Sannleikurinn Katrín Oddsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 14:15 Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland. Auk þess sögðu 83% kjósenda að í nýrri stjórnarskrá skyldi lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Á þeim 2.581 degi frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi hvorki sett Íslandi þá stjórnarskrá sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar né komið ákvæði um auðlindir landsins í gildandi stjórnarskrá. Ekkert hefur gerst. Ekki neitt. Sú tillaga að auðlindaákvæði sem formannanefnd stjórnmálaflokka á Alþingis hefur lagt fram í samráðsgátt hefur að geyma lakari vernd almennings til eignarhalds á auðlindum en finna má í nýju stjórnarskránni sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum veruleika rennur fjárhagslegi arðurinn af nytjastofnum á Íslandsmiðum í vasa örfárra útvaldra einstaklinga. Í krafti arðsins færa svo þessir einstaklingar út kvíar sínar til landa á borð við Namibíu. Gleymum því ekki að við látum þetta viðgangast með sinnuleysi okkar dag eftir dag. Ár eftir ár. Misrétti elur af sér meira misrétti. Réttlæti skapar aukið réttlæti. Nú er mál til komið að fólk á Íslandi standi saman og rísi upp gegn gegndarlausu arðráni og spillingu sem þrífst hér á landi, og stjórnvöld veita okkur enga vörn fyrir. Getum við sætt okkur við hvernig farið er með fullveldi, auðlindir og æru okkar sem þjóð? Allt opinbert vald sprettur frá þjóðinni. Einmitt þess vegna er það þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Við VERÐUM að vakna!Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sagan Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. 2. október 2019 09:45 Mest lesið Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland. Auk þess sögðu 83% kjósenda að í nýrri stjórnarskrá skyldi lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Á þeim 2.581 degi frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi hvorki sett Íslandi þá stjórnarskrá sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar né komið ákvæði um auðlindir landsins í gildandi stjórnarskrá. Ekkert hefur gerst. Ekki neitt. Sú tillaga að auðlindaákvæði sem formannanefnd stjórnmálaflokka á Alþingis hefur lagt fram í samráðsgátt hefur að geyma lakari vernd almennings til eignarhalds á auðlindum en finna má í nýju stjórnarskránni sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum veruleika rennur fjárhagslegi arðurinn af nytjastofnum á Íslandsmiðum í vasa örfárra útvaldra einstaklinga. Í krafti arðsins færa svo þessir einstaklingar út kvíar sínar til landa á borð við Namibíu. Gleymum því ekki að við látum þetta viðgangast með sinnuleysi okkar dag eftir dag. Ár eftir ár. Misrétti elur af sér meira misrétti. Réttlæti skapar aukið réttlæti. Nú er mál til komið að fólk á Íslandi standi saman og rísi upp gegn gegndarlausu arðráni og spillingu sem þrífst hér á landi, og stjórnvöld veita okkur enga vörn fyrir. Getum við sætt okkur við hvernig farið er með fullveldi, auðlindir og æru okkar sem þjóð? Allt opinbert vald sprettur frá þjóðinni. Einmitt þess vegna er það þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Við VERÐUM að vakna!Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Sagan Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. 2. október 2019 09:45
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar