Slökkviliðsstjóri segist bera ábyrgð á því að reykkafari hætti lífi sínu fyrir tölvu Birgir Olgeirsson skrifar 29. nóvember 2019 22:30 Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“ Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Slökkviliðsstjóri segir það alfarið á sína ábyrgð að hafa stefnt lífi reykkafara í hættu til að bjarga tölvu úr stórbruna í Miðhrauni í Garðabæ. Mannvirkjastofnun gagnrýnir atvikið og eiganda hússins sem sinnti ekki sínum skyldum Reykkafarinn féll niður um hæð eftir að tvö reykköfunarteymi höfðu verið send inn í húsið til að bjarga tölvu frá Marel sem geymdi verðmætan hugbúnað. Hafði reykkafarinn opnað dyr og við það fallið niður á næstu hæð. Reykkafarinn bjargaði sér með slöngu sem hann var með og með aðstoð reykkafarans sem var með honum. Bæði teymin voru fjarskiptalaus. Mannvirkjastofnun segir í skýrslu sinni að það teljist umhugsunarvert að senda reykkafara inn í bygginguna þar sem ekki var um lífbjörgun að ræða.„Eftir á að hyggja hefðum við átt að grípa inn í mun fyrr og á því berg ég ábyrgð. Í þessu tilviki mátum við að það væri óhætt því þetta var í þeim enda sem var minni eldsvoði í. Síðan var búið að breyta skipan veggja þarna og setja hurðir þar sem var ekki áður, þannig að menn hálfpartinn villtust. Það er í rauninni ástæðan fyrir því hvernig fór. En sem betur fer bar hann ekki tjón af þessu,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins. Í húsinu var áður kvikmyndastúdíó Latabæjar. Því var síðar breytt í lager fyrir verslun Icewear sem ekki var sótt um leyfi fyrir og jók brunaálag hússins til muna.Þetta sýnir þá kannski mikilvægi þess að sótt er um leyfi fyrir breytingum? „Það undirstrikar það að menn fylgi þeim lögum og reglugerðum sem eru til staðar varðandi byggingar. Það eru aðalskilaboðin í skýrslu Mannvirkjastofnunar, það er ekki skortur á lögum, reglugerðum og leiðbeiningum heldur skortur á að menn fari eftir þeim.“ Brunavarnir voru því ekki sem skyldi, vöntun var á reykræsti opum og vatnsúðarakerfi sem hefði geta auðveldað slökkvistarf. „Ábyrgð þeirra sem á eignina er algjör, það er ekki hægt að semja sig frá henni og ekki hægt að víkja sér undan henni heldur.“
Garðabær Slökkvilið Stórbruni í Miðhrauni Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira