„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Kristján Már Unnarsson skrifar 17. nóvember 2019 07:50 Horft yfir Reynisdranga í átt til Víkur. Stöð 2/Einar Árnason. Mýrdalshreppur stendur frammi fyrir áskorunum með mestu fólksfjölgun á landinu og hæsta hlutfall erlendra íbúa, sem Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri lýsir í í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 18. nóvember, en þar verður Vík í Mýrdal heimsótt. Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. Elías Guðmundsson segir frá uppbyggingunni, sem hann hefur staðið fyrir, en hann er orðinn sá umsvifamesti í ferðaþjónustugeiranum í Vík.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Litið verður inn í kaffi hjá öldungaráðinu, hópi eldri borgara, sem hittast reglulega til að kryfja þjóðmálin. Við kynnumst markverðu starfi félagsskaparins Fjörulalla og skoðum listasmíði módelsmiðs. Fjórmenningarnir sem reka fyrirtækið Zip-line segja frá línubruninu og svifvængjafluginu og draumi sínum um að gera Vík að ævintýraþorpi Íslands. Við spyrjum einnig hvað hjólabátar, sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél eru að gera í þorpinu.Daníel Óliver Sveinsson flutti frá Svíþjóð til að stofna súpuveitingastað í Vík.Mynd/Einar Árnason.„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, en hann stofnaði veitingastaðinn The Soup Company í Vík í Mýrdal í fyrra. Við heyrum hversvegna Mýrdælingar eru montnir af golfvellinum sínum en þeir segjast spila golf allt árið. „Við erum náttúrlega nær Miðjarðarhafinu en restin af landinu,“ segir Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík. Þátturinn um Vík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum: Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Mýrdalshreppur stendur frammi fyrir áskorunum með mestu fólksfjölgun á landinu og hæsta hlutfall erlendra íbúa, sem Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri lýsir í í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld 18. nóvember, en þar verður Vík í Mýrdal heimsótt. Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. Elías Guðmundsson segir frá uppbyggingunni, sem hann hefur staðið fyrir, en hann er orðinn sá umsvifamesti í ferðaþjónustugeiranum í Vík.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Litið verður inn í kaffi hjá öldungaráðinu, hópi eldri borgara, sem hittast reglulega til að kryfja þjóðmálin. Við kynnumst markverðu starfi félagsskaparins Fjörulalla og skoðum listasmíði módelsmiðs. Fjórmenningarnir sem reka fyrirtækið Zip-line segja frá línubruninu og svifvængjafluginu og draumi sínum um að gera Vík að ævintýraþorpi Íslands. Við spyrjum einnig hvað hjólabátar, sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél eru að gera í þorpinu.Daníel Óliver Sveinsson flutti frá Svíþjóð til að stofna súpuveitingastað í Vík.Mynd/Einar Árnason.„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, en hann stofnaði veitingastaðinn The Soup Company í Vík í Mýrdal í fyrra. Við heyrum hversvegna Mýrdælingar eru montnir af golfvellinum sínum en þeir segjast spila golf allt árið. „Við erum náttúrlega nær Miðjarðarhafinu en restin af landinu,“ segir Anna Huld Óskarsdóttir, formaður Golfklúbbsins í Vík. Þátturinn um Vík er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19.10, strax að loknum fréttum og Íslandi í dag. Hér má sjá brot úr þættinum:
Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34