Nýr forseti mætti með stóra biblíu inn í forsetahöllina Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2019 13:09 Hin 52 ára Jeanine Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún tók sæti á þingi árið 2010. EPA Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að hægrikonan Jeanine Áñez, öldungadeildarþingmaður stjórnarandstöðunnar, hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. Evo Morales sagði af sér embætti um helgina. Áñez segir stjórnarskrá landsins kveða á um að hún taki við embættinu og hefur hún heitið því að boða til kosninga innan skamms. Samflokksmenn Morales sniðgengu þingfundinn og hefur Morales sjálfur lýst Áñez sem hægrisinnuðum valdaræningja. Áñez hélt á stórri biblíu þegar hún hélt inn í forsetahöllina og sagði „biblíuna nú snúa aftur í forsetahöllina.“Morales hefur flúið til Mexíkó þar sem honum var boðið pólitískt hæli, auk þess að hann segir líf sitt vera í hættu. Hann sagði af sér embætti eftir mótmæli síðustu vikna. Þau blossuðu upp eftir að alþjóðlegir eftirlitsmenn settu út á framkvæmd forsetakosninganna í október þar sem Morales lýsti yfir sigri. Sagðist hann hafa verið tilneyddur en hafi þó sagt af sér af frjálsum og fúsum vilja til að forðast frekari blóðsúthellingar. Hin 52 ára Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún hefur áður gegnt embætti forstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Totalvision og átt sæti í öldungadeild þingsins frá 2010. Hún er þingmaður Beni-héraðs. Sem einn varaforseta þingsins tók Áñez yfir stjórn þingsins eftir að varaforseti landsins og forseti þingsins sögðu af sér. Hún hafi því verið næst í röðinni að taka við forsetaembættinu samkvæmt stjórnarskrá. Evo Morales tók við forsetaembættinu í Bólivíu árið 2006. Hann var fyrstur manna af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Stjórnlagadómstóll Bólivíu hefur lagt blessun sína yfir því að hægrikonan Jeanine Áñez, öldungadeildarþingmaður stjórnarandstöðunnar, hafi lýst sjálfa sig forseta Bólivíu til bráðabirgða. Evo Morales sagði af sér embætti um helgina. Áñez segir stjórnarskrá landsins kveða á um að hún taki við embættinu og hefur hún heitið því að boða til kosninga innan skamms. Samflokksmenn Morales sniðgengu þingfundinn og hefur Morales sjálfur lýst Áñez sem hægrisinnuðum valdaræningja. Áñez hélt á stórri biblíu þegar hún hélt inn í forsetahöllina og sagði „biblíuna nú snúa aftur í forsetahöllina.“Morales hefur flúið til Mexíkó þar sem honum var boðið pólitískt hæli, auk þess að hann segir líf sitt vera í hættu. Hann sagði af sér embætti eftir mótmæli síðustu vikna. Þau blossuðu upp eftir að alþjóðlegir eftirlitsmenn settu út á framkvæmd forsetakosninganna í október þar sem Morales lýsti yfir sigri. Sagðist hann hafa verið tilneyddur en hafi þó sagt af sér af frjálsum og fúsum vilja til að forðast frekari blóðsúthellingar. Hin 52 ára Áñez er lögmaður og harður andstæðingur Morales. Hún hefur áður gegnt embætti forstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Totalvision og átt sæti í öldungadeild þingsins frá 2010. Hún er þingmaður Beni-héraðs. Sem einn varaforseta þingsins tók Áñez yfir stjórn þingsins eftir að varaforseti landsins og forseti þingsins sögðu af sér. Hún hafi því verið næst í röðinni að taka við forsetaembættinu samkvæmt stjórnarskrá. Evo Morales tók við forsetaembættinu í Bólivíu árið 2006. Hann var fyrstur manna af frumbyggjaættum til að gegna embættinu.
Bólivía Tengdar fréttir Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Búið að laga bilunina Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Jeanine Áñez lýsir sig réttmætan forseta Bólivíu Þingmenn úr stuðningsliði Evo Morales, fyrrverandi forseta, fordæma yfirlýsingu Áñez. 13. nóvember 2019 07:25