Morales fær hæli í Mexíkó Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 23:54 Evo Morales. vísir/getty Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. Er Morales veitt hæli af mannúðarástæðum en hann óskaði eftir því sjálfur við yfirvöld í Mexíkó að fá hæli í landinu. Morales sagði af sér í gær í kjölfar þess að yfirmaður bólivíska hersins hvatti hann til þess að víkja úr embætti forseta. Mikil mótmæli hafa verið í Bólivíu undanfarnar vikur eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna sem fram fóru í október. Morales lýsti yfir sigri í þeim kosningum. Að því er segir á frétt BBC hefur Morales sjálfur ekki tjáð sig um það að honum hafi verið veitt hæli í Mexíkó en áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til þess að berjast við þau myrku öfl sem neyddu hann til þess að segja af sér. Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2005. Hann var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum en áður en hann var kjörinn forseti var hann kókabóndi. Hann var síðan aftur kjörinn forseti 2009 og 2014 og naut vinsælda hjá bólivísku þjóðinni enda barðist hann hatrammlega gegn fátækt og bætti efnahag landsins. En árið 2016 efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur en þau tvö kjörtímabil sem þá var leyft samkvæmt stjórnarskrá sem samþykkt var 2009. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað engu að síður að heimila það. Morales bauð sig því fram í fjórða sinn. Það var umdeilt í ljósi þess að þjóðin hafði hafnað því að leyfa slíkt. Morales vann síðan nauman sigur í síðasta mánuði en á sunnudag gerðust hlutirnir hratt. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) sögðu ljóst að úrslitum í forsetakosningunum hefði verið hagrætt. Var kallað eftir því að kosningarnar yrðu ógiltar. Morales brást við og sagði að haldnar yrðu nýjar kosningar. Það dugði þó ekki því yfirmaður hersins kallaði eftir afsögn forsetans. Morales hefur kallað þetta valdarán en kveðst hafa sagt af sér svo samherjar hans í pólitík, hinum sósíalíska Mas-flokki, yrðu ekki áreittir, hótað og ofsóttir. Bólivía Mexíkó Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Evo Morales, sem í gær sagði af sér sem forseti Bólivíu, hefur fengið hæli í Mexíkó. Þetta tilkynnti utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, á blaðamannafundi í dag. Er Morales veitt hæli af mannúðarástæðum en hann óskaði eftir því sjálfur við yfirvöld í Mexíkó að fá hæli í landinu. Morales sagði af sér í gær í kjölfar þess að yfirmaður bólivíska hersins hvatti hann til þess að víkja úr embætti forseta. Mikil mótmæli hafa verið í Bólivíu undanfarnar vikur eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna sem fram fóru í október. Morales lýsti yfir sigri í þeim kosningum. Að því er segir á frétt BBC hefur Morales sjálfur ekki tjáð sig um það að honum hafi verið veitt hæli í Mexíkó en áður hafði hann hvatt stuðningsmenn sína til þess að berjast við þau myrku öfl sem neyddu hann til þess að segja af sér. Morales var fyrst kjörinn forseti árið 2005. Hann var fyrsti forseti Bólivíu af frumbyggjaættum en áður en hann var kjörinn forseti var hann kókabóndi. Hann var síðan aftur kjörinn forseti 2009 og 2014 og naut vinsælda hjá bólivísku þjóðinni enda barðist hann hatrammlega gegn fátækt og bætti efnahag landsins. En árið 2016 efndi hann til þjóðaratkvæðagreiðslu um að heimila forseta að sitja lengur en þau tvö kjörtímabil sem þá var leyft samkvæmt stjórnarskrá sem samþykkt var 2009. Því var hafnað en stjórnlagadómstóll ákvað engu að síður að heimila það. Morales bauð sig því fram í fjórða sinn. Það var umdeilt í ljósi þess að þjóðin hafði hafnað því að leyfa slíkt. Morales vann síðan nauman sigur í síðasta mánuði en á sunnudag gerðust hlutirnir hratt. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja (OAS) sögðu ljóst að úrslitum í forsetakosningunum hefði verið hagrætt. Var kallað eftir því að kosningarnar yrðu ógiltar. Morales brást við og sagði að haldnar yrðu nýjar kosningar. Það dugði þó ekki því yfirmaður hersins kallaði eftir afsögn forsetans. Morales hefur kallað þetta valdarán en kveðst hafa sagt af sér svo samherjar hans í pólitík, hinum sósíalíska Mas-flokki, yrðu ekki áreittir, hótað og ofsóttir.
Bólivía Mexíkó Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira