Samherji hrærði í Skaupinu Sylvía Hall skrifar 13. nóvember 2019 18:26 Handritshöfundateymi Skaupsins í ár. Óhætt er að segja að umfjöllun um mál Samherja í Namibíu og ásakanir um að fyrirtækið hafi borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi sé nú þegar orðin að einu stærsta máli ársins þegar stutt er eftir af árinu 2019. Tímasetningin vekur athygli fyrir þær sakir að málið kemur upp á svipuðum tíma og hið fræga Klaustursmál í fyrra, einmitt þegar verið er að leggja lokahönd á Áramótaskaupið. „Þetta hrærði í okkur eins og örugglega flestum. Það eru ýmsar hugmyndir komnar upp en það er engin krísa,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, í samtali við Vísi. Teymið hafi lært af þeim sem sáu um Skaupið í fyrra þegar Klaustursmálið kom upp. „Út af þessu sem gerðist í fyrra og hefur gerst áður þá erum við með plan ef eitthvað svona skyldi gerast,“ segir Reynir og vísar þar til þess þegar handritshöfundateymi síðasta árs þurfti skyndilega að bregðast við upptökum af samtali þingmannanna á Klaustur. Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Skaupsins í fyrra, sagði tímasetninguna vera óheppilega þar sem tökur væru komnar vel á veg.Sjá einnig: „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“Reynir segir Skaupið enn vera í fullri vinnslu og stefnt er að því að ljúka tökum í byrjun desember. Hann bendir á að ekki sé útilokað að fleiri stórmál komi upp og því sé teymið undir allt búið.Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins í ár.„Við í Skaupinu erum undirbúin. Við lifum ekki í þeirri lygi að Ísland sé hundrað prósent saklaust.“ Áramótaskaupið er vafalaust vinsælasta sjónvarpsefni ársins og stór hluti af áramótum allra Íslendinga. Þrátt fyrir að allra augu séu á Skaupinu segist Reynir ekki vera með magasár yfir verkefninu, allavega ekki enn sem komið er. „Maður náttúrulega fer ekki út í að gera áramótaskaupið ef maður er mikið að pæla í hvað öðrum finnst,“ segir Reynir léttur og bætir við að markmiðið sé fyrst og fremst að skemmta landsmönnum. „Vonandi á þetta eftir að gleðja og skemmta fólki um áramótin.“ Áramótaskaupið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óhætt er að segja að umfjöllun um mál Samherja í Namibíu og ásakanir um að fyrirtækið hafi borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi sé nú þegar orðin að einu stærsta máli ársins þegar stutt er eftir af árinu 2019. Tímasetningin vekur athygli fyrir þær sakir að málið kemur upp á svipuðum tíma og hið fræga Klaustursmál í fyrra, einmitt þegar verið er að leggja lokahönd á Áramótaskaupið. „Þetta hrærði í okkur eins og örugglega flestum. Það eru ýmsar hugmyndir komnar upp en það er engin krísa,“ segir Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins, í samtali við Vísi. Teymið hafi lært af þeim sem sáu um Skaupið í fyrra þegar Klaustursmálið kom upp. „Út af þessu sem gerðist í fyrra og hefur gerst áður þá erum við með plan ef eitthvað svona skyldi gerast,“ segir Reynir og vísar þar til þess þegar handritshöfundateymi síðasta árs þurfti skyndilega að bregðast við upptökum af samtali þingmannanna á Klaustur. Arnór Pálmi Arnarson, leikstjóri Skaupsins í fyrra, sagði tímasetninguna vera óheppilega þar sem tökur væru komnar vel á veg.Sjá einnig: „Væri hægt að sýna annálinn þegar Skaupið á að vera“Reynir segir Skaupið enn vera í fullri vinnslu og stefnt er að því að ljúka tökum í byrjun desember. Hann bendir á að ekki sé útilokað að fleiri stórmál komi upp og því sé teymið undir allt búið.Reynir Lyngdal, leikstjóri Skaupsins í ár.„Við í Skaupinu erum undirbúin. Við lifum ekki í þeirri lygi að Ísland sé hundrað prósent saklaust.“ Áramótaskaupið er vafalaust vinsælasta sjónvarpsefni ársins og stór hluti af áramótum allra Íslendinga. Þrátt fyrir að allra augu séu á Skaupinu segist Reynir ekki vera með magasár yfir verkefninu, allavega ekki enn sem komið er. „Maður náttúrulega fer ekki út í að gera áramótaskaupið ef maður er mikið að pæla í hvað öðrum finnst,“ segir Reynir léttur og bætir við að markmiðið sé fyrst og fremst að skemmta landsmönnum. „Vonandi á þetta eftir að gleðja og skemmta fólki um áramótin.“
Áramótaskaupið Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17 Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Ungt fólk ljær Skaupinu ferskan blæ í ár Reynir Lyngdal mun leikstýra fjölbreyttum hópi listamanna sem koma að Áramótaskaupinu í ár, 12. ágúst 2019 13:17
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp