ISIS-liði fastur í einskismannslandi í þrjá daga Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2019 13:56 Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Vísir/AP Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá. Grikkir neita að hleypa manninum inn í land þeirra og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir hann ekki koma Tyrklandi lengur við.Samkvæmt fjölmiðlum ytra segja embættismenn í Tyrklandi að maðurinn hafi neitað að vera sendur til Bandaríkjanna og bað þess í stað um að vera sendur til Grikklands.Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Nánar tiltekið situr hann fastur á landamærum ríkjanna nærri bænum Kastanies.39-year-old Muhammad Darwis B., identified as suspected #ISIS militant of #Jordan and US dual national, has been waiting for the 3rd straight day in no man's land after #Turkey pushed him across the border gate and #Greece denied him the entry. pic.twitter.com/6zFyjG784X — Abdullah Bozkurt (@abdbozkurt) November 13, 2019 Þegar Erdogan var spurður út í manninn sagði hann það ekki skipta Tyrki máli. ISIS-liðar yrðu áfram sendir frá Tyrklandi, hvort sem tekið væri á móti þeim eða ekki, það komi Tyrkjum í raun ekki við.Sjá einnig: Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Hann sagði sömuleiðis í gær að ef forsvarsmenn Evrópu breyttu ekki stöðu sinni gagnvart Tyrklandi gæti ríkisstjórn hans sleppt öllum ISIS-liðum sem eru í haldi í Tyrklandi og sent þá til Evrópu. Tyrkir halda hundruð erlendra vígamanna samtakanna í Tyrklandi og segjast hafa handsamað tæplega 300 í Sýrlandi. Til stendur að senda um 1.500 til heimalanda sinna á næstunni. Þó er búið að svipta einhverja þeirra ríkisborgararétti.Reuters hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að að yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi hafi samþykkt að taka á móti einhverjum ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra. Hann hefur einnig sagt að til standi að vísa vígamönnum frá Írlandi, Frakklandi og Danmörku úr landi.Frakkar hafa sagst ætla að taka á móti ellefu vígamönnum og Írar ætla að taka á móti tveimur. Grikkland Sýrland Tyrkland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Yfirvöld Tyrklands vísuðu á mánudaginn manni, sem sagður er vera bandarískur ISIS-liði frá Tyrklandi. Hann hefur setið fastur í einskismannslandi milli Tyrklands og Grikklands síðan þá. Grikkir neita að hleypa manninum inn í land þeirra og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir hann ekki koma Tyrklandi lengur við.Samkvæmt fjölmiðlum ytra segja embættismenn í Tyrklandi að maðurinn hafi neitað að vera sendur til Bandaríkjanna og bað þess í stað um að vera sendur til Grikklands.Maðurinn er sagður heita Muahammed Darwis B og ku hann vera bandarískur ríkisborgari sem rekur uppruna sinn til Jórdaníu. Nánar tiltekið situr hann fastur á landamærum ríkjanna nærri bænum Kastanies.39-year-old Muhammad Darwis B., identified as suspected #ISIS militant of #Jordan and US dual national, has been waiting for the 3rd straight day in no man's land after #Turkey pushed him across the border gate and #Greece denied him the entry. pic.twitter.com/6zFyjG784X — Abdullah Bozkurt (@abdbozkurt) November 13, 2019 Þegar Erdogan var spurður út í manninn sagði hann það ekki skipta Tyrki máli. ISIS-liðar yrðu áfram sendir frá Tyrklandi, hvort sem tekið væri á móti þeim eða ekki, það komi Tyrkjum í raun ekki við.Sjá einnig: Tyrkir ætla að senda hundruð ISIS-liða til Evrópu Hann sagði sömuleiðis í gær að ef forsvarsmenn Evrópu breyttu ekki stöðu sinni gagnvart Tyrklandi gæti ríkisstjórn hans sleppt öllum ISIS-liðum sem eru í haldi í Tyrklandi og sent þá til Evrópu. Tyrkir halda hundruð erlendra vígamanna samtakanna í Tyrklandi og segjast hafa handsamað tæplega 300 í Sýrlandi. Til stendur að senda um 1.500 til heimalanda sinna á næstunni. Þó er búið að svipta einhverja þeirra ríkisborgararétti.Reuters hefur eftir innanríkisráðherra Tyrklands að að yfirvöld í Hollandi og Þýskalandi hafi samþykkt að taka á móti einhverjum ISIS-liðum og fjölskyldum þeirra. Hann hefur einnig sagt að til standi að vísa vígamönnum frá Írlandi, Frakklandi og Danmörku úr landi.Frakkar hafa sagst ætla að taka á móti ellefu vígamönnum og Írar ætla að taka á móti tveimur.
Grikkland Sýrland Tyrkland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira