Söknuður Arnar Sveinn Geirsson skrifar 17. nóvember 2019 09:30 Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Fyrir rúmri viku síðan hélt ég af stað, einn, í ferðalag, og það ekkert smá ferðalag. Áfangastaðurinn var Sydney og förinni því heitið alla leið hinum megin á hnöttinn. Dagurinn áður en ég fór af stað var mjög erfiður. Ég brotnaði niður heima þegar ég allt í einu áttaði mig á því að það væri komið að þessu, en ég vissi ekki af hverju. Ég var varla heill, né hálfur maður. Þann 12. maí árið 2003 var ég á leiðinni heim úr skólanum, þá 11 ára gamall. Sumarið var handan við hornið og sólin skein. Ég man að ég var mjög spenntur fyrir sumrinu. Þegar ég gekk inn heima að þá var enginn þar. Ég var svangur svo að ég fór inn í eldhús og fékk mér að borða. Ég fékk mér ristað brauð með smjöri, banana og osti – eins og mamma hafði kennt mér – og kakó með. Mamma hafði nefnilega einkar gott lag á því að að skera bananann niður á brauðið og afhenda mér það áður en brauðið var orðið kalt. Ég náði þessu sjaldan, eða aldrei, og gerði mér því að góðu kalt ristað brauð. Á meðan ég sat inni í eldhúsi að borða heyrði ég útidyrahurðina opnast og vissi sem var að pabbi væri að koma heim. Pabbi kemur inn í eldhús, á meðan ég er ennþá að borða, og ég sé strax að það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Hann segir mér að hann þurfi að tala við mig. Þarna var pabbi í þann mund að fara að segja 11 ára gamla stráknum sínum að mamma hans kæmi aldrei aftur heim af spítalanum. Þegar 11 ára gamall strákur fær fréttir sem þessar kemur flóð tilfinninga. Flóð tilfinninga sem sumar hverjar 11 ára strákur hefur aldrei upplifað, og þá allavega ekki í þessu magni. Næstu daga var ég mikið inni á spítala með mömmu og var oft á tíðum erfitt að fá mig út af honum. Fjórum dögum síðar, þann 16. maí 2003, dó hún. Ég man að pabbi sat á rúmstokknum hjá mér þegar ég vaknaði heima hjá ömmu og afa og sagði mér að mamma væri dáin. Í minningunni voru viðbrögð mín lítil og í raun aðeins þau að ég bara vaknaði. Ég vaknaði og var staðráðinn í því að þetta myndi ekki brjóta mig. Staðráðinn í því að þetta myndi einmitt bara styrkja mig. Styrkja mig í þeirri vegferð að verða jákvæður, glaður og sterkur. En á sama tíma hafði sumarið, sem var handan við hornið aðeins örfáum dögum fyrr, horfið og í staðinn hafði þessi gríma tekið öll völd. Þegar tilfinningaflóðið reið yfir að þá virtist bara vera einn kostur, og sá kostur var að flýja flóðið. Koma mér í burtu. Og í þessu flóði var ein tilfinning ofboðslega fyrirferðarmikil. Svo fyrirferðarmikil að mér tókst ekki að flýja hana. Söknuðinn. Þegar ég brotnaði niður daginn fyrir ferðalagið að þá var ég ekki að brotna niður af því að ég hræddist flugferðirnar, eða af því að ég hræddist það hvert ég var að fara. Ég hræddist fjarlægðina. Ég hræddist söknuðinn. Ég er svo ofboðslega hræddur við að sakna, og hef í raun aldrei leyft mér að sakna. Ég ýti söknuðinum til hliðar. Ég hvorki segi það upphátt né hugsa út í að það sé einu sinni möguleiki að sakna. Af því að einu sinni var söknuðurinn svo lengi og mér leið eins og ég gæti ekkert annað gert en að hætta að sakna. Þegar nokkrir dagar höfðu liðið á dvöl mína hér í Sydney áttaði ég mig allt í einu á þessu, af hverju ég hafði brotnað niður. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var að lenda á enn einni hraðahindruninni á ferðalaginu mínu. Hindrun sem ég hafði komist hjá þar til núna. En allt í einu var ég á leiðinni hinum megin á hnöttinn og upp blossaði þessi hræðilega tilfinning. Þessi hræðilega tilfinning að sakna. Og reynsla mín af þessari tilfinningu er sú að hún fer ekki. Og það eina sem ég gæti gert væri að flýja hana. En svo mundi ég. Tilfinningarnar okkar, góðar eða erfiðar, eru eins og öldur. Öldurnar koma yfir, þær eru misstórar og geta jafnvel komið mjög hratt yfir, en á endanum þá fara þær alltaf. Það er engin alda sem varir að eilífu og það nákvæmlega sama gildir um tilfinningarnar okkar. Það nákvæmlega sama gildir um söknuðinn sem ég hræddist svo mikið. Þegar söknuðurinn hellist yfir þá finnst manni maður oft varla heill né hálfur maður. Og manni finnst maður óskaplega ósjálfbjarga. Og það er oft mjög erfitt að sakna. En ég mun alltaf sakna mömmu, það er ekkert sem mun breyta því. Ég sakna þess að fá heitt ristað brauð frá mömmu. Ég sakna þess að geta ekki knúsað hana þegar mér líður illa. En söknuðurinn kemur og fer. Ég mun sakna fólksins sem ég elska þegar ég fer í ferðalög, hvort sem það er hinum megin á hnöttinn eða ekki. En söknuðurinn mun ekki vara að eilífu. Allt í einu fann ég að það var allt í lagi að sakna. Ég mátti sakna. Ég má sakna mömmu og ég má líka sakna fjölskyldu og vina. Ég get verið óhræddur við að sakna, af því söknuðurinn segir mér bara hvað ég er heppinn. Heppinn að eiga einhvern eða hafa átt einhvern til að sakna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sveinn Geirsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Mér finnst ég varla heill, né hálfur maður, og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Fyrir rúmri viku síðan hélt ég af stað, einn, í ferðalag, og það ekkert smá ferðalag. Áfangastaðurinn var Sydney og förinni því heitið alla leið hinum megin á hnöttinn. Dagurinn áður en ég fór af stað var mjög erfiður. Ég brotnaði niður heima þegar ég allt í einu áttaði mig á því að það væri komið að þessu, en ég vissi ekki af hverju. Ég var varla heill, né hálfur maður. Þann 12. maí árið 2003 var ég á leiðinni heim úr skólanum, þá 11 ára gamall. Sumarið var handan við hornið og sólin skein. Ég man að ég var mjög spenntur fyrir sumrinu. Þegar ég gekk inn heima að þá var enginn þar. Ég var svangur svo að ég fór inn í eldhús og fékk mér að borða. Ég fékk mér ristað brauð með smjöri, banana og osti – eins og mamma hafði kennt mér – og kakó með. Mamma hafði nefnilega einkar gott lag á því að að skera bananann niður á brauðið og afhenda mér það áður en brauðið var orðið kalt. Ég náði þessu sjaldan, eða aldrei, og gerði mér því að góðu kalt ristað brauð. Á meðan ég sat inni í eldhúsi að borða heyrði ég útidyrahurðina opnast og vissi sem var að pabbi væri að koma heim. Pabbi kemur inn í eldhús, á meðan ég er ennþá að borða, og ég sé strax að það er eitthvað ekki eins og það á að vera. Hann segir mér að hann þurfi að tala við mig. Þarna var pabbi í þann mund að fara að segja 11 ára gamla stráknum sínum að mamma hans kæmi aldrei aftur heim af spítalanum. Þegar 11 ára gamall strákur fær fréttir sem þessar kemur flóð tilfinninga. Flóð tilfinninga sem sumar hverjar 11 ára strákur hefur aldrei upplifað, og þá allavega ekki í þessu magni. Næstu daga var ég mikið inni á spítala með mömmu og var oft á tíðum erfitt að fá mig út af honum. Fjórum dögum síðar, þann 16. maí 2003, dó hún. Ég man að pabbi sat á rúmstokknum hjá mér þegar ég vaknaði heima hjá ömmu og afa og sagði mér að mamma væri dáin. Í minningunni voru viðbrögð mín lítil og í raun aðeins þau að ég bara vaknaði. Ég vaknaði og var staðráðinn í því að þetta myndi ekki brjóta mig. Staðráðinn í því að þetta myndi einmitt bara styrkja mig. Styrkja mig í þeirri vegferð að verða jákvæður, glaður og sterkur. En á sama tíma hafði sumarið, sem var handan við hornið aðeins örfáum dögum fyrr, horfið og í staðinn hafði þessi gríma tekið öll völd. Þegar tilfinningaflóðið reið yfir að þá virtist bara vera einn kostur, og sá kostur var að flýja flóðið. Koma mér í burtu. Og í þessu flóði var ein tilfinning ofboðslega fyrirferðarmikil. Svo fyrirferðarmikil að mér tókst ekki að flýja hana. Söknuðinn. Þegar ég brotnaði niður daginn fyrir ferðalagið að þá var ég ekki að brotna niður af því að ég hræddist flugferðirnar, eða af því að ég hræddist það hvert ég var að fara. Ég hræddist fjarlægðina. Ég hræddist söknuðinn. Ég er svo ofboðslega hræddur við að sakna, og hef í raun aldrei leyft mér að sakna. Ég ýti söknuðinum til hliðar. Ég hvorki segi það upphátt né hugsa út í að það sé einu sinni möguleiki að sakna. Af því að einu sinni var söknuðurinn svo lengi og mér leið eins og ég gæti ekkert annað gert en að hætta að sakna. Þegar nokkrir dagar höfðu liðið á dvöl mína hér í Sydney áttaði ég mig allt í einu á þessu, af hverju ég hafði brotnað niður. Allt í einu áttaði ég mig á því að ég var að lenda á enn einni hraðahindruninni á ferðalaginu mínu. Hindrun sem ég hafði komist hjá þar til núna. En allt í einu var ég á leiðinni hinum megin á hnöttinn og upp blossaði þessi hræðilega tilfinning. Þessi hræðilega tilfinning að sakna. Og reynsla mín af þessari tilfinningu er sú að hún fer ekki. Og það eina sem ég gæti gert væri að flýja hana. En svo mundi ég. Tilfinningarnar okkar, góðar eða erfiðar, eru eins og öldur. Öldurnar koma yfir, þær eru misstórar og geta jafnvel komið mjög hratt yfir, en á endanum þá fara þær alltaf. Það er engin alda sem varir að eilífu og það nákvæmlega sama gildir um tilfinningarnar okkar. Það nákvæmlega sama gildir um söknuðinn sem ég hræddist svo mikið. Þegar söknuðurinn hellist yfir þá finnst manni maður oft varla heill né hálfur maður. Og manni finnst maður óskaplega ósjálfbjarga. Og það er oft mjög erfitt að sakna. En ég mun alltaf sakna mömmu, það er ekkert sem mun breyta því. Ég sakna þess að fá heitt ristað brauð frá mömmu. Ég sakna þess að geta ekki knúsað hana þegar mér líður illa. En söknuðurinn kemur og fer. Ég mun sakna fólksins sem ég elska þegar ég fer í ferðalög, hvort sem það er hinum megin á hnöttinn eða ekki. En söknuðurinn mun ekki vara að eilífu. Allt í einu fann ég að það var allt í lagi að sakna. Ég mátti sakna. Ég má sakna mömmu og ég má líka sakna fjölskyldu og vina. Ég get verið óhræddur við að sakna, af því söknuðurinn segir mér bara hvað ég er heppinn. Heppinn að eiga einhvern eða hafa átt einhvern til að sakna.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun