Innflytjendakonur og ofbeldi Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifar 11. nóvember 2019 14:45 Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Innflytjendamál Reykjavík Sabine Leskopf Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Opinn fundur um þennan málaflokk verður á morgun á vegum ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar í samstarfi við ASÍ, Samtök kvenna af erlendum uppruna, Kvenréttindafélagið og Kvennaathvarfið. Fundurinn er haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, herbergi 201, 12. nóvember klukkan 8.30 til 10.00. Reykjavíkurborg hefur sett sér markmiðið að vera fjölmenningarborg sem er eðlilegt skref í borg þar sem tæplega 21 þúsund manns af erlendum uppruna búa í borginni okkar eða um 16% íbúa. Við lítum á fjölbreytileika sem undirstöðu jákvæðrar þróunnar í okkar samfélagi. Við erum að sjálfsögðu stolt af því að vera borg þar sem margir menningarheimar mætast en hingað hefur verið fluttur fjölbreyttur hópur með mismunandi þarfir, óskir og drauma og af mismunandi ástæðum. Þær geta verið vegna vinnu, menntunarmöguleika, menningar eða fjölskyldutengsla eða eru einstaklingar á flótta. Við viljum að innflytjendur hafi tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu og séu með aðgang að öllu sem borgin hefur upp á að bjóða. Þess í staðinn heyrum við um mismunun bæði á húsnæðis- og vinnumarkaði, þar sem launarmunur sem innflytjendur búa við vegur enn þyngra en kynbundinn launamunur. Ekki síst þarf hér að nefna að innflytjendur fá oft ekki vinnu við hæfi og aðgengi að ábyrgðarstörfum virðist lokað fyrir þá. Þetta er auðvitað algjörlega óverjandi og þarf að uppræta. Það er hins vegar full ástæða að staldra við til þess að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega og ekki síst í sambandi við kynbundið ofbeldi. Nánast tvö ár eru síðan við hlustuðum á MeToo sögur kvenna af erlendum uppruna. Sögurnar þeirra voru ekki eins og sögurnar sem við heyrðum frá íslenskum konum, þær voru í öðru veldi. Þessar konur skorti oft tengslanet, upplýsingar og tungumálakunnáttu til þess að komast út úr sínum aðstæðum og valdeflast. Hvergi er staðan auðsjáanlegri en ef við skoðum tölfræði kvennaathvarfsins en hlutfall dvalarkvenna af erlendum uppruna þar er nú kominn í 64%. Konur af erlendum uppruna verða oft fyrir margþættri mismunun en lausnin er klárlega samstaða - við náum ekki kynjajafnrétti ef allar konur eru ekki með í því. Þegar áskorun frá hópnum „Í skugga valdsins“ birtist þar sem konur í stjórnmálum lýstu ofbeldi sem þær höfðu upplifað, var það tæplega helmingur kvennanna þar sem skrifaði undir með nafni. Í hópi MeToo kvenna af erlendum uppruna voru það einungis 97 af 660. Það segir okkur að íslenskt samfélag á eftir að vinna sér inn traust þessara kvenna og þar er ekki síst verk að vinna fyrir okkur hér. Á þessum fundi förum við yfir lausnir, úrræði og möguleika til að búa til samfélag þar sem allir njóta sín til fulls.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður ofbeldisvarnarnefndar ReykjavíkurborgarSabine Leskopf, formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar