Sjaldgæf játning í nauðgunarmáli færði honum mildari dóm Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 08:31 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Vísir/Hanna Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira
Maður, sem játaði að hafa brotið kynferðislega gegn þáverandi unnustu sinni árið 2017, fékk dóm sinn mildaðan í Héraðsdómi Reykjavíkur í síðustu viku. Við refsimildun leit dómari til játningarinnar, sem hann sagði sjaldgæfa í málum sem þessu, og iðrunar sem maðurinn sýndi fyrir dómi.Sagði bótakröfu konunnar of háa Manninum var gefið að sök að hafa aðfaranótt miðvikudagsins 18. október 2017 haft samræði við konuna án hennar samþykkis og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar. Maðurinn játaði skýlaust þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Hann viðurkenndi einnig bótaskyldu en sagði bótakröfu konunnar, sem krafðist 2,5 milljóna í miskabætur, þó of háa. Í dómi segir að játning mannsins fái fulla stoð í gögnum málsins. Sannað teljist með játningunni að hann hafi gerst sekur um þá háttsemi sem honum er gefin að sök. Grófleg misnotkun á ástandi konunnar Þá er frekar greint frá broti mannsins í dómi en hann var unnusti konunnar þegar hann braut gegn henni. Þannig hafi hann misnotað sér „gróflega ástand brotaþola og þær aðstæður sem voru uppi og grundvölluðust á sambandi þeirra.“ Dómari málsins leit til þess við ákvörðun refsingar að maðurinn hefði skýlaust játað brot sitt, sem teljist sjaldgæft í málum sem þessu, og sýnt iðrun við meðferð málsins fyrir dómi. Refsing hans þótti því hæfileg ákveðin fangelsi í tvö ár en meðferð málsins hafi þó dregist um það sem því nemur. Ekki verði hægt að kenna ákærða um þær tafir. Þannig var ákveðið að 21 mánuður af refsingunni skyldi vera skilorðsbundinn. Þá var manninum gert að greiða konunni 1,5 milljónir í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta. Þá þarf hann einnig að greiða málsvarnarþóknun verjanda síns og konunnar, samtals 1,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Fleiri fréttir Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Sjá meira