Ráðgjafagreiðslur og aflandsfélög: Samherjamálið útskýrt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. nóvember 2019 21:00 Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur. Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Eitt umsvifamesta sjávarútvegsfyrirtæki Íslands, Samherji, er sakað um að hafa borið fé á namibíska embættismenn til að komast yfir kvóta þar í landi. Fyrrverandi starfsmaður Samherja í Afríku kom skjölum til Wikileaks og sagði frá aðferðum sínum og Samherja í Kveiki á Ríkisútvarpinu í gærkvöldi.Horft til suðurs Eftir að Afríkuútgerð Samherja fékk ekki sjófrystikvóta í Marokkó árið 2010 fékk þáverandi framkvæmdastjóri Afríkustarfseminnar það á sitt borð að leita að hrossamakrílskvóta sunnar í álfunni. Samherjamenn virðast hafa dottið í lukkupottinn undir lok ársins 2011 þegar þeir hittu Tamson Hatuikulipi, tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu. Samið var við manninn um að hann myndi aðstoða við að útvega félaginu kvóta í landinu. Bernhardt Esau, sem þangað til í dag var sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja á fundi árið 2015.Mynd/WikiLeaksSamherji komst einnig í samband við James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, liðsmann stærsta flokks Namibíu. Þeir, auk Tamsons, eru nefndir hákarlarnir og sagðir afar mikilvægir þættir í því að komast yfir aflaheimildir í landinu. Umfjallanir Kveiks, Stundarinnar og hin svokölluðu Fishrot-skjöl sem WikiLeaks birti fjalla meðal annars um að heimamenn hafi verið fengnir inn í starfsemina og var meirihluti í félaginu skráður á félag í eigu Namibíumanns. Ólögleg úthlutun kvóta Tengslin við hákarlana, falskt eignarhald heimamanna og mútugreiðslur til meðal annars sjávarútvegsráðherra, ríkisstjórnarflokksins og hákarlanna eru svo sagðar hafa leitt til þess að James Hatuikulipi, fyrrnefndur hákarl og náfrændi tengdasonar sjávarútvegsráðherra, var gerður að stjórnarformanni ríkisfyrirtækisins Fishcor. Það fyrirtæki sér meðal annars um að úhtluta kvóta í landinu. Þessi úthlutun reyndist ólögleg en samkvæmt því sem kemur fram í minnisblaði uppljóstrarans Jóhannesar Stefánssonar, áður verkefnastjóra Samherja í Namibíu, var þeim breitt af kröfu hákarlanna og dótturfélags Samherja. Félagið fékk kvótann sinn að lokum í gegnum Fishcor á um helming markaðsvirðis. En sögunni er hvergi nærri lokið. Fyrir tilstuðlan hákarlsins Sanghala beitti Samherji sér fyrir, og fékk, milliríkjasamning á milli Namibíu og Angóla sem færði Afríkuútgerðinni enn meiri kvóta eftir meintar mútugreiðslur.Frá heimsókn Namibíumanna til Samherja í október 2012. Hér er skálað en Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er lengst til hægri á myndinni.Mynd/WikiLeaksMútur eða ráðgjafagreiðslur Hinar meintu mútugreiðslur til namibískra áhrifamanna eru þó einungis einn angi sögunnar sem birtist í skjölum WikiLeaks og umfjöllunum unnum upp úr þeim og tengdum gögnum. Uppljóstrarinn Jóhannes sagði við RÚV að leiða hafi verið leitað til þess að komast hjá því að greiða skatta í Namibíu. Eyríkið Kýpur spilar lykilrullu í þessu samhengi. Þar eru eignir geymdar í tíu félögum Samherja. Þaðan eru skipin leigð og aflinn seldur. Samherji á eignir sínar í Namibíu í gegnum máritískt félag sem er svo aftur í eigu félaga á Kýpur. Með máritíska félaginu er hægt að koma hagnaði frá Namibíu og þannig sleppa við skatt. Bankaviðskiptin fóru hins vegar í gegnum norska ríkisbankan DNB. Frá Noregi millifærði Samherji svo á reikninga Namibíumanna í Dúbaí. Þær greiðslur kallaði Samherji ráðgjafagreiðslur en uppljóstrarinn Jóhannes mútur.
Samherjaskjölin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira