Dregið í EM-umspilið eftir viku Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2019 09:27 Íslenska liðið sem byrjaði leikinn gegn Tyrklandi í gær. vísir/getty Eftir markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í gær á Ísland ekki lengur möguleika á að fara beint á EM 2020. Frakkland og Tyrkland eru örugg með efstu tvö sætin í H-riðli undankeppninnar. Íslendingar eiga hins vegar enn möguleika að komast á annað Evrópumótið í röð í gegnum umspil. Það fer fram í lok mars á næsta ári. Þar þarf Ísland að vinna tvo leiki til að komast á EM. Dregið verður í umspilið eftir viku, eða föstudaginn 22. nóvember.Nánari útskýringu á umspilinu má lesa hér og neðar í fréttinni. Ekki liggur enn fyrir hvaða liðum Ísland getur mætt í umspilinu í mars 2020 en ef Sviss kemst beint inn á EM mætir Ísland líklega Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu í umspilinu. Ljóst er að Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins sem fara fram 26. mars. Það kemur svo í ljós næsta föstudag hvar úrslitaleikurinn í umspilinu 31. mars fer fram.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Umspilið útskýrt Ísland er svo gott sem öruggt með sæti í umspili fyrir EM 2020 sem fer fram í lok mars. En hvernig virkar það umspil og hvaða andstæðinga getur Ísland fengið þá?Hvenær? Umspilið fer fram á tveimur leikdögum; 26. mars og 31. mars á næsta ári. Fjögur lið eru í hverju umspili og er spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Undanúrslit fara fram 26. mars og sigurvegarar þeirra leikja mætast í úrslitaleik um eitt laust sæti á EM 2020 þann 31. mars.Hvaða lið komast í umspilið? Umspilið er reiknað út frá árangri liða í Þjóðadeild UEFA (Nations League) sem fór fram haustið 2018 en fjögur sæti á EM 2020 eru í boði í umspilinu. Þjóðadeild UEFA var skipt í fjórar deildir (A, B, C og D) og fær hver deild sitt umspil, þar sem eitt sæti á EM 2020 er í húfi fyrir hverja deild.Hvernig er umspilið samansett? Fjögur bestu liðin úr hverri deild sem ekki komust inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina fá sæti í umspilinu. En hér byrja málin að flækjast. Ísland var í A-deildinni og líkur eru á að Ísland verði í litlum hópi A-deildarliða sem ekki tryggja sér sæti á EM 2020 í undankeppninni. En hvaða liðum mætir þá Ísland í umspilinu? Það er erfitt að fullyrða nákvæmlega um það núna þar sem að undankeppnin fyrir EM 2020 er enn ekki lokið. En það er hægt velta því upp út frá núverandi stöðu liðanna. A-deild: 2 lið komast ekki áfram úr undankeppninni (Sviss og Ísland) B-deild: 4 lið komast ekki áfram (Bosnía, Wales, Slóvakía og Norður-Írland) C-deild: 13 lið komast ekki áfram D-deild: 16 lið komast ekki áfram Svona myndi því umspilið líta út miðað við núverandi stöðu A-deild: Ísland, Sviss, ???, ??? B-deild: Bosnía, Wales, Slóvakía, Norður-Írland C-deild: Skotland, Noregur, Serbía og ??? D-deild: Georgía, Norður-Makedónía, Kósóvó og Hvíta-Rússland Ljóst er að það þarf að sækja tvö önnur lið til að klára umspil A-deildar. Þá er leitað í næstu deildir fyrir neðan. Ekki er hægt að sækja þau lið í B-deildina þar sem að átta af tólf liðum fara beint á EM í gegnum undankeppnina. Hin fjögur sem eftir standa fara í sitt umspil. Það er hins vegar nóg af liðum í C-deildinni sem ekki fara beint á EM og þangað yrðu þau sótt fyrir umspil A-deildarinnar. Það er þó ekki hægt að sækja lið sem unnu sína riðla úr C-deildinni og þess vegna eru Skotland, Noregur og Serbía örugg með að spila sitt umspil í sinni deild. Öðru máli gegnir um önnur lið í C-deildinni en næst inn á eftir hinum þremur eru Búlgaría, Ísrael og Rúmenía. Eitt af þessum þremur fer í umspil C-deildar og hin tvö í umspil A-deildar. Þann 22. nóvember verður dregið í umspil, meðal annars um hvaða neðrideildarlið dragast í umspil efri deilda.Hvernig fer umspilið fram? Liðunum er styrkleikaraðað eftir árangri í Þjóðadeildinni. Ísland og Sviss fá því bæði heimaleiki í undanúrslitum og mæta þá liði úr C-deildinni á sínum heimavelli þann 26. mars. Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik 31. mars. En hver fær að spila úrslitaleik umspilsins á heimavelli? Það verður líka dregið um það þann 22. nóvember.Niðurstaða Þetta er flókið, eins og sjá má á þessari lesningu. Það sem stendur upp úr núna er þó að Ísland á nánast örugglega sæti í umspilinu í mars. En það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en eftir undankeppnina hvaða andstæðinga Ísland fær. En til að eiga sem bestan möguleika á að komast í lokakeppni EM næsta sumar væri vissulega gott að sleppa við jafn sterkt lið og Sviss í umspilinu. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Kári: Fáum eitt dauðafæri og oftast er það nóg Kári Árnason var svekktur eftir markalaust jafntefli við Tyrki ytra í kvöld, en þau úrslit þýða að Ísland fer ekki upp úr riðlinum í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:39 UEFA útskýrir með myndbandi hvernig umspilið fyrir EM 2020 virkar Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið í umspil fyrir EM 2020 nema Tyrkir eða Frakkar kasti frá sér góðri stöðu í H-riðlinum. 22. október 2019 09:30 Svona virkar flókið umspil fyrir EM 2020 Ef Ísland kemst ekki á EM 2020 í næsta mánuði þurfa strákarnir okkar að fara í gegnum umspil í mars. 15. október 2019 15:22 Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Gylfi Þór Sigurðsson segir að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins jafntefli úr leiknum gegn Tyrklandi á erfiðum útvelli í kvöld 14. nóvember 2019 19:35 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Hörður Björgvin: Svekkjandi því markmaðurinn átti ekki séns Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að vera hetja Íslands gegn Tyrkjum í kvöld, en liðin gerðu markalaust jafntefli í undakeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:47 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Eftir markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í gær á Ísland ekki lengur möguleika á að fara beint á EM 2020. Frakkland og Tyrkland eru örugg með efstu tvö sætin í H-riðli undankeppninnar. Íslendingar eiga hins vegar enn möguleika að komast á annað Evrópumótið í röð í gegnum umspil. Það fer fram í lok mars á næsta ári. Þar þarf Ísland að vinna tvo leiki til að komast á EM. Dregið verður í umspilið eftir viku, eða föstudaginn 22. nóvember.Nánari útskýringu á umspilinu má lesa hér og neðar í fréttinni. Ekki liggur enn fyrir hvaða liðum Ísland getur mætt í umspilinu í mars 2020 en ef Sviss kemst beint inn á EM mætir Ísland líklega Búlgaríu, Ísrael eða Rúmeníu í umspilinu. Ljóst er að Ísland fær heimaleik í undanúrslitum umspilsins sem fara fram 26. mars. Það kemur svo í ljós næsta föstudag hvar úrslitaleikurinn í umspilinu 31. mars fer fram.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, ræddi málin í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Umspilið útskýrt Ísland er svo gott sem öruggt með sæti í umspili fyrir EM 2020 sem fer fram í lok mars. En hvernig virkar það umspil og hvaða andstæðinga getur Ísland fengið þá?Hvenær? Umspilið fer fram á tveimur leikdögum; 26. mars og 31. mars á næsta ári. Fjögur lið eru í hverju umspili og er spilað með útsláttarfyrirkomulagi. Undanúrslit fara fram 26. mars og sigurvegarar þeirra leikja mætast í úrslitaleik um eitt laust sæti á EM 2020 þann 31. mars.Hvaða lið komast í umspilið? Umspilið er reiknað út frá árangri liða í Þjóðadeild UEFA (Nations League) sem fór fram haustið 2018 en fjögur sæti á EM 2020 eru í boði í umspilinu. Þjóðadeild UEFA var skipt í fjórar deildir (A, B, C og D) og fær hver deild sitt umspil, þar sem eitt sæti á EM 2020 er í húfi fyrir hverja deild.Hvernig er umspilið samansett? Fjögur bestu liðin úr hverri deild sem ekki komust inn á EM 2020 í gegnum undankeppnina fá sæti í umspilinu. En hér byrja málin að flækjast. Ísland var í A-deildinni og líkur eru á að Ísland verði í litlum hópi A-deildarliða sem ekki tryggja sér sæti á EM 2020 í undankeppninni. En hvaða liðum mætir þá Ísland í umspilinu? Það er erfitt að fullyrða nákvæmlega um það núna þar sem að undankeppnin fyrir EM 2020 er enn ekki lokið. En það er hægt velta því upp út frá núverandi stöðu liðanna. A-deild: 2 lið komast ekki áfram úr undankeppninni (Sviss og Ísland) B-deild: 4 lið komast ekki áfram (Bosnía, Wales, Slóvakía og Norður-Írland) C-deild: 13 lið komast ekki áfram D-deild: 16 lið komast ekki áfram Svona myndi því umspilið líta út miðað við núverandi stöðu A-deild: Ísland, Sviss, ???, ??? B-deild: Bosnía, Wales, Slóvakía, Norður-Írland C-deild: Skotland, Noregur, Serbía og ??? D-deild: Georgía, Norður-Makedónía, Kósóvó og Hvíta-Rússland Ljóst er að það þarf að sækja tvö önnur lið til að klára umspil A-deildar. Þá er leitað í næstu deildir fyrir neðan. Ekki er hægt að sækja þau lið í B-deildina þar sem að átta af tólf liðum fara beint á EM í gegnum undankeppnina. Hin fjögur sem eftir standa fara í sitt umspil. Það er hins vegar nóg af liðum í C-deildinni sem ekki fara beint á EM og þangað yrðu þau sótt fyrir umspil A-deildarinnar. Það er þó ekki hægt að sækja lið sem unnu sína riðla úr C-deildinni og þess vegna eru Skotland, Noregur og Serbía örugg með að spila sitt umspil í sinni deild. Öðru máli gegnir um önnur lið í C-deildinni en næst inn á eftir hinum þremur eru Búlgaría, Ísrael og Rúmenía. Eitt af þessum þremur fer í umspil C-deildar og hin tvö í umspil A-deildar. Þann 22. nóvember verður dregið í umspil, meðal annars um hvaða neðrideildarlið dragast í umspil efri deilda.Hvernig fer umspilið fram? Liðunum er styrkleikaraðað eftir árangri í Þjóðadeildinni. Ísland og Sviss fá því bæði heimaleiki í undanúrslitum og mæta þá liði úr C-deildinni á sínum heimavelli þann 26. mars. Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik 31. mars. En hver fær að spila úrslitaleik umspilsins á heimavelli? Það verður líka dregið um það þann 22. nóvember.Niðurstaða Þetta er flókið, eins og sjá má á þessari lesningu. Það sem stendur upp úr núna er þó að Ísland á nánast örugglega sæti í umspilinu í mars. En það kemur ekki endanlega í ljós fyrr en eftir undankeppnina hvaða andstæðinga Ísland fær. En til að eiga sem bestan möguleika á að komast í lokakeppni EM næsta sumar væri vissulega gott að sleppa við jafn sterkt lið og Sviss í umspilinu.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12 Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05 Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45 Kári: Fáum eitt dauðafæri og oftast er það nóg Kári Árnason var svekktur eftir markalaust jafntefli við Tyrki ytra í kvöld, en þau úrslit þýða að Ísland fer ekki upp úr riðlinum í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:39 UEFA útskýrir með myndbandi hvernig umspilið fyrir EM 2020 virkar Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið í umspil fyrir EM 2020 nema Tyrkir eða Frakkar kasti frá sér góðri stöðu í H-riðlinum. 22. október 2019 09:30 Svona virkar flókið umspil fyrir EM 2020 Ef Ísland kemst ekki á EM 2020 í næsta mánuði þurfa strákarnir okkar að fara í gegnum umspil í mars. 15. október 2019 15:22 Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Gylfi Þór Sigurðsson segir að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins jafntefli úr leiknum gegn Tyrklandi á erfiðum útvelli í kvöld 14. nóvember 2019 19:35 Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26 Hörður Björgvin: Svekkjandi því markmaðurinn átti ekki séns Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að vera hetja Íslands gegn Tyrkjum í kvöld, en liðin gerðu markalaust jafntefli í undakeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:47 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Alfreð fór úr axlarlið Alfreð Finnbogason fór úr axlarlið í fyrri hálfleik leiks Tyrklands og Íslands í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 18:12
Einkunnir Íslands eftir jafnteflið í Istanbúl: Miðverðirnir bestir Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru bestu leikmenn Íslands í markalausa jafnteflinu gegn Tyrklandi. 14. nóvember 2019 19:05
Umfjöllun: Tyrkland - Ísland 0-0 | Millimetrum frá því að senda stressaða Tyrki á gervigrasið í Andorra Ísland gerði markalaust jafntefli við Tyrkland í Istanbúl í næstsíðasta leik sínum í H-riðli undankeppni EM 2020. Tyrkir eru komnir á EM en Íslendingar fara í umspil um sæti á EM á næsta ári. 14. nóvember 2019 19:45
Kári: Fáum eitt dauðafæri og oftast er það nóg Kári Árnason var svekktur eftir markalaust jafntefli við Tyrki ytra í kvöld, en þau úrslit þýða að Ísland fer ekki upp úr riðlinum í undankeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:39
UEFA útskýrir með myndbandi hvernig umspilið fyrir EM 2020 virkar Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er að öllum líkindum á leið í umspil fyrir EM 2020 nema Tyrkir eða Frakkar kasti frá sér góðri stöðu í H-riðlinum. 22. október 2019 09:30
Svona virkar flókið umspil fyrir EM 2020 Ef Ísland kemst ekki á EM 2020 í næsta mánuði þurfa strákarnir okkar að fara í gegnum umspil í mars. 15. október 2019 15:22
Gylfi: Leggjum allt í umspilið í mars Gylfi Þór Sigurðsson segir að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins jafntefli úr leiknum gegn Tyrklandi á erfiðum útvelli í kvöld 14. nóvember 2019 19:35
Hamrén segir rétt að hafa beðið með að sækja Erik Hamrén var sáttur með frammistöðu íslenska landsliðsins gegn Tyrkjum í undankeppni EM 2020 í kvöld en að vonum vonsvikinn með niðurstöðuna. 14. nóvember 2019 19:26
Hörður Björgvin: Svekkjandi því markmaðurinn átti ekki séns Hörður Björgvin Magnússon var nálægt því að vera hetja Íslands gegn Tyrkjum í kvöld, en liðin gerðu markalaust jafntefli í undakeppni EM 2020. 14. nóvember 2019 19:47
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti