Innlent

Hverfisgata opnuð „á undan áætlun“

Sylvía Hall skrifar
Framkvæmdir á Hverfisgötu hófust í maí.
Framkvæmdir á Hverfisgötu hófust í maí. Reykjavíkurborg
Opnað hefur verið fyrir umferð um Hverfisgötu eftir tæplega sex mánaða framkvæmdir. Áætlað var að opna götuna fyrir umferð á morgun en það hafðist í dag, degi á undan nýjustu áætlunum.

Framkvæmdirnar drógust mikið frá því að þær hófust í maí og átti þeim upphaflega að ljúka í ágúst. Framkvæmdirnar voru harðlega gagnrýndar, þá sérstaklega af rekstraraðilum á svæðinu, sem sögðu þær hafa bitnað verulega á aðgengi viðskiptavina og rekstrinum sjálfum.

Jón Halldór Jónasson, upplýsingafulltrúi framkvæmda og samgöngumála hjá Reykjavíkurborg, segir fráganginn vera á lokametrunum en þeir sem eiga leið um bæinn munu geta komist greiðlega leiðar sinnar um Hverfisgötuna.

Helstu ástæður fyrir seinkun framkvæmdanna voru tafir við lagnavinnu. Veitingahúsaeigendur lýstu því yfir fyrr í mánuðinum að þeir hygðust krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmdanna en borgin hefur lýst því yfir að verklagi verði gjörbreytt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×