Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir Kveik Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 18:42 Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi. „Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu. „Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva. Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta. „Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Eva Joly telur óeðlilegt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks.. Hún segir eðlilegt að allsherjar rannsókn verði gerð á fyrirtækinu í þremur löndum. Eva Joly sérfræðingur í fjármálaglæpum fer fyrir teymi lögmanna sem hefur tekið að sér mál Jóhannesar Stefánssonar sem ljóstraði upp viðskiptaháttum Samherja í Namibíu. Hún telur skjölin sýna alvarlega fjármálaglæpi. „Samherji hefur átt viðskipti við spillta stjórnmálamenn í Namibíu til að ná til sín fiskveiðikvótum sem þeir hafa ekki rétt á. Þeir hafa ekki greitt eðlilegt verð fyrir þennan kvóta til namibíska ríkisins heldur til sömu stjórnmálamanna,“ segir Eva. Hún segir að Wikilieaksskjölin og málflutningur Jóhannesar Stefánssonar gefa tilefni til allsherjarrannsóknar á fyrirtækinu. „Það þurfa að fara fram þrennar rannsóknir. Ein í Noregi um peningaþvætti, ein á Íslandi og ein í Namibíu,“ segir Eva. Eva Joly var meðal þeirra sem rannsakaði fjármálahrunið hér á landi. Hún smæð samfélagsins hafi í för með sér ýmsa vankanta. „Sama fólkið hefur gegnt sömu stöðunum lengi,sami flokkurinn hefur verið við völd mjög lengi. Valddreifing og gagnkvæmt aðhald virkar ekki sem skyldi á Íslandi sökum náinna tengsla,“ segir Eva. Þá finnst henni afar óeðlilegt að Sjávarútvegsráðherra hafi hringt í forstjóra Samherja eftir umfjöllun Kveiks. „Það var ótækt að sjávarútvegsráðherra hafi hringt forstjóra Samherja eftir umfjöllunina og myndi aldrei líðast í öðrum löndum,“ segir Eva Joly. Hún ræddi jafnframt um sakamálarannsóknina í Namibíu, stöðu Jóhannesar Stefánssonar og um hvað hún telji að viðbrögð stjórnvalda eigi að vera vegna málsins. Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira