Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 89-75 Haukar | Sigurganga Njarðvíkinga heldur áfram Gabríel Sighvatsson skrifar 28. nóvember 2019 21:45 vísir/bára Njarðvík hefur verið á fljúgandi siglu í Dominos-deildinni og vann meðal annars Íslandsmeistara KR í síðustu umferð. Haukar höfðu unnið topplið Keflavíkur fyrir leikinn. Þetta byrjaði vel fyrir heimamenn sem gátu ekki hætt að setja þrista í 1. leikhluta og skilaði það sé í 20 stigum og góðri forystu þegar leikhlutanum var lokið. Njarðvík hélt góðu róli allan leikinn og höfðu góða stjórn. Haukar voru þó aldrei langt undan og áttu marga möguleika á að taka forystuna. Það gerðist þó ekki og Njarðvík tók málin í sínar hendur í 4. leikhluta og innsiglaði sigurinn með frábærri frammistöðu.Af hverju vann Njarðvík?Njarðvíkingar voru frekar góðir í kvöld og sýndu góðan varnarleik. Þeir voru rólegir og misstu aldrei stjórn á leiknum. Þeir voru gjarnir á að hleypa Haukum aftur inn í leikinn en voru fljótir að svara því. Í 4. leikhluta áttu þeir meiri orku og lönduðu sigri.Hvað gekk illa?Haukar náðu aldrei að nýta tækifærið þegar Njarðvík hleypti þeim inn í leikinn og voru undir nánast allan leikinn. Þegar komið var í 4. leikhluta misstu þeir Flendard Whitfield og Hauk Óskarsson af velli með 5 villur hvor og þá var ekki spurt að leikslokum.Hverjir stóðu upp úr?Flenard Whitfield var stigahæstur hjá Haukum í kvöld með 21 stig áður en hann lauk leik. Það var hins vegar Maciek Baginski sem stal senunni í kvöld með 25 stigum og frábærri frammistöðu heilt yfir.Hvað gerist næst?Njarðvík færir sig upp í 4. sæti deildarinnar. Núna kemur tveggja vikna hlé hjá leikmönnum en Njarðvík leitast eftir sínum 5. sigri þegar þeir sækja Fjölni heim þann 12. desember. Fjölnir er í 11. sæti. Haukar þurfa að finna stöðugleika í leik sínum en þeir eru enn í 6. sæti og mæta næst Stjörnunni heima.Einar Árni: Dýrmætur sigur„Virkilega dýrmætur sigur.“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigur liðsins á Haukum í kvöld. Frammistaða liðsins var góð en hvað var það sem gerði gæfumuninn í kvöld? „Mér fannst það vera varnarleikurinn. Haukarnir eru að skora rúmlega 90 stig á leik og við erum að halda þeim í 75 stigum. Þeir settu nokkur erfið skot niður til að komast í þessi 75 stig en ég held að grunnurinn liggi í vörninni.“ „Sóknarlega fannst mér við á löngum stundum hreyfa boltann vel. Við vorum í rúmlega 20 stoðsendingum og skutum boltann fínt fyrir utan línu og margir að „chippa“ inn.“ Njarðvík var yfir nánast allan leikinn og þó Haukar hafi oft komist nálægt þá hafði Einar Árni aldrei miklar áhyggjur. „Þetta er bara hörkuleikur og körfubolti er leikur „run-a.“ Þeir voru oft nálægt okkur í 4 stigum. En mér fannst við hafa góð tök á þessu og þegar mest skipti máli þá vorum við með stjórn á hraðanum og náum að læsa varnarlega vel.“ „Við vorum ferskir, allir að koma inn vel hvíldir sem klárar leikinn og ég held að það hafi hjálpað, engin spurning og Maciek frábær í dag.“ Njarðvík hefur nú unnið 4 leiki í röð og er komið á gott skrið í deildinni. „Við vorum búnir að tapa 4 leikjum í röð þar á undan og það var nauðsynlegt að snúa genginu við. Við erum búnir að vera í þeirri stöðu að vera ósáttir við okkar leik og stigasöfnunina. Það er ánægjulegt að við erum að tína til okkar stig aftur. Þetta eru dýrmætir sigrar sem koma okkur á gott ról.“Israel: Héldum alltaf áfram að berjastIsrael Martin, þjálfari Hauka, var ósáttur með að fá ekkert úr leiknum í kvöld en fannst frammistaðan hjá sínu liði góð. „Þetta var opinn leikur þangað til þeir fengu 3+1 stig frá Maciek Baginski. Njarðvík er lið sem spilar á háu tempói í vörn, mjög aggressívir. Við spiluðum vel en lítil smáatriði duttu þeirra megin í kvöld.“ „Ég er ánægður með leikinn, við börðumst vel. Þetta var opið alveg þangað til í 4. leikhluta. Við þurfum að óska Njarðvík til hamingju, þeir spiluðu góðan varnarleik.“ Haukar voru undir nánast allan leikinn en gáfust aldrei upp og voru oft nálægt því að taka forystuna. „Við hengdum aldrei haus þó við vorum undir. Við vorum að tapa í 40 mínútur en mér fannst strákarnir alltaf halda áfram að berjast. Við reyndum og gerðum okkar besta en Njarðvík vann líkamlegu baráttuna.“ Þetta varð erfitt fyrir Hauka í 4. leikhluta þegar Haukur Óskarsson, fyrirliði og Flenard Whitfield, stigahæsti leikmaður þeirra í kvöld, fuku af velli með stuttu millibili. „Við erum lið og þurfum að finna lausnir. Við erum með marga góða leikmenn, þegar þeir fá tækifærið þá nýta þeir það og ég get ekki kvartað.“ Israel er ánægður með ganginn á liðinu og segir að það sé að færast í rétta átt. „Ég held að Haukar sem lið er að vaxa í hverri viku og þetta er leiðin. Nú er hlé og við munum byrja undirbúning fyrir leikinn gegn Stjörnunni.“Maciek: Erum að vinna í að breyta hugarfarinu„Þetta var mjög fínn leikur. Mér fannst bæði liðin vera langt frá sínu besta. Við vorum aðeins betri en þeir varnarlega fannst mér og það skóp sigurinn.“ sagði Maceiek Baginski, leikmaður Njarðvíkur, eftir leik. Leikurinn var erfiður og átti Njarðvík erfitt með að hrista Haukana af sér. „Við gáfum þeim sumt aðeins of auðvelt en mestmegnis voru þeir að taka erfið skot. Að halda þeim í 75 stigum er bara ágætt.“ „Við hleyptum þeim alltof oft aftur inn í leikinn. Þeir komust einu sinni yfir en við vorum mjög einbeittir að halda áfram okkar leik og það endaði með sigri fyrir okkur.“ Í 4. leikhluta náði Njarðvík að slíta sig frá Haukum og þar átti Maciek stóran þátt. „Hann var svolítið „sloppy“ af okkar hálfu til að byrja með en svo gerðum við það sem við þurfti í lokin og ég er mjög ánægður með það.“ „Mér leið bara ágætlega, mér leið ekkert sérstaklega vel fyrir leik en svo þegar fyrstu tvö skotin duttu þá var þetta bar blússandi sigling.“ Njarðvík hefur nú unnið 4 sinnum í röð eftir erfiða byrjun en liðið er enn ekki upp á sitt besta samkvæmt Maciek. „Við erum mestmegnis að vinna í að breyta hugarfarinu okkar og leggja okkur alla í þetta. Það er búið að skila hingað til en við erum langt frá því að vera okkar besta og ætlum ekki að fara í þann gír fyrr en bara mars/apríl.“ Dominos-deild karla
Njarðvík hefur verið á fljúgandi siglu í Dominos-deildinni og vann meðal annars Íslandsmeistara KR í síðustu umferð. Haukar höfðu unnið topplið Keflavíkur fyrir leikinn. Þetta byrjaði vel fyrir heimamenn sem gátu ekki hætt að setja þrista í 1. leikhluta og skilaði það sé í 20 stigum og góðri forystu þegar leikhlutanum var lokið. Njarðvík hélt góðu róli allan leikinn og höfðu góða stjórn. Haukar voru þó aldrei langt undan og áttu marga möguleika á að taka forystuna. Það gerðist þó ekki og Njarðvík tók málin í sínar hendur í 4. leikhluta og innsiglaði sigurinn með frábærri frammistöðu.Af hverju vann Njarðvík?Njarðvíkingar voru frekar góðir í kvöld og sýndu góðan varnarleik. Þeir voru rólegir og misstu aldrei stjórn á leiknum. Þeir voru gjarnir á að hleypa Haukum aftur inn í leikinn en voru fljótir að svara því. Í 4. leikhluta áttu þeir meiri orku og lönduðu sigri.Hvað gekk illa?Haukar náðu aldrei að nýta tækifærið þegar Njarðvík hleypti þeim inn í leikinn og voru undir nánast allan leikinn. Þegar komið var í 4. leikhluta misstu þeir Flendard Whitfield og Hauk Óskarsson af velli með 5 villur hvor og þá var ekki spurt að leikslokum.Hverjir stóðu upp úr?Flenard Whitfield var stigahæstur hjá Haukum í kvöld með 21 stig áður en hann lauk leik. Það var hins vegar Maciek Baginski sem stal senunni í kvöld með 25 stigum og frábærri frammistöðu heilt yfir.Hvað gerist næst?Njarðvík færir sig upp í 4. sæti deildarinnar. Núna kemur tveggja vikna hlé hjá leikmönnum en Njarðvík leitast eftir sínum 5. sigri þegar þeir sækja Fjölni heim þann 12. desember. Fjölnir er í 11. sæti. Haukar þurfa að finna stöðugleika í leik sínum en þeir eru enn í 6. sæti og mæta næst Stjörnunni heima.Einar Árni: Dýrmætur sigur„Virkilega dýrmætur sigur.“ sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, eftir sigur liðsins á Haukum í kvöld. Frammistaða liðsins var góð en hvað var það sem gerði gæfumuninn í kvöld? „Mér fannst það vera varnarleikurinn. Haukarnir eru að skora rúmlega 90 stig á leik og við erum að halda þeim í 75 stigum. Þeir settu nokkur erfið skot niður til að komast í þessi 75 stig en ég held að grunnurinn liggi í vörninni.“ „Sóknarlega fannst mér við á löngum stundum hreyfa boltann vel. Við vorum í rúmlega 20 stoðsendingum og skutum boltann fínt fyrir utan línu og margir að „chippa“ inn.“ Njarðvík var yfir nánast allan leikinn og þó Haukar hafi oft komist nálægt þá hafði Einar Árni aldrei miklar áhyggjur. „Þetta er bara hörkuleikur og körfubolti er leikur „run-a.“ Þeir voru oft nálægt okkur í 4 stigum. En mér fannst við hafa góð tök á þessu og þegar mest skipti máli þá vorum við með stjórn á hraðanum og náum að læsa varnarlega vel.“ „Við vorum ferskir, allir að koma inn vel hvíldir sem klárar leikinn og ég held að það hafi hjálpað, engin spurning og Maciek frábær í dag.“ Njarðvík hefur nú unnið 4 leiki í röð og er komið á gott skrið í deildinni. „Við vorum búnir að tapa 4 leikjum í röð þar á undan og það var nauðsynlegt að snúa genginu við. Við erum búnir að vera í þeirri stöðu að vera ósáttir við okkar leik og stigasöfnunina. Það er ánægjulegt að við erum að tína til okkar stig aftur. Þetta eru dýrmætir sigrar sem koma okkur á gott ról.“Israel: Héldum alltaf áfram að berjastIsrael Martin, þjálfari Hauka, var ósáttur með að fá ekkert úr leiknum í kvöld en fannst frammistaðan hjá sínu liði góð. „Þetta var opinn leikur þangað til þeir fengu 3+1 stig frá Maciek Baginski. Njarðvík er lið sem spilar á háu tempói í vörn, mjög aggressívir. Við spiluðum vel en lítil smáatriði duttu þeirra megin í kvöld.“ „Ég er ánægður með leikinn, við börðumst vel. Þetta var opið alveg þangað til í 4. leikhluta. Við þurfum að óska Njarðvík til hamingju, þeir spiluðu góðan varnarleik.“ Haukar voru undir nánast allan leikinn en gáfust aldrei upp og voru oft nálægt því að taka forystuna. „Við hengdum aldrei haus þó við vorum undir. Við vorum að tapa í 40 mínútur en mér fannst strákarnir alltaf halda áfram að berjast. Við reyndum og gerðum okkar besta en Njarðvík vann líkamlegu baráttuna.“ Þetta varð erfitt fyrir Hauka í 4. leikhluta þegar Haukur Óskarsson, fyrirliði og Flenard Whitfield, stigahæsti leikmaður þeirra í kvöld, fuku af velli með stuttu millibili. „Við erum lið og þurfum að finna lausnir. Við erum með marga góða leikmenn, þegar þeir fá tækifærið þá nýta þeir það og ég get ekki kvartað.“ Israel er ánægður með ganginn á liðinu og segir að það sé að færast í rétta átt. „Ég held að Haukar sem lið er að vaxa í hverri viku og þetta er leiðin. Nú er hlé og við munum byrja undirbúning fyrir leikinn gegn Stjörnunni.“Maciek: Erum að vinna í að breyta hugarfarinu„Þetta var mjög fínn leikur. Mér fannst bæði liðin vera langt frá sínu besta. Við vorum aðeins betri en þeir varnarlega fannst mér og það skóp sigurinn.“ sagði Maceiek Baginski, leikmaður Njarðvíkur, eftir leik. Leikurinn var erfiður og átti Njarðvík erfitt með að hrista Haukana af sér. „Við gáfum þeim sumt aðeins of auðvelt en mestmegnis voru þeir að taka erfið skot. Að halda þeim í 75 stigum er bara ágætt.“ „Við hleyptum þeim alltof oft aftur inn í leikinn. Þeir komust einu sinni yfir en við vorum mjög einbeittir að halda áfram okkar leik og það endaði með sigri fyrir okkur.“ Í 4. leikhluta náði Njarðvík að slíta sig frá Haukum og þar átti Maciek stóran þátt. „Hann var svolítið „sloppy“ af okkar hálfu til að byrja með en svo gerðum við það sem við þurfti í lokin og ég er mjög ánægður með það.“ „Mér leið bara ágætlega, mér leið ekkert sérstaklega vel fyrir leik en svo þegar fyrstu tvö skotin duttu þá var þetta bar blússandi sigling.“ Njarðvík hefur nú unnið 4 sinnum í röð eftir erfiða byrjun en liðið er enn ekki upp á sitt besta samkvæmt Maciek. „Við erum mestmegnis að vinna í að breyta hugarfarinu okkar og leggja okkur alla í þetta. Það er búið að skila hingað til en við erum langt frá því að vera okkar besta og ætlum ekki að fara í þann gír fyrr en bara mars/apríl.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti