„Ég ætla ekkert endilega að fara yfir þetta í smáatriðum, hvað gerðist þennan morgun. Mér fannst ég fullorðnast rosalega fljótt þarna. Þegar maður er níu ára gömul er maður ekkert að spá í dauðanum eða einhver geti mögulega dáið í kringum mann. Maður fattar allt í einu að besti vinur manns geti bara dáið og það fyrir framan mig.“
Hún segir að bæði amma hennar og afi hafi fallið frá stuttu á undan þessu skelfilega atviki.
Eva segist hafa lagt gríðarlega mikla áherslu á að börnin hennar myndu fljótlega læra að synda.
„Ég vissi ekki að ég yrði svona en þegar þau voru komin með vit og gátu farið á sundnámskeið varð ég eins og kínverskur þjálfari. Nú færu þau á sundnámskeið og væru ekki að fara hætta á því fyrir en þau kynnu að synda. Fyrsta skólasund tímann þeirra var ég heima með hnút í maganum,“ segir Eva sem á í dag tvíbura sem eru tíu ára.
Í þættinum ræðir Eva einnig um feril sinn á samfélagsmiðlum, um sjónvarpsþátt sem hún er að byrja með á nýju ári, hversu seinheppin hún getur verið, lífsgleðina sem hefur fleytt henni áfram í lífinu, um áhugan á Hollywood og um erfileika þeirra hjóna að eignast börn.