Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Suðurlandsvegi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá vettvangi í morgun.
Frá vettvangi í morgun. Vísir/JKJ
Hið minnsta fjögur hafa verið flutt á slysadeild eftir árekstur fjögurra bíla á Suðurlandsvegi við Norðlingaholt; eins flutningabíls, eins jeppa og tveggja fólksbíla. Veginum hefur verið lokað meðan unnið er á slysstað en áætlað er að lokunin standi yfir í tvær klukkustundir.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði þurfti að klippa tvo farþega út úr bílunum eftir áreksturinn. Sem fyrr segir voru hið minnsta fjögur flutt á slysadeild en ekki er vitað um alvarleika meiðsla þeirra. Fimm sjúkrabílar og tveir dælubílar voru sendir á vettvang.

Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, þar sem greint er frá lokun vegarins:

Suðurlandsvegur er lokaður frá hringtorgi Olís í Norðlingaholti að Hafravatnsvegi, vegna umferðaslyss við Heiðmerkurveg. Vegfarendum er bent á hjáleiðir. 

Leiðindaveður er á slysstað, slagveðursrigning.

Mikill viðbúnaður er á vettvangi.Vísir/JKj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×