir Ragnar að það hafi farið bátur á róður rétt fyrir Þjóðhátíð 1943 og fundið tunnu á reki rétt hjá Þrídröngum, vestan við Eyjar. „Það var vínandi í tunnunni, rétt um tvö hundruð lítrar. Þeir vissu ekki hvort þetta væri tréspíri eða venjulegur vínandi, en tóku hana í land, földu hana og reyndu svo að komast að því hvort þetta væri eitur eða drykkjarhæft. Þeir leituðu til apótekarans og læknisins til að reyna að greina innihaldið í tunnunni. Svo prófuðu þeir það á einum manni, sem var kallaður Láki í Turninum. Hann var með mikla reynslu af þessum efnum og honum virtist ekkert verða meint af. En það er líklega af því að hann drakk venjulegt vín með, sem „ballanserar“ út eituráhrifin. Þá keyrðu þeir á þetta, tóku 50 lítra hver heim, settu á flöskur og svo var farið með þær inn í dal þegar Þjóðhátíðin kom. Þeir gerðu það í þeirri trú að þetta væri grandalaust og væri ekki tréspíri,“ segir Ragnar. Hann lýsir því svo hvernig fólk hafi byrjað að veikjast. „Þjóðhátíðin byrjar á föstudegi, og svo gerir vont veður aðfaranótt laugardags þannig að það varð ekki jafnmikið um hátíðarhöld. Það hefur sjálfsagt bjargað mörgum mannslífum. Síðan heldur hátíðin áfram og þessu er dreift, drukkið og margir urðu veikir, lagðir inn á sjúkrahús. Margir urðu veikir úti í bæ.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Hvernig urðu menn veikir? „Tréspíri er eitraður. Það er sama lykt af honum og venjulegum vínanda – metanól og etanól. Það er erfitt að greina á milli. Bragðið svipað, áhrifin svipuð. Drukkin áhrif. Svo er tréspírinn eitraður þannig að hann eyðileggur sjóntaugina og taugarnar. Bara efnið sjálft. Þegar tréspírinn brotnar niður í líkamanum myndast maurasýra og formalín og fleiri efni sem eru snareitruð. Nýrun bila, taugakerfið bilar. Og menn deyja úr því að líkaminn verður allt of súr, sýrustigið lækkar og menn deyja á mjög kvalarfullan hátt.“ „Tréspíraharakiri“ Ragnar segir að sá síðasti sem hafi látist hafi verið skipstjórinn á bátnum sem hafði fundið tunnuna. Hann hafi gert sér grein fyrir afleiðingum fundarins og dreifingu spírans. Hafi hann því ákveðið að taka forlögin í eigin hendur. „Hann drakk spírann þar til að yfir lauk. Þetta hefur verið svona tréspíraharakiri.“ Frá Þjóðhátíð í Eyjum. Myndin er tekin árið 2018.Vísir/sigurjón Ragnar segir rannsókn sína hafa byggt á hæstaréttardómi í málinu og svo viðtöl við á annan tug aldraðra Vestmannaeyinga. „Það sem mér þótti áhugavert var af hverju þetta lá svona lengi í þagnargildi. Það mátti ekki ræða þetta. Það segja allir það sama. „Mér kom þetta ekki við. Það var ekkert að tala um. Þetta var rosalega sorglegt.“ Það er svo sem þekkt í sjávarþorpum, menn sem hafa lent í sjávarháska. Þeim er ráðlagt: „Drífðu þig á sjóinn aftur. Verum ekkert að tala meira um þetta.“ Þetta er eins og áfallastreituröskun. Það eru skiptar skoðanir um það hvort eigi að ræða málin endalaust, kafa ofan í þau, eða láta kyrrt liggja.“ Hann segir að þrír hafi verið sóttir til saka vegna málsins. Tveir voru dæmdir og hlutu þeir sex og tólf mánaða fangelsi fyrir brot á áfengislögum og brot á hegningarlögum.
Bítið Einu sinni var... Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira