Fréttir frá fjarlægu landi Sigríður Á. Andersen skrifar 14. nóvember 2019 12:35 Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Íslendingar hafa sinnt þróunaraðstoð í ýmsum löndum. Markmiðið með slíkri aðstoð er að hjálpa fólki sem höllustum fæti stendur í lífsbaráttunni, jafnvel þrátt fyrir ríkulegar auðlindir, að hjálpa sér sjálft. Íslendingar hafa margt fram að færa þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Rannsóknir og nýting á jarðhita er hér í blóma. Íslensk stjórnvöld vörðu á öðrum milljarði króna í aðstoð við Namibíu á um tuttuga ára tímabili. Einkum til þróunar í sjávarútvegi. Fyrirtæki tengd Íslandi fylgdu í kjölfarið og héldu þannig áfram þróunarstarfi á viðskiptalegum forsendum. Fátt er fátækum ríkjum mikilvægara til langframa en starfsemi sem stendur undir sér. Í Kveik, fréttaþætti RÚV, var fjallað starfsemi Íslendinga í Namibíu að þróunarsamvinnunni lokinni. Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga. Þar til bær yfirvöld virðast ef marka má fréttir hafa tekið þessi mál til skoðunar og engin ástæða til að ætla annað en að það verði gert af vandvirkni. Um leið er ástæða til að minna þingmenn á að þeir fara ekki með ákæruvald í málum sem þessum eins og ætla mætti af orðum sumra þeirra í dag. Þeir sem bornir eru sökum eiga að fá tækifæri til að verjast þeim í réttarkerfinu. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Umfjöllunin gefur hins vegar tilefni til þess að velta nokkrum þáttum fyrir sér. Þróunaraðstoð á afmörkuðu sviði, eins og t.d. sjávarútvegi, hlýtur að taka mið af aðstæðum í landinu að öðru leyti. Spurningar sem gæslumenn almannafjár á Íslandi hljóta að spyrja áður en fé er veitt til þróunaraðstoðar eru t.d.: Er líklegt að afrakstur þróunaraðstoðar, t.d. uppbygging innviða, fái að njóta sín til langframa? Eru til staðar innviðir sem verja eignarréttinn og önnur grundvallarmannréttindi? Spilling er landlæg í þróunarlöndum, og oftast helsta orsök fátæktar þar. Er líklegt að dragi úr henni með þróunaraðstoð? Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni? Hver er reynsla starfsmanna íslensku þróunaraðstoðarinnar í gegnum tíðina? Verða þeir aldrei varir við spillingu? Þessar spurningar og fleiri verða til umfjöllunar í utanríkismálamálanefnd á næstu vikum. Það var ekki að ástæðulausu að á vettvangi OECD var árið 1998 gerður samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Íslensk löggjöf hefur frá þeim tíma tekið breytingum í átt að markmiðum samningsins. Síðast að mínu frumkvæði árið 2018 er almennum hegningarlögum var breytt í átt til samræmis við samninginn. Það er verðugt verkefni að reyna að uppræta spillingu í alþjóðlegum viðskiptum og íslensk stjórnvöld taka heilshugar þátt í því. Það er vert að íslenskt atvinnulíf gefi þessari löggjöf gaum. Hún varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hitt er svo að það er ekki hægt að skrifa það á reikning íslensku þjóðarinnar, íslensks atvinnulífs, einstakra atvinnugreina eða íslenskra stjórnmála hvernig t.d. namibískir stjórnmálamenn haga sér í samskiptum við einkafyrirtæki, jafnvel þótt íslensk séu í einhverjum tilvikum eða tengd íslenskum aðilum. Menn bera nefnilega aðallega ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum, jafnvel þótt landar séu.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist fyrst á heimasíðu Sigríðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Sigríður Á. Andersen Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Lífskjör lítillar þjóðar sem byggir allt sitt á útflutningi hvíla á góðum samskiptum yfir landamæri. Íslendingar hafa sinnt þróunaraðstoð í ýmsum löndum. Markmiðið með slíkri aðstoð er að hjálpa fólki sem höllustum fæti stendur í lífsbaráttunni, jafnvel þrátt fyrir ríkulegar auðlindir, að hjálpa sér sjálft. Íslendingar hafa margt fram að færa þegar kemur að nýtingu náttúruauðlinda. Íslenskur sjávarútvegur er í fremstu röð. Rannsóknir og nýting á jarðhita er hér í blóma. Íslensk stjórnvöld vörðu á öðrum milljarði króna í aðstoð við Namibíu á um tuttuga ára tímabili. Einkum til þróunar í sjávarútvegi. Fyrirtæki tengd Íslandi fylgdu í kjölfarið og héldu þannig áfram þróunarstarfi á viðskiptalegum forsendum. Fátt er fátækum ríkjum mikilvægara til langframa en starfsemi sem stendur undir sér. Í Kveik, fréttaþætti RÚV, var fjallað starfsemi Íslendinga í Namibíu að þróunarsamvinnunni lokinni. Þar var dregin upp dökk mynd af þeim kröfum sem namibískir ráðamenn gera til þeirra sem vilja stunda fiskveiðar við landið, þar á meðal til fyrirtækja í eigu Íslendinga. Þar til bær yfirvöld virðast ef marka má fréttir hafa tekið þessi mál til skoðunar og engin ástæða til að ætla annað en að það verði gert af vandvirkni. Um leið er ástæða til að minna þingmenn á að þeir fara ekki með ákæruvald í málum sem þessum eins og ætla mætti af orðum sumra þeirra í dag. Þeir sem bornir eru sökum eiga að fá tækifæri til að verjast þeim í réttarkerfinu. Dómar eru hvorki kveðnir upp í fjölmiðlum né í þingsal. Umfjöllunin gefur hins vegar tilefni til þess að velta nokkrum þáttum fyrir sér. Þróunaraðstoð á afmörkuðu sviði, eins og t.d. sjávarútvegi, hlýtur að taka mið af aðstæðum í landinu að öðru leyti. Spurningar sem gæslumenn almannafjár á Íslandi hljóta að spyrja áður en fé er veitt til þróunaraðstoðar eru t.d.: Er líklegt að afrakstur þróunaraðstoðar, t.d. uppbygging innviða, fái að njóta sín til langframa? Eru til staðar innviðir sem verja eignarréttinn og önnur grundvallarmannréttindi? Spilling er landlæg í þróunarlöndum, og oftast helsta orsök fátæktar þar. Er líklegt að dragi úr henni með þróunaraðstoð? Getur verið að opinber þróunaraðstoð festi fremur spillingu í sessi en að draga úr henni? Hver er reynsla starfsmanna íslensku þróunaraðstoðarinnar í gegnum tíðina? Verða þeir aldrei varir við spillingu? Þessar spurningar og fleiri verða til umfjöllunar í utanríkismálamálanefnd á næstu vikum. Það var ekki að ástæðulausu að á vettvangi OECD var árið 1998 gerður samningur um baráttu gegn mútugreiðslum til erlendra opinberra starfsmanna í alþjóðlegum viðskiptum. Íslensk löggjöf hefur frá þeim tíma tekið breytingum í átt að markmiðum samningsins. Síðast að mínu frumkvæði árið 2018 er almennum hegningarlögum var breytt í átt til samræmis við samninginn. Það er verðugt verkefni að reyna að uppræta spillingu í alþjóðlegum viðskiptum og íslensk stjórnvöld taka heilshugar þátt í því. Það er vert að íslenskt atvinnulíf gefi þessari löggjöf gaum. Hún varðar bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hitt er svo að það er ekki hægt að skrifa það á reikning íslensku þjóðarinnar, íslensks atvinnulífs, einstakra atvinnugreina eða íslenskra stjórnmála hvernig t.d. namibískir stjórnmálamenn haga sér í samskiptum við einkafyrirtæki, jafnvel þótt íslensk séu í einhverjum tilvikum eða tengd íslenskum aðilum. Menn bera nefnilega aðallega ábyrgð á sjálfum sér en ekki öðrum, jafnvel þótt landar séu.Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Greinin birtist fyrst á heimasíðu Sigríðar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar