Lögreglan í Þýskalandi handtók í dag þrjá menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja sprengjuárás í nafn Íslamska ríkisins. Mennirnir voru handteknir í borginni Offenbach en saksóknarar segja þá hafa ætlað að gera árás í Rhine-Main héraðinu með því markmiði að fella eins marga „vantrúaða“ og þeir gátu.
Forsprakki mannanna þriggja er sagður vera 24 ára Þjóðverji sem rekur uppruna sinn til Makedóníu og hann hafði reynt að framleiða sprengiefni og að kaupa vopn á netinu. Hinir tveir eru báðir frá Tyrklandi og eru 22 og 21 árs.
Samkvæmt frétt Spiegel verða mennirnir þrír færðir fyrir dómara í dag.
Saksóknarar segja einnig að efni til sprengjugerðar hafi fundist á heimili forsprakkans og að mennirnir hafi sagt öðrum aðilum að þeir væru stuðningsmenn Íslamska ríkisins
Um 170 komu að handtöku mannanna og þar á meðal sérsveitarmenn sem réðust til atlögu gegn þeim.
Lögðu á ráðin um árás í nafni ISIS
Samúel Karl Ólason skrifar
