Dæmdur fyrir brot gegn börnum og konum á Þingeyri Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2019 10:41 Vafasamt athæfið olli fórnarlömbunum verulegu hugarangri en brotavilji mannsins var einbeittur. Vinstri hluti myndarinnar er sviðsett. Karlmaður sem tók myndir af átta fórnarlömbum á síma sinn, yfir skilrúm milli búningsklefa karla og kvenna var dæmdur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, sekur um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Dómur féll 7. þessa mánaðar. Brotin voru framin á árunum 2017 og til byrjunar árs 2018 í húsakynnum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Þingeyri. Manninum, sem er á fimmtugsaldri, er gert að sæta fangelsi í fimm mánuði skilorðsbundið. Fórnarlömbum sínum, sem kröfðust samanlagt 10,5 milljóna króna í bætur, skal hann greiða ýmist 300 eða 200 þúsund krónur. Samanlagt tvær milljónir. Þá er honum gert að greiða tæplega 1,5 milljón í sakarkostnað.Ekki miklar bætur Fanney Björk Frostadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara sem sótti málið, segir, spurð hvort þetta teljist ekki frekar vægar bætur að þetta sé svipað og hefur verið í öðrum hliðstæðum málum. Fanney Björk segir það ekki þýða að bætur mættu ekki vera hærri í slíkum málum, en það sé önnur umræða. Maðurinn var fastagestur í lauginni og nýtti sér aðstæður til að taka myndir og myndskeið á snjallsíma sinn. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, sagði í samtali við Vísi að nýju þili hafi verið komið upp til að girða fyrir vafasama iðju sem þessa.Sundlaugin á Þingeyri.Erfitt hafi verið að sjá þetta fyrir en eftir að málið kom upp flutti maðurinn af landi brott. Þurftu að leita til sálfræðings vegna málsins Karlmaðurinn játaði sök í málinu og féllst á bótarétt en taldi bótakröfur of háar. Í einu tilvika var um dóttur hans að ræða. Í dómsorði er vitnað til greinagerða þar sem fram kemur að gjörðir mannsins hafi valdið fórnarlömbum hans verulegu hugarangri. Jafnframt segir í dómsorði að einn brotaþoli hafi þekkt einn sakborninginn og hann vitað fullvel hversu gömul stúlkan var. „Hann hafi verið nágranni brotaþola og faðir vinkvenna hennar. Brotaþoli hafi því oft eytt tíma sínum á heimili sakbornings og þekkt til hans og borið traust til hans. Þá er til þess vísað að brotaþola hafi reynst erfitt að rifja atvikið upp og ræða um það. Ljóst sé að brot sakbornings gagnvart brotaþola hafi valdið henni miska,“ segir í niðurstöðu dómsins. Viðkomandi hafi sótt sérfræðiaðstoð hjá barnasálfræðingi vegna málsins. Dómsmál Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Karlmaður sem tók myndir af átta fórnarlömbum á síma sinn, yfir skilrúm milli búningsklefa karla og kvenna var dæmdur fyrir Héraðsdómi Vestfjarða, sekur um kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum. Dómur féll 7. þessa mánaðar. Brotin voru framin á árunum 2017 og til byrjunar árs 2018 í húsakynnum sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Þingeyri. Manninum, sem er á fimmtugsaldri, er gert að sæta fangelsi í fimm mánuði skilorðsbundið. Fórnarlömbum sínum, sem kröfðust samanlagt 10,5 milljóna króna í bætur, skal hann greiða ýmist 300 eða 200 þúsund krónur. Samanlagt tvær milljónir. Þá er honum gert að greiða tæplega 1,5 milljón í sakarkostnað.Ekki miklar bætur Fanney Björk Frostadóttir, aðstoðarsaksóknari hjá héraðssaksóknara sem sótti málið, segir, spurð hvort þetta teljist ekki frekar vægar bætur að þetta sé svipað og hefur verið í öðrum hliðstæðum málum. Fanney Björk segir það ekki þýða að bætur mættu ekki vera hærri í slíkum málum, en það sé önnur umræða. Maðurinn var fastagestur í lauginni og nýtti sér aðstæður til að taka myndir og myndskeið á snjallsíma sinn. Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Þingeyri, sagði í samtali við Vísi að nýju þili hafi verið komið upp til að girða fyrir vafasama iðju sem þessa.Sundlaugin á Þingeyri.Erfitt hafi verið að sjá þetta fyrir en eftir að málið kom upp flutti maðurinn af landi brott. Þurftu að leita til sálfræðings vegna málsins Karlmaðurinn játaði sök í málinu og féllst á bótarétt en taldi bótakröfur of háar. Í einu tilvika var um dóttur hans að ræða. Í dómsorði er vitnað til greinagerða þar sem fram kemur að gjörðir mannsins hafi valdið fórnarlömbum hans verulegu hugarangri. Jafnframt segir í dómsorði að einn brotaþoli hafi þekkt einn sakborninginn og hann vitað fullvel hversu gömul stúlkan var. „Hann hafi verið nágranni brotaþola og faðir vinkvenna hennar. Brotaþoli hafi því oft eytt tíma sínum á heimili sakbornings og þekkt til hans og borið traust til hans. Þá er til þess vísað að brotaþola hafi reynst erfitt að rifja atvikið upp og ræða um það. Ljóst sé að brot sakbornings gagnvart brotaþola hafi valdið henni miska,“ segir í niðurstöðu dómsins. Viðkomandi hafi sótt sérfræðiaðstoð hjá barnasálfræðingi vegna málsins.
Dómsmál Ísafjarðarbær Kynferðisofbeldi Sundlaugar Tengdar fréttir Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34 Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Tók endurtekið myndbönd af nöktum stúlkum í kvennaklefanum Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á Vestfjörðum fyrir endurtekin kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum í sundlaug og íþróttamiðstöð á Vestfjörðum. 2. október 2019 15:34
Fastagestur í lauginni á Þingeyri tók nektarmyndirnar Karlmaðurinn sem ákærður er fyrir að taka endurtekið upp myndbönd af ungum stúlkum og konum í kvennaklefanum í sundlauginni á Þingeyri var tíður gestur í lauginni. 3. október 2019 13:15