Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 08:56 Grace Millane var 22 ára þegar hún var myrt. Til hægri má sjá manninn sem grunaður er um að hafa myrt hana flytja lík hennar í ferðatösku. Mynd/Samsett Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane viðurkenndi í skýrslutöku lögreglu að hafa troðið líki Millane í ferðatösku og grafið það fyrir utan nýsjálensku borgina Auckland. Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. Hann neitar þó sök í málinu og segist ekki hafa myrt Millane. Maðurinn er 27 ára og ákærður fyrir að hafa myrt Millane, sem var 22 ára á bakpokaferðalagi um Nýja-Sjáland, í byrjun desember í fyrra. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, neitar sök og heldur því fram að andlát Millane hafi verið slys. Maðurinn er sakaður um að hafa kyrkt hana við samfarir. Kyrking er staðfest banamein Millane.Stangast á við fyrri frásögn Réttarhöld í málinu hafa staðið yfir síðustu viku og munu halda áfram út mánuðinn. Í dag var kviðdómi í Auckland sýnd upptaka af skýrslu sem lögregla tók af manninum þann 8. desember síðastliðinn. Millane var myrt eftir að hafa kynnst manninum á stefnumótaforritinu Tinder og farið heim með honum af stefnumóti þann 1. desember.Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Í skýrslutökunni viðurkenndi maðurinn að hafa farið með Millane í íbúð sína í Auckland eftir stefnumótið. Áður hafði hann sagt að leiðir þeirra hefðu skilið um kvöldið og hann farið einn heim. Maðurinn lýsti því hins vegar í umræddri skýrslutöku að þau Millane hefðu stundað gróft kynlíf og hann sofnað í sturtu að því loknu. Morguninn heftir hafi hann komið að Millane látinni og komið henni því næst fyrir í ferðatösku. Greint hefur verið frá því að hann hafi þurft að hagræða líkinu mjög svo það kæmist þar fyrir. Fylgdi lögreglu að líkinu Þá sagðist maðurinn hafa slegið inn neyðarlínunúmer í síma sinn en hætt við að hringja. Hann játaði einnig að hafa farið út í búð um morguninn og keypt ferðatöskuna og hreingerningarvörur, sem hann notaði til að þrífa blóð Millane af gólfi íbúðarinnar. Maðurinn viðurkenndi jafnframt að hafa leigt bíl og komið ferðatöskunni með líki Millane fyrir í skottinu. Hann ók því næst að Waitakere-fjallgarðinum austan við Auckland, þar sem hann gróf líkið í ferðatöskunni. Maðurinn kvaðst hafa grátið á meðan á því stóð. „Ég fór inn í kjarrlendið og gróf holu og sat þar, ég sat þar og tók tuttugu, þrjátíu parasetamóltöflur vegna þess að ég vildi ekki lifa ef Grace væri ekki á lífi og mér fannst að ég ætti ekki skilið að lifa, vegna þess sem gerðist.“ Að lokinni skýrslutökunni féllst maðurinn á að fylgja lögreglu að líki Millane.Upptökur úr öryggismyndavélum, sem sýna ferðir mannsins daginn eftir að Millane var myrt, voru sýndar við réttarhöldin í gær. Þar sést maðurinn koma með ferðatöskuna inn í anddyri íbúðahótelsins þar sem hann bjó og fara með hana upp í íbúð sína. Þá sýna þær hann festa kaup á áðurnefndum hreingerningarvörum og að síðustu má sjá hann flytja ferðatöskuna, með líki Millane innanborðs, aftur niður í anddyri og inn í bíl. Brot úr upptökunum má sjá í spilaranum hér að ofan.Upptökur úr eftirlitsmyndavélum hafa varpað nokkuð skýru ljósi á kvöldið sem Millane var myrt. Hún og maðurinn flökkuðu á milli bara að kvöldi 1. desember og fóru að því loknu heim til hans. Þegar hefur komið fram að maðurinn fór á Tinder-stefnumót með konu daginn eftir að Millane var myrt. Lík Millane var þá í ferðatöskunni í íbúð hans. Manninum er gefið að sök að hafa grafið líkið í ferðatöskunni rétt fyrir utan borgarmörk Auckland, eins og áður segir. Fyrr í vikunni bar jafnframt vitni kona sem fór á tvö Tinder-stefnumót með manninum, hið seinna stuttu áður en Millane var myrt. Hún sagðist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. Í nokkrar mínútur hafi hún verið hrædd um að deyja.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29