Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 18:30 Björgólfur Jóhannsson gegndi áður stöðu forstjóra Icelandair Group. Fréttablaðið/Stefán Björgólfur Jóhannsson, nýsettur forstjóri Samherja, dregur engan dul á það að hans bíði tiltölulega erfitt verkefni fram undan. Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígi til hliðar sem forstjóri. Ætlar Þorsteinn að víkja þar til helstu niðurstöður innri rannsóknar á starfsemi dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefBjörgólfur þekkir fyrirtækið vel og gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja. Rætt var við hann í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.„Þannig að ég þekki fyrirtækið og þykir vænt um það, og það var ósköp eðlilegt fyrir mig að segja já við þessari beiðni.“Mikilvægt að starfsfólk standi með stjórnendumEr það erfitt verkefni sem bíður þín?„Já, örugglega tiltölulega erfitt en þetta er bara verkefni eins og hvert annað sem þarf að takast á við og maður einhentir sér í.“ Björgólfur segir það mikilvægt að starfsfólk fyrirtækisins standi með stjórnendum og stjórn fyrirtækisins. „Starfsfólk þessa félags þekkir auðvitað svona anga af slíku máli, eða málum áður. Vísa ég þar til Seðlabankamálsins.“ „Það er auðvitað mikilvægt að hafa það í huga að þetta er eitt af stærri fyrirtækjum landsins og mjög mikilvægt að það sé að starfa í sátt við umhverfi sitt og sé að starfa samkvæmt lögum og reglum.“Samherji muni vinna með opinberum aðilum Aðspurður út í ummæli þingmanna um að frysta ætti eigur félagsins á meðan rannsókn á málinu standi yfir segir hann mikilvægt að viðskiptavinir félagsins um heim allan haldi áfram að fá sínar vörur afhentar. „Mér finnst að fólk þurfi að vara sig í þessari orrahríð og þessari umræðu eins og hún er. Málið er í vinnslu, Samherji mun að sjálfsögðu vinna með opinberum aðilum að því að finna niðurstöðu í þessu máli.“Sjá einnig: Björgólfur Jóhannsson í leyfi hjá Íslandsstofu„Það er bara mikilvægt að hið sanna komi fram, en að félagið þarf auðvitað að geta starfað áfram. Þetta er mikilvægt félag fyrir samfélagið og þá sérstaklega hér á Eyjafjarðarsvæðinu.“Hafa fengið fyrirspurnir frá viðskiptavinum vegna málsins Aðspurður segir Björgólfur að fyrirtæki og viðskiptavinir víða um heim hafi vissulega sent félaginu fyrirspurnir í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunarinnar en fullyrðir að enginn hafi hætt viðskiptum við félagið í kjölfar hennar. „Það eru einfaldlega fyrirspurnir um það hvort að þeir þurfi að hafa einhverjar áhyggjur af því að fá vörur í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið.“ Björgólfur segir að rannsóknin eigi ekki að hafa teljandi áhrif á starfsemi fyrirtækisins. „Félagið þarf að halda áfram að geta starfað eðlilega, ef að einhverjar brotalamir hafi átt sér stað þá er mjög mikilvægt að það komi upp á yfirborðið.“ Að hans sögn liggur ekki fyrir hve lengi hann mun sitja forstjórastólinn. „Það fer nú bara mjög mikið eftir því hvernig þessari rannsókn miðar. Það stendur í tilkynningunni að þetta sé tímabundið og það er tímabundið og það verður þá fram að því að niðurstaðan kemur.“Hlusta má á viðtalið við Björgólf í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, nýsettur forstjóri Samherja, dregur engan dul á það að hans bíði tiltölulega erfitt verkefni fram undan. Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígi til hliðar sem forstjóri. Ætlar Þorsteinn að víkja þar til helstu niðurstöður innri rannsóknar á starfsemi dótturfélags í Namibíu liggja fyrir.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefBjörgólfur þekkir fyrirtækið vel og gegndi áður stöðu framkvæmdastjóra nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja. Rætt var við hann í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.„Þannig að ég þekki fyrirtækið og þykir vænt um það, og það var ósköp eðlilegt fyrir mig að segja já við þessari beiðni.“Mikilvægt að starfsfólk standi með stjórnendumEr það erfitt verkefni sem bíður þín?„Já, örugglega tiltölulega erfitt en þetta er bara verkefni eins og hvert annað sem þarf að takast á við og maður einhentir sér í.“ Björgólfur segir það mikilvægt að starfsfólk fyrirtækisins standi með stjórnendum og stjórn fyrirtækisins. „Starfsfólk þessa félags þekkir auðvitað svona anga af slíku máli, eða málum áður. Vísa ég þar til Seðlabankamálsins.“ „Það er auðvitað mikilvægt að hafa það í huga að þetta er eitt af stærri fyrirtækjum landsins og mjög mikilvægt að það sé að starfa í sátt við umhverfi sitt og sé að starfa samkvæmt lögum og reglum.“Samherji muni vinna með opinberum aðilum Aðspurður út í ummæli þingmanna um að frysta ætti eigur félagsins á meðan rannsókn á málinu standi yfir segir hann mikilvægt að viðskiptavinir félagsins um heim allan haldi áfram að fá sínar vörur afhentar. „Mér finnst að fólk þurfi að vara sig í þessari orrahríð og þessari umræðu eins og hún er. Málið er í vinnslu, Samherji mun að sjálfsögðu vinna með opinberum aðilum að því að finna niðurstöðu í þessu máli.“Sjá einnig: Björgólfur Jóhannsson í leyfi hjá Íslandsstofu„Það er bara mikilvægt að hið sanna komi fram, en að félagið þarf auðvitað að geta starfað áfram. Þetta er mikilvægt félag fyrir samfélagið og þá sérstaklega hér á Eyjafjarðarsvæðinu.“Hafa fengið fyrirspurnir frá viðskiptavinum vegna málsins Aðspurður segir Björgólfur að fyrirtæki og viðskiptavinir víða um heim hafi vissulega sent félaginu fyrirspurnir í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunarinnar en fullyrðir að enginn hafi hætt viðskiptum við félagið í kjölfar hennar. „Það eru einfaldlega fyrirspurnir um það hvort að þeir þurfi að hafa einhverjar áhyggjur af því að fá vörur í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið.“ Björgólfur segir að rannsóknin eigi ekki að hafa teljandi áhrif á starfsemi fyrirtækisins. „Félagið þarf að halda áfram að geta starfað eðlilega, ef að einhverjar brotalamir hafi átt sér stað þá er mjög mikilvægt að það komi upp á yfirborðið.“ Að hans sögn liggur ekki fyrir hve lengi hann mun sitja forstjórastólinn. „Það fer nú bara mjög mikið eftir því hvernig þessari rannsókn miðar. Það stendur í tilkynningunni að þetta sé tímabundið og það er tímabundið og það verður þá fram að því að niðurstaðan kemur.“Hlusta má á viðtalið við Björgólf í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Fleiri fréttir Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30