Á YouTube-síðunni Mr. Luxury koma oft inn myndbönd sem sýna vel hvernig ríka og fræga fólkið lifir lífi sínu í miklum lúxus.
Í nýjasta myndbandinu er farið yfir fimm einkaeyjur sem eru í eigu frægra. Í raun eru þær leynilegar, eða voru það.
Um er að ræða einkaeyjur í eigu Mel Gibson, Leonardo DiCaprio, Johnny Depp, Nicolas Cage og Lenny Kravitz en hér að neðan má sjá þessa samantekt.