Segir loforð borgarinnar um samgöngubætur ekki trúverðug Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2019 12:00 Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Vísir/Egill Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar. Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi mótmæltu fyrirhuguðum breytingum á skólahaldi í hverfinu með því að skapa mikla umferðarteppu í morgun. Formaður foreldrafélagsins segir loforð borgaryfirvalda um samgöngubætur ekki trúverðug. Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur mun á fundi sínum í dag taka afstöðu til tillögu sem meðal annars felur í sér að Kelduskóla Korpu verði lokað. Áformin hafa mætt verulegri andstöðu hjá stórum hluta foreldra í hverfinu sem blésu til mótmæla í morgun þar sem þeir settust upp í bílana sína og sköpuðu talsverða umferðarteppu á helstu götum milli Engja-, Víkur- og Staðahverfis. Sævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.Sjá einnig: Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma í morgunSævar Reykjalín Sigurðarson er formaður foreldrafélags Kelduskóla.„Við foreldrar og íbúar í Staða- og Víkurhverfi í Grafarvogi erum í raun og veru bara að sýna þeim sem stjórna í borginni hvernig umferðin mun vera þegar þessar skólabreytingar ganga í garð. Það mun bara auka akstur hér í hverfunum til muna sem verður bara mun hættulegra fyrir börnin og eins og sjá má hér í kring um okkur þá er eiginlega allt stopp því að fólk mun keyra börnin sín í skólann því að skólaakstur mun halda áfram að klikka eins og hann hefur gert undanfarin ár,“ segir Sævar. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að tryggðar verði samgöngubætur til að auka umferðaröryggi gangandi og hjólandi. Þá verði börnum boðið upp á skólaakstur eða ókeypis strætókort. Með breytingunum er gert ráð fyrir að sparist um 200 milljónir á ári. Aðspurður segir Sævar að loforð borgarinnar um samgöngubætur breyti engu um afstöðu hans og annara foreldra. „Þeim var heitið 2008 og 2012 og eins og þið sjáið kannski á myndum hér þá eru engar þveranir, það eru engar merktar gangbrautir, það eru engin gönguljós, og ef sagan getur gefið manni eitthvað til kynna þá þýðir það að það mun aldrei verða, ekki frekar en fyrri daginn,“ segir Sævar.
Borgarstjórn Lokun Kelduskóla, Korpu Reykjavík Samgöngur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30 Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02 Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Foreldrar grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðrar skólalokunar Foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi ætla að grípa til mótmælaaðgerða í fyrramálið vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 11. nóvember 2019 20:30
Mótmælaaðgerðir í Grafarvogi höfðu áhrif á umferð í um hálftíma Tilkynnt var í gær að foreldrar grunnskólabarna í norðanverðum Grafarvogi hugðust grípa til mótmælaaðgerða vegna fyrirhugaðra breytinga á skólahaldi í hverfinu. 12. nóvember 2019 10:02
Skólaráð Kelduskóla klofið í afstöðu sinni Foreldrafélag Kelduskóla skorar á Reykjavíkurborg að hverfa alfarið frá áformum sem fela í sér lokun Kelduskóla Korpu. Skólaráð Kelduskóla er klofið í afstöðu sinni til fyrirhugaðra breytinga. 6. nóvember 2019 20:00