Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fjölnir 32-24 | Haukar svifu hátt yfir Fjölni Þór Símon Hafþórsson skrifar 16. nóvember 2019 21:30 Adam Haukur skoraði átta mörk. vísir/bára Topplið Hauka mætti nýliðum Fjölnis í kvöld sem sátu fyrir leik í næst neðsta sæti deildarinnar eftir níu umferðir. Leikurinn í kvöld var hluti af þeirri tíundu og fór hann vel af stað fyrir heimaliðið sem tók í upphafi leiks sex marka forystu, 6-0. Fjölnir sáu vart til sólar frá fyrstu mínútu en liðinu tókst loksins að skora eftir 13 mínútna leik. Haukar voru þá sem fyrr segir með sex marka forystu og þeir slepptu aldrei af henni hendinni. Haukar létu hné fylgja kviði og fóru inn í leikhlé með 6 marka forystu, 16-10. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama og var forystan nógu þægileg fyrir Gunna Magnússon, þjálfara liðsins, til að byrja eilítið að skipta inn á yngri leikmönnum liðsins sem komust allir á blað. Einn sem stóð sína plikt frá fyrstu mínútu leiksins var hinsvegar Andri Sigmarsson Scheving í marki Hauka en hann endaði með 21 varðan bolta sem samsvaraði 47% markvörslu. Fjölnir náðu ekki að brjóta lið Hauka á bak aftur og endaði leikurinn með átta marka sigri Hauka, 32-24. Af hverju unnu Haukar?Haukar voru einfaldlega bara fimm númerum of stórir fyrir lið Fjölnis í kvöld og verður í raun að hrósa Haukum gífurlega fyrir að halda áfram að berja á andstæðingi sínum frá fyrstu mínútu. Ég get vel ímyndað mér að einbeitingin geti legið í valnum sé maður taplaus með 6-8 marka forystu á andstæðingin sinn sem er við botn deildarinnar. En einbeitingin hélst svo sannarlega saman og slepptu Haukar aldrei hendinni af sigrinum. Þessum leik verður a.m.k. aldrei minnst sem spennu leik enda ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi.Hverjir stóðu upp úr?Adam Haukur Baumruk átti stórkostlegan leik þangað til hann fékk að hvíla síðustu 20 mínútur leiksins en hann endaði leikinn með 8 mörk úr 10 skotum. Atli Már Báruson og Tjörvi Þorgeirsson stýrðu sóknarleiknum af mikilli snilld og svo var varnarleikur Hauka á löngum köflum upp á tíu. Síðast en alls ekki síst var það svo Andri Sigmarsson Scheving sem stóð vaktina á milli stangana og lokaði markinu og læsti á löngum köflum leiksins.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Fjölnis var mjög þungur og oft allt of fyrirsjáanlegur. Mér fannst hann vera stærsta vandamál Fjölnis í dag en Kári Garðarsson, þjálfari liðsins, taldi varnarleikurinn vera það. Hann veit miklu meira um handbolta en ég en ef við hittumst bara í miðjunni þá getum við sammælst um að það hafi í raun allt við leik Fjölnis gengið illa í kvöld.Hvað gerist næst?Bæði lið taka sér smá frí frá deildinni en nú er komið að Coca Cola bikarnum þar sem Haukar mæta Val í hörkuleik og Fjölnir fær Fram í heimsókn.Gunnar var alsæll eftir leik.vísir/báraGunnar: Erum með mjög sterka liðsheildGunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir öruggan 32-24 sigur á Fjölni í kvöld. „Við mættum með rétt hugarfar og vorum klárir frá byrjun. Komumst í 6-0 og gáfum mjög lítið eftir í 60 mínútur,“ sagði Gunnar en Haukar gáfu aldrei eftir og héldu forystunni frá upphafi til enda. „Ég verð að hrósa drengjunum fyrir hugarfarið og fagmennskuna að halda standard allan leikinn og létum boltann rúlla vel. Bara ánægður með allt í kvöld.“ Gunnar leyfði yngri leikmönnum liðsins að spreyta sig en allir útileikmenn liðsins sem voru á skýrslu í kvöld skoruðu a.m.k. eitt mark. „Það var frábært að fá mark frá öllum og sumir að skora sitt fyrsta mark í Olís deildinni. Það er mikilvægt að geta gefið þeim tækifæri en þeir þurfa líka að standa sig og þeir gerðu það,“ sagði Gunnar. Adam Haukur Baumruk skoraði 8 mörk í kvöld en í síðustu umferð var það Tjörvi sem var í aðalhlutverki í markaskorun liðsins. „Við erum með mjög sterka liðsheild. Strákarnir taka sín færi þegar þau gefast. Núna var það Adam Haukur sem var að fá færin en það geta allir stigið upp.“ En er ekki erfitt að halda taplausu liði eftir 10 umferðir á jörðinni? „Það er alltaf smá áskorun. Það geta öll lið náð syrpum. Áskoruninn er að halda þetta lengi út og klára þetta fyrir jól. Þó svo að við séum að vinna einhverja leiki núna þá erum við ekkert að fara fram úr okkur.“Kári var ekki par sáttur við varnarleik Fjölnis.vísir/báraKári: Þetta var þungur róður „Við áttum mjög slakan dag. Ef þú ætlar að vinna lið eins og Hauka þá þurfa allir að eiga topp leik og við vorum býsna langt frá því í kvöld,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Fjölnis eftir leik en Fjölnir byrjuðu leikinn illa og sáu vart til sólar þar á eftir. „Við lendum 6-0 undir strax í upphafi leiks og eftir það var þetta mjög þungur róður. Það var ekki gott veganesti inn í leikinn,“ sagði Kári en Fjölnir skoruðu ekki fyrr en eftir 13 mínútna leik. „Mér fannst við bara mjög bitlausir og ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik og við gefum þeim þetta forskot,“ sagði Kári. Að mati undirritaðs var bitlaus sóknarleikur liðsins helsta vandamálið við frammistöðu Fjölnis í kvöld en Kári var á öðru máli og var ósáttur með varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Við vorum þungir í sóknarleiknum en mér fannst við vera að tapa tveir á tveir stöðum og ég var eiginlega hvað ósáttastur við varnarleikinn í fyrri hálfleik,“ sagði Kári sem tekur enn sem komið er bara einn leik í einu. „Við þurfum að bæta í stigasöfnun en það snýst verkefnið um. En ég er ekki byrjaður að meta hvernig þetta endar í vor. Það kemur bara í ljós.“Andri varði 21 skot.vísir/báraAndri: Jákvæð samkeppni á milli mín og Grétars „Ég er bara rosalega ánægður. Við mættum ákveðnir til leiks og héldum áfram og gáfum aldrei neitt eftir,“ sagði kátur Andri Sigmarsson, markvörður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. Andri átti stórleik og endaði leikinn með 21 varðan bolta eða 47% markvörslu. „Þegar vörnin gefur þér auðvelda bolta þá koma hinir ósjálfrátt. Vörnin virkaði gríðarlega vel í dag,“ sagði hógvær Andri aðspurður hvort þetta væri honum eða vörninni að þakka. Grétar Ari Guðjónsson sat allan leikinn á bekknum en hann er að mörgum talinn einn af betri markvörðum deildarinnar. Það hlýtur að auka aðeins spennustigið á milli stanganna vitandi að jafn góður markvörður er að bíða eftir að fá tækifærið. „Við vinnum vel saman ég og Grétar. Þetta er mjög jákvæð samkeppni á milli okkar.“ Olís-deild karla
Topplið Hauka mætti nýliðum Fjölnis í kvöld sem sátu fyrir leik í næst neðsta sæti deildarinnar eftir níu umferðir. Leikurinn í kvöld var hluti af þeirri tíundu og fór hann vel af stað fyrir heimaliðið sem tók í upphafi leiks sex marka forystu, 6-0. Fjölnir sáu vart til sólar frá fyrstu mínútu en liðinu tókst loksins að skora eftir 13 mínútna leik. Haukar voru þá sem fyrr segir með sex marka forystu og þeir slepptu aldrei af henni hendinni. Haukar létu hné fylgja kviði og fóru inn í leikhlé með 6 marka forystu, 16-10. Seinni hálfleikurinn var meira af því sama og var forystan nógu þægileg fyrir Gunna Magnússon, þjálfara liðsins, til að byrja eilítið að skipta inn á yngri leikmönnum liðsins sem komust allir á blað. Einn sem stóð sína plikt frá fyrstu mínútu leiksins var hinsvegar Andri Sigmarsson Scheving í marki Hauka en hann endaði með 21 varðan bolta sem samsvaraði 47% markvörslu. Fjölnir náðu ekki að brjóta lið Hauka á bak aftur og endaði leikurinn með átta marka sigri Hauka, 32-24. Af hverju unnu Haukar?Haukar voru einfaldlega bara fimm númerum of stórir fyrir lið Fjölnis í kvöld og verður í raun að hrósa Haukum gífurlega fyrir að halda áfram að berja á andstæðingi sínum frá fyrstu mínútu. Ég get vel ímyndað mér að einbeitingin geti legið í valnum sé maður taplaus með 6-8 marka forystu á andstæðingin sinn sem er við botn deildarinnar. En einbeitingin hélst svo sannarlega saman og slepptu Haukar aldrei hendinni af sigrinum. Þessum leik verður a.m.k. aldrei minnst sem spennu leik enda ljóst frá fyrstu mínútu í hvað stefndi.Hverjir stóðu upp úr?Adam Haukur Baumruk átti stórkostlegan leik þangað til hann fékk að hvíla síðustu 20 mínútur leiksins en hann endaði leikinn með 8 mörk úr 10 skotum. Atli Már Báruson og Tjörvi Þorgeirsson stýrðu sóknarleiknum af mikilli snilld og svo var varnarleikur Hauka á löngum köflum upp á tíu. Síðast en alls ekki síst var það svo Andri Sigmarsson Scheving sem stóð vaktina á milli stangana og lokaði markinu og læsti á löngum köflum leiksins.Hvað gekk illa?Sóknarleikur Fjölnis var mjög þungur og oft allt of fyrirsjáanlegur. Mér fannst hann vera stærsta vandamál Fjölnis í dag en Kári Garðarsson, þjálfari liðsins, taldi varnarleikurinn vera það. Hann veit miklu meira um handbolta en ég en ef við hittumst bara í miðjunni þá getum við sammælst um að það hafi í raun allt við leik Fjölnis gengið illa í kvöld.Hvað gerist næst?Bæði lið taka sér smá frí frá deildinni en nú er komið að Coca Cola bikarnum þar sem Haukar mæta Val í hörkuleik og Fjölnir fær Fram í heimsókn.Gunnar var alsæll eftir leik.vísir/báraGunnar: Erum með mjög sterka liðsheildGunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir öruggan 32-24 sigur á Fjölni í kvöld. „Við mættum með rétt hugarfar og vorum klárir frá byrjun. Komumst í 6-0 og gáfum mjög lítið eftir í 60 mínútur,“ sagði Gunnar en Haukar gáfu aldrei eftir og héldu forystunni frá upphafi til enda. „Ég verð að hrósa drengjunum fyrir hugarfarið og fagmennskuna að halda standard allan leikinn og létum boltann rúlla vel. Bara ánægður með allt í kvöld.“ Gunnar leyfði yngri leikmönnum liðsins að spreyta sig en allir útileikmenn liðsins sem voru á skýrslu í kvöld skoruðu a.m.k. eitt mark. „Það var frábært að fá mark frá öllum og sumir að skora sitt fyrsta mark í Olís deildinni. Það er mikilvægt að geta gefið þeim tækifæri en þeir þurfa líka að standa sig og þeir gerðu það,“ sagði Gunnar. Adam Haukur Baumruk skoraði 8 mörk í kvöld en í síðustu umferð var það Tjörvi sem var í aðalhlutverki í markaskorun liðsins. „Við erum með mjög sterka liðsheild. Strákarnir taka sín færi þegar þau gefast. Núna var það Adam Haukur sem var að fá færin en það geta allir stigið upp.“ En er ekki erfitt að halda taplausu liði eftir 10 umferðir á jörðinni? „Það er alltaf smá áskorun. Það geta öll lið náð syrpum. Áskoruninn er að halda þetta lengi út og klára þetta fyrir jól. Þó svo að við séum að vinna einhverja leiki núna þá erum við ekkert að fara fram úr okkur.“Kári var ekki par sáttur við varnarleik Fjölnis.vísir/báraKári: Þetta var þungur róður „Við áttum mjög slakan dag. Ef þú ætlar að vinna lið eins og Hauka þá þurfa allir að eiga topp leik og við vorum býsna langt frá því í kvöld,“ sagði Kári Garðarsson þjálfari Fjölnis eftir leik en Fjölnir byrjuðu leikinn illa og sáu vart til sólar þar á eftir. „Við lendum 6-0 undir strax í upphafi leiks og eftir það var þetta mjög þungur róður. Það var ekki gott veganesti inn í leikinn,“ sagði Kári en Fjölnir skoruðu ekki fyrr en eftir 13 mínútna leik. „Mér fannst við bara mjög bitlausir og ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik og við gefum þeim þetta forskot,“ sagði Kári. Að mati undirritaðs var bitlaus sóknarleikur liðsins helsta vandamálið við frammistöðu Fjölnis í kvöld en Kári var á öðru máli og var ósáttur með varnarleikinn í fyrri hálfleik. „Við vorum þungir í sóknarleiknum en mér fannst við vera að tapa tveir á tveir stöðum og ég var eiginlega hvað ósáttastur við varnarleikinn í fyrri hálfleik,“ sagði Kári sem tekur enn sem komið er bara einn leik í einu. „Við þurfum að bæta í stigasöfnun en það snýst verkefnið um. En ég er ekki byrjaður að meta hvernig þetta endar í vor. Það kemur bara í ljós.“Andri varði 21 skot.vísir/báraAndri: Jákvæð samkeppni á milli mín og Grétars „Ég er bara rosalega ánægður. Við mættum ákveðnir til leiks og héldum áfram og gáfum aldrei neitt eftir,“ sagði kátur Andri Sigmarsson, markvörður Hauka, eftir sigurinn í kvöld. Andri átti stórleik og endaði leikinn með 21 varðan bolta eða 47% markvörslu. „Þegar vörnin gefur þér auðvelda bolta þá koma hinir ósjálfrátt. Vörnin virkaði gríðarlega vel í dag,“ sagði hógvær Andri aðspurður hvort þetta væri honum eða vörninni að þakka. Grétar Ari Guðjónsson sat allan leikinn á bekknum en hann er að mörgum talinn einn af betri markvörðum deildarinnar. Það hlýtur að auka aðeins spennustigið á milli stanganna vitandi að jafn góður markvörður er að bíða eftir að fá tækifærið. „Við vinnum vel saman ég og Grétar. Þetta er mjög jákvæð samkeppni á milli okkar.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti